Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 38

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 38
38 L O Ð N U V E I Ð A R veg með ólíkindum. Og því mið- ur óttast ég það að við séum nú þegar búnir að missa þetta alltsaman út úr höndunum á okk- ur, það sé orðið of seint að grípa inn í það ójafnvægi sem hefur skapast í lífríkinu í sjónum með taumlausri fjölgun hvala á sama tíma og við höfum verið að veiða úr öðrum nytjastofnum. Menn hafa verið að tala um að við höf- um ekki markað fyrir hvalaafurð- ir, en sú umræða finnst mér vera á villigötum. Ég tel að við getum ekkert um það sagt fyrr en við látum á það reyna. Það er auðvit- að svo að við höfum ekki nægi- lega mikla vitneskju um lífríkið í sjónum. Við teljum að hvalirnir éti tvær milljónir tonna af fiski, en það getur meira en verið að þeir éti miklu meira.„ Vantar svör við áleitnum spurningum Maron segir að þó svo að síðasta loðnuvertíð hafi verið mjög góð, sé ekki þar með sagt að hægt sé að slá því föstu að næsta vertíð verði á svipuðum nótum. „Það er ómögulegt að segja. Mér finnst Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur, hafa staðið sig mjög vel í því að spá fyrir um hegðun loðn- unnar og ég tek ofan fyrir honum fyrir það. Hins vegar er sorglegt að verða vitni að því að við notum ekki Árna Friðriksson, þetta fína og dýra hafrannsóknaskip miklu betur í loðnurannsóknirnar en raun ber vitni. Ég tel nauðsynlegt að sett væri upp heilsárs rann- sóknarverkefni þar sem fylgst væri nákvæmlega með atferli loðnunnar, þannig að menn geti nálgast svarið við þeirri spurn- ingu hvar loðnan stingur okkur af. Við erum oft í fínustu loðnu- veiði frá 20. júní til 25. júlí og síðan dreifist loðnan og hverfur. Þá líða margir mánuðir þar sem loðnunnar verður ekkert vart. Fróðlegt væri að fá svar við því hvar loðnan heldur sig á þessum tíma. Sannleikurinn er sá að þó að við vitum ýmislegt um loðnuna, þá vitum við bara alls ekki nóg. Loðnan er ennþá að koma okkur fiskimönnunum á óvart og óneit- anlega gefur það þessum veiðum gildi. Loðnan er brellin!„ Áttum að hætta fyrr Þær raddir heyrðust undir lok loðnuvertíðarinnar í vetur að flot- inn hafi gengið of nálægt loðnu- stofninum á allra síðustu dögum vertíðarinnar, menn hafi verið að drepa hrygningarloðnuna. „Menn hafa verið að skiptast í tvö horn gagnvart þessum veiði- skap. Sumir hafa sagt að ekki eigi að veiða loðnu á sumrin því þá sé engin haustveiði. Þetta tel ég rökleysu, ég bendi á að menn hafa undanfarin ár verið að veiða sára- lítið magn á sumarvertíð, sem hefur auðvitað engin áhrif á haustveiðina. Ef við eigum að ná kvótanum á land, þá tel að við verðum líka að veiða loðnu á sumrin. Fyrir utan það að á sumr- in er fiskurinn feitur, þveröfugt við ástandið á loðnunni þegar hún er komin að hringingu. Á loðnuvertíðinni í vetur var 100 þúsund tonnum bætt við loðnukvótann og menn voru ekki á eitt sáttir um réttmæti þess. Ég tel að það hafi ekki verið rétt að auka við kvótann vegna þess að undir vertíðarlok er fiskurinn fitulítill og þar með lélegt hrá- efni. Fram að þessari aukningu hafði loðnuvertíðin gengið vel og allir höfðu gert það mjög gott. Þess vegna fannst mér óþarfi að auka við kvótann, við áttum að hætta fyrr. Það hefur komið fyrir að menn eru að veiða loðnu sem er búin að hrygna. Það finnst mér afleitt, því fryst, fjögurra ára gömul loðna á Japansmarkað er verðmætasti fiskurinn. Ég sé ekki nokkurn tilgang í því að drepa loðnuna þegar hún er búin að hrygna. Við eigum að taka hrogn- in og hætta síðan veiðunum. En við Íslendingar erum þannig gerðir að þegar vel gengur rennur alltaf æði á okkur og okkur finnst við aldrei fá nóg.„ Eftirkeimur síldaráranna Maron þekkir þennan veiðiskap vel og hann lætur vel af honum, hann segir það alveg rétt að þjóð- in fylgist ekki eins vel með nokkrum öðrum veiðiskap og loðnuveiðunum. „Ég vil halda því fram að loðnuveiðarnar séu eins- konar eftirkeimur af síldveiðun- um og því ævintýri sem fylgdi þeim. Þetta er oft hálfgert gull- „Ég tel að óhemju mikið af loðnu hafi hrygnt núna í mars, því stærsta loðnugangan sem fór fyrir Reykjanesið endaði um 20 mílum þar vestur af og bókstaflega hvarf. Ég held því að ástæðulaust sé að óttast að við höfum drepið alla loðnuna í vetur, þrátt fyrir að aflinn hafi verið mikill og góður.„ „Við höldum að við getum lifað af því að fylla hverja Flugleiðaþotuna af annarri af túristum og sýnt þeim hvali. Þetta er auð- vitað alveg með ólíkindum.„

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.