Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 40

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 40
40 F R É T T I R eyrum landsmanna. Aftur á móti vekur ekki eins mikla athygli það sem vel er gert í sjávarútvegi. Ég get nefnt að Pétur Blöndal, al- þingismaður, sér miklum ofsjón- um yfir skattaafslætti sjómanna. Við sjómenn höfum fínustu laun þegar vel gengur, en þau geta líka verið lág. Það má ekki gleyma því að við erum ráðnir upp á kaup- tryggingu, hún er grunnurinn okkar. Menn mega heldur ekki gleyma því að við sjómenn getum ekki nýtt okkur ýmislegt sem aðrir geta. Við förum ekki í bíó á laugardögum og hlaupum ekki á heilsugæslustöðina þegar eitthvað bjátar á. Það kostar margfalt að hringja í land í fjölskylduna og við sjáum aldrei íslenskt sjónvarp. Ég er alveg með það á hreinu að margt af þessu gildir líka um t.d. flugmenn og mér finnst eðlilegt að þeir njóti líka skattaafsláttar. Þegar ég útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum árið 1980 voru 58 í árganginum. Núna eru þeir teljandi á fingrum sem fara í Stýrimannaskólann. Af hverju fara menn ekki í þetta nám leng- ur, ef það er svona gott að vera úti á sjó? Ég tel að þjóðfélagið í heild sinni sé búið að byggja upp ein- hverja grímu utan um þennan at- vinnuveg og skilaboðin til ungs fólks í dag eru því miður þau að það skuli ekki fyrir nokkurn mun koma nálægt sjómennsku og sjáv- arútvegi. Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og breyta þessari ímynd. Auðvitað er það svo að í þessari atvinnugrein eins og öðrum atvinnugreinum eru svartir sauðir, en almennt bera sjómenn mikla virðingu fyrir auðlindinni. Það er fáránlegt rugl að við stöndum í því dag eftir dag að henda fiski á bak og stjór,“ segir Maron Björnsson. Guðmundur Ólafur ÓF var á dögunum í flotkví Slippstöðvarinnar á Akureyri. Þar voru gerðar ýmsar nauðsynlegar lagfæringar á skipinu og frystigeta þess aukin. „Ég get nefnt að Pétur Blöndal, alþingismaður, sér miklum ofsjónum yfir skattaafslætti sjómanna. Við sjómenn höfum fín- ustu laun þegar vel gengur, en þau geta líka verið lág.„ Þann 8. apríl sl. samþykkti Al- þingi lög um eldi nytjastofna sjávar og er markmið þeirra að stuðla að ábyrgu eldi nytjastofna og tryggja verndun villtra nytjastofna. Í því skyni skal leit- ast við að tryggja gæði fram- leiðslunnar, koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtun nytja- stofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna. Til eldis sam- kvæmt lögunum telst geymsla, gæsla og fóðrun nytjastofna, hafbeit, klak- og seiðaeldi, hvort sem er á landi eða í sjó. Nytja- stofnar teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru eða kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi, íslensku landgrunni eða á landi með eldi. Sjávarútvegsráðherra fer með yf- irstjórn allra mála er varða eldi nytjastofna sjávar. Til eldis nytjastofna þarf rekstrarleyfi Fiskistofu. Eldi á ferskvatnsfiski fellur ekki undir ákvæði lag- anna. Um þá er fjallað í lögum um lax og silungsveiði (lög nr. 76/1970 með síðari breyting- um). Í báðum þeim lögum sem hér hefur verið getið eru ákvæði um fiskeldisnefnd en hún skal vera til ráðgjafar og stefnumót- unar um eldi vatnafiska og nytjastofna bæði á landi og í sjó og fara með þau mál sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sjávarútvegsráðuneytið: Ný lög um eldi nytjastofna sjávar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.