Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 29

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 29
29 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E Breytingum ekki hrundið í framkvæmd á íslenskum hraða! Í sjávarútveginum á Íslandi verður mönnum tíðrætt um útrásina, hvort heldur um er að ræða starf sjávar- útvegsfyrirtækjanna íslensku á erlendri grundu eða iðnfyrirtækja sem tengjast sjávarútveginum. Umræð- an ber þess keim að hægt sé að yfirfæra íslenskar vinnuaðferðir yfir á verkefni erlendis en eins og fram kemur hjá Steinþóri, út frá reynslu Sæplastsmanna, lærist Íslendingunum það fljótt að árangurinn kann enn frekar að liggja í því að kynnast umhverfinu í hverju landi og vinna út frá aðstæðum á hverjum stað. Dæmi um þetta er að á Indlandi er talnakefið allt annað en við eigum að venjast hér heima. Í Nor- egi þurfti að takast á við ýmsar hefðir í vinnuum- hverfi, vinnutíma og öðru sem frábrugðnar eru ís- lensku vinnuumhverfi. „Á Íslandi tala menn oft um að Íslendingar og Norðmenn séu svo tengdar þjóðir að þær hugsi eins og vinni áþekkt. Við rákum okkur fljótt á að hér í Noregi eru menn hins vegar ekki vanir að vinna á þessum íslenska hraða og við erum enn að læra að vinna með norska þjóðfélaginu. Ég vil þó taka fram að hér er ég ekki að tala um muninn á neikvæðan hátt heldur fyrst og fremst að undirstrika þann um- talsverða mun á þjóðfélögunum sem fólk heima á Ís- landi gerir sér örugglega ekki grein fyrir að er til staðar, þrátt fyrir frændsemina. Allt er þetta mjög góður skóli fyrir okkur sem fyr- irtæki í uppbyggingarstarfi á erlendri grundu og í öllum tilfellum snýst þetta um að ávinna okkur traust sem íslenska framsækna fyrirtækið Sæplast sem er áhugavert að vinna með. Þannig viljum við að fólk líti á okkur hér erlendis og ég finn til dæmis ekki annað en fólk skynji það hér í Noregi að hingað erum við komnir til að vinna með þessu fólki til lengri tíma. Hér vinnur með okkur að Sæplast er þekkt úr þessum sjávarútvegsgeira og er þar af leið- andi að starfa á sama eða áþekku sviði og norsku fyr- irtækin þrjú hafa verið á um áratuga skeið.” Styrkur að deila starfseminni út á markaðssvæðin Framleiðslulega væri vel framkvæmanlegt að koma allri þeirri hverfisteypuframleiðslu fyrir á Dalvík sem nú er í verksmiðjunum í Noregi og því kann að vera áleitin spurning hvers vegna Sæplast kjósi að byggja upp framleiðslu, sölu- og markaðsstarfsstöðvar í mörgum löndum í stað þess að kaupa upp keppi- nauta og flytja starfsemina alla til Íslands. Steinþór segir á þessu mjög einfalda skýringu sem glöggt komi fram í sölubókhaldi Sæplasts. „Við sjáum mjög skýra tengingu milli þess að þar sem við erum með starfsstöðvar, hvort heldur er verksmiðja eða söluskrifstofur, þar eykst salan. Hér í Noregi erum við klárlega nær mörkuðum, getum þjónustað okkar viðskiptavini betur, eigum meiri tækifæri í vöruþróunarverkefnum fyrir okkar við- skipavini og þannig mætti áfram telja. Í stuttu máli er algjörlega ljóst í mínum huga að þetta er mun skynsamari uppbyggingin en sú leið að færa fram- Frá hráefni til fullunninnar vöru. Kurlið sem starfsmaðurinn heldur á er steypt í hráefniskubbana sem hér sjást og þeir síðan settir í sérstakar vélar þar sem til verða nótaflotholt. Mynd úr framleiðslubæklingi Sæplasts. Hér má sjá hvernig fyrirtækið er að færa áherslu sína yfir á fleiri svið en sjávarútveginn. Skilgreining á framleiðslulínunni er sú að framleiða lausnir fyrir matvælaiðnaðinn í heild.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.