Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 48

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 48
48 F R É T T I R Þriggja mánaða uppgjör útgerðarrisanna á Akureyri: Samanlagður hagnaður rösklega þrettán hundruð milljónir Það er ljóst að árið fer mjög vel af stað hjá stóru sjáv- arútvegsfyrirtækj- unum. Á aðalfundi Samherja sagði Þorsteinn Már Baldvinsson að bráðabirgðatölur gæfu til kynna allt að 850 milljóna króna hagnaði af rekstri félagsins á fyrstu þremur mánuðunum, sem væri betri afkoma heldur en menn hefðu reiknað með. Og hinn útgerðarrisinn á Akur- eyri, Útgerðarfélag Akureyringa, skilaði af sér þriggja mánaða upp- gjöri 26. apríl sl. þar sem fram kemur að félagið var rekið með 491 milljónar króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er gríðarlega mikill viðsnún- ingur miðað við sama tíma í fyrra þegar rekstrartapið nam 117 milljónum króna. Á þessu tíma- bili var veltufé frá rekstri, sem alltaf segir mikið um reksturinn, 421 milljón króna og jókst um 167 milljónir frá sama tíma árið áður. Í tilkynningu Útgerðarfélags Akureyringa til Verðbréfaþings kemur fram að rekstrarhorfur fyr- ir yfirstandandi ár séu góðar. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir þó að sveiflur í gengi krónunnar geti breytt stöðunni á skömmum tíma. „Við hjá ÚA getum ekki annað en verið sátt við afkomu fé- lagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þar sem þessi niðurstaða er al- veg í samræmi við þær áætlanir sem við lögðum upp með í árs- byrjun. Ég vil þó minna á að sjáv- arútvegurinn býr við afar óstöðugt umhverfi um þessar mundir og er ég þar að vísa til þeirra miklu sveiflna sem eiga sér nú stað á gengi krónunnar,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. Fiskur er hollur! Nú er það endanlega staðfest að fiskur er holl fæða! Í nýjasta tölu- blaði New England Journal of Medicine, sem kom út í apríl og vefur Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins vitnar til, kemur fram að regluleg fiskneysla geti dregið úr líkum á dauða vegna hjartaá- falls um allt að 81%. Rannsóknin sem þessar niður- stöður byggja á tók til 22 þúsund karllækna í Bandaríkjunum. Mjög greinilega kom fram að eft- ir því sem læknarnir, sem þátt tóku í rannsókninni, höfðu mælst með meira magn fitusýru í blóð- inu, þeim mun minni líkur voru á að þeir fengju hjartasjúkdóma. Önnur viðamikil rannsókn, sem gerð var á vegum Harvard School of Public Health og náði til meira en 80 þúsund hjúkrunarkvenna í Bandaríkjunum, leiddi einnig í ljós heilnæmi fiskneyslu fyrir heilsu fólks. Í rannsókninni er fullyrt að því meira sem fólk borði af fiski því minni séu lík- urnar á kransæðasjúkdómum eða dauða vegna hjartaáfalls. Skemmtilegir saltfiskréttir í nýrri bók Út er komin bókin „Seiðandi salt- fiskur og þorskréttir þjóðanna“, sem Einar Árnason hefur tekið saman og gefur einnig út. Í bók- inni eru sótt heim hérlend veit- ingahús og heimili þar sem eldað- ur er ljúffengur matur úr salt- fiski, þorski og öðru sjávarfangi. Réttirnir eru nýstárlegir, en ein- faldir og íburðarmiklir. Réttina framreiða 44 kokkar. Í bókinni eru yfir 70 uppskriftir víða að úr heiminum. Meðal matreiðslumanna sem koma við sögu í bókinni eru Rúnar Marvinsson, María Elling- sen, leikkona, Tómas R. Einars- son, tónlistarmaður, Benedikte Thorsteinsson frá Grænlandi, Kristján Guðmundsson, mynd- listarmaður og margir fleiri. Hrefnukjöt flutt inn frá Noregi? Heildverslunin Rún ehf., sem Jón Gunnarsson á og rekur, en Jón er jafnframt formaður Sjávarnytja sem lengi hafa barist fyrir því að hvalveiðar verði aftur leyfðar við Íslands, hefur sótt um leyfi til þess að flytja inn átta tonn af hrefnukjöti og rengi frá Noregi. Eins og almennt gildir um inn- flutning matvæla hefur málið verið sent til embættis yfirdýra- læknis sem mun gefa sitt álit á því. Til þess að fá leyfi til inn- flutnings þarf Rún ehf. væntan- lega að reiða fram uppruna- og heilbrigðisvottorð og vottorð um að kjötið sé ekki salmonellusýkt. Ný bók um íslenskan sjávar- útveg og ESB Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina „Gert út frá Brussel? - Ís- lenskur sjávarútvegur og Evrópu- sambandið - Sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu.“ Höfundur bókarinnar er Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur, sem lauk MA-prófi í evrópskum stjórnsýslufræðum frá Kaþólska skólanum í Leuven í Belgíu árið 2000, en hann er nú stundakenn- ari við stjórnmálafræðiskor Há- skóla Íslands. Í fréttatilkynningu frá Há- skólaútgáfunni segir m.a. að þessi bók Úlfars sé hugsuð sem innlegg í umræðuna um kosti og galla að- ildar Íslands að ESB. Farið sé ofan í saumana á þeirri grundvallar- spurningu hvort og þá hvernig Ís- lendingar gætu tryggt hagsmuni sína í sjávarútvegi í aðildarvið- ræðum við ESB Bókin er 196 blaðsíður og kost- ar 2.690 krónur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.