Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 33
33 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E „Hér finnur maður vel fyrir því að vera nálægt mjög stórum markaði fyrir okkar framleiðslu- vörur. Í hinum litla sjávarútvegs- heimi sem er heima á Íslandi er nokkuð auðvelt að hafa sýn yfir það sem er að gerast í greininni á landinu en slíkt er mjög mikil- vægt ef menn ætla að ná árangri. Sama má segja um starf okkar hér í Noregi. Við erum í miklum tengslum við markaðinn, vitum hvað er að gerast, hver þróunin er og reynum þar af leiðandi að lesa í framtíðartækifæri fyrir okkar vörur. Einn af vaxtarbroddunum er í fiskeldi, sem og í kræklinga- ræktinni og í báðum tilfellum höfum við vaxandi viðskipti vegna þessara greina,” segir Hilmar. Gert út frá Álasundi Í daglegu sölustarfi Hilmars er hann ekkert síður að vinna að við- skiptum utan Noregs, þ.e. í Sví- þjóð, Danmörku, Eystrasaltslönd- unum, Rússlandi og víðar. „Í upphafi var ætlunin að ég starfaði eingöngu á norska mark- aðnum en á því varð breyting í kjölfar þess að við bættum við okkur verksmiðjunni sem við keyptum af Nordic-supply og fluttum hingað til Álasunds. Við tókum þá þann pól í hæðina að reyna að nýta staðsetningu mína hér í Álasundi til að vinna á Norðurlandamarkaðnum og í Norður-Evrópu. Síðan höfum við sölumann hér í Álasundi sem er spænskumælandi og vinnur á markaðssvæðum í Suður-Evrópu og þriðji sölumaðurinn okkar vinnur síðan að sölumálum hér í Noregi. Saman myndar þetta því nokkuð öfluga söludeild hér í Ál- asundi,” segir Hilmar. Kerjavæðingin í togurunums Einn af mikilvægustu mörkuðum Sæplasts eru Færeyjar og þann markað þekkir Hilmar vel. Þar hafa fiskikörin frá Sæplasti haslað sér völl í lestum togaranna, líkt og gerðist á Íslandi og segist Hilmar vona að fyrirtækið verði með framleiðslu sinni lykill að hliðstæðri byltingu í Noregi. Miklar breytingar á skömmum tíma Hilmar segir að mikil breyting sé orðin á Sæplasti á stuttum tíma sem geri að verkum að starf sölu- mannanna sé umtalsvert öðruvísi en var fyrir nokkrum árum. „Vörulína okkar er orðin til muna stærri en áður var og það gerir að verkum að lausnirnar sem við- skiptavinirnir eru að leita eftir eru mun oftar fyrir hendi í vöru- línunni. Auk þess er kaupenda- hópurinn orðinn mun breiðari en áður var og matvælasviðið í raun- inni allt undir.” Hilmar segist ekki í vafa um að það hafi verið skynsemleg leið hjá Sæplasti að staðsetja Íslending í starfi í Álasundi í kjölfar breyt- inganna til að auka traust starfs- fólksins ytra á nýjum eigendum verksmiðjanna. „Ég finn að þetta hefur skipt máli og hjálpað til að yfirvinna tortryggni, auka skiln- ing og fá fólk til að vinna betur saman. Þannig náum við betri ár- angri. Að mínu mati hefur okkur tekist að byggja upp mjög skil- virkt sölukerfi fyrir fyrirtækið, þrátt fyrir að sölumennirnir séu staðsettir vítt og breitt um heim- inn. Fyrir mig persónulega hefur þessi tími hér í Noregi líka verið mjög skemmtilegur, ekki síst vegna þess frábæra fólks sem ég vinn hér við hlið. Eins og ég sagði áðan er samvinna starfsfólks lykill að árangri,” segir Hilmar Guðmundsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.