Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 31

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 31
31 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E Herbert Gartz, sölustjóri í verksmiðju Sæplasts í Álasundi: Sæplastmönnum betur treyst- andi en mörgum öðrum Herbert hefur langa reynslu af sölustarfi á þessu sviði en segja má að vörurnar séu bæði fyrir skipa- og bátaflotann, sem og fyr- ir hinn stóra sportbátamarkað sem ekki er mjög þekktur hjá Ís- lendingum. Í Noregi er sport- bátamarkaðurinn hins vegar gríð- arstór og sama er að segja um Suður-Evrópu og mörg önnur svæði í heiminum. Polyform var stofnað árið 1949 en Scanmarin árið 1955. Poly- form náði nokkuð sterkri stöðu í samkeppninni og keypti helm- inginn í Scanmarin en hinn helm- inginn keypti norska fyrirtækið Dyno. Árið 1989 keypti síðan Dyno Polyform-fyrirtækið í heilu lagi. Þar með varð verksmiðjan í Álasundi að deild innan Dyno- samsteypunnar en áhersla var lögð á að framleiða vörurnar áfram undir báðum vörumerkjun- um, enda þekktar vörur á mark- aðnum. „Við höfum alltaf litið svo á að þrátt fyrir að hér sé um nánast ná- kvæmlega sömu vörur að ræða þá tekst okkur að selja meira í heild undir tveimur vörumerkjum en einu. Bæði þessi vörumerki eru þekkt og eins og gengur vilja sumir ekki sjá annað en Polyform á meðan aðrir líta ekki við öðru en Scanmarin. Á meðan við get- um selt meira með þessu fyrir- komulagi þá er engin ástæða til breytinga,” segir Herbert sem starfað hefur í yfir 30 ár við sölu á þessum vörum. Eftir nokkurra ára rekstur hvarf Dyno frá rekstri verksmiðjunnar og hún gekk kaupum og sölum milli fjárfesta, allt þar til Sæplast eignaðist verksmiðjuna. Herbert segir að mörgum hafi létt þegar í ljós kom hverjir hinir íslensku kaupendur voru. „Við sem vinnum í sölumálun- um höfðum verið á sýningum þar sem þessir strákar frá Sæplasti voru og við vissum að þetta voru ágætir menn. Við sögðum þess vegna strax við samstarfsfólk okk- ar hér í Álasundi að hér væru á ferðinni menn sem væru að vinna á sama sviði og við og að þeim væri betur treystandi fyrir fram- tíðinni en mörgum öðrum fjár- festum. Þetta hefur gengið eftir og samstarfið við Íslendingana verið gott að mínu mati,” segir Herbert. Herbert Gartz með flotkúlur sem gætu verið kunnuglegar fyrir nótasjómenn. Þessar kúlur eru framleiddar í sérstökum vélum þar sem plastefni er hitað í 160 gráður og myndast þá slíkur þrýstingur af efnahvörfum að 200 tonna átak þarf til að halda vélunum lokuðum þar til efnahvarfið er komið á rétt stig. Um leið og vélarnar eru opnaðar springur efnið út og þannig formast kúlurnar. Síður úr kynningarbæklingum um Scanmarin og Polyform vörurnar sem Sæplast framleiðir í Álasundi. Herbert Gartz er sölustjóri í þeirri verksmiðju Sæplasts í Álasundi sem framleiðir mjúkvörur, sem og flotvöru ýmis konar. Mjúkvörurnar eru t.d. belgir og flotholt af ýmsum stærðum og gerðum og það sem er mjög sérstakt við þessa framleiðslu er að vörumerkin eru tvö, þ.e. Polyform og Scanmarin, þrátt fyrir að hér sé um nánast nákvæmlega sömu vöru að ræða. Ástæðan fyrir þessu er sú að á sínum tíma stóðu tvö fyrirtæki að baki þessum vörumerkj- um og kepptu á markaðnum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.