Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 21
21 F R É T T I R Í þessari örþunnu flögu er hægt að geyma því sem næst óendanlegt magn af upplýsingum. Örugglega nútíminn „Ég held að það sé enginn vafi á því að þetta er það sem koma skal,“ segir Þórir Matthíasson, sölustjóri hjá Sæplasti hf. „Það er í raun hægt að ákvarða hvaða og hversu miklar upplýsingar eru vistaðar í flögu. Í gegnum tölvu- póst er síðan hægt að senda allar nýjustu upplýsingar um aflann til lykilstjórnenda í landi og þar geta menn fylgst nákvæmlega með því hvaða fisk er verið að veiða úti á sjó og í hvaða magni. Ef ástæða er til, er hægt að senda upplýsing- arnar strax áfram til fiskkaupenda eða annarra sem þurfa á þeim að halda. Þegar síðan fiskinum er landað, er komið fyrir nema á lyftaranum sem tekur kerið. Þessi nemi les þær upplýsingar sem flagan í kerinu hefur að geyma og þær birtast á litlum skjá í lyftar- anum. Lyftaramaðurinn fær þannig strax upplýsingar um innihald kersins og ráðstafar því í samræmi við þær. Í móttökunni eru sömuleiðis nemar sem lesa upplýsingar úr flögunni og þannig er hægt að fylgjast með öllu ferlinu,“ sagði Þórir Matthí- asson, sölustjóri hjá Sæplasti hf. Flagan er sett inn í plast- hylki sem síðan er steypt inn í hlið kersins. Útlit er fyrir hátt verð á grá- sleppuhrognum í vor en fiski- fræðingar telja að stilla þurfi veiðum í hóf til að stofninn hrynji ekki, segir Ole Thomas Albert hjá Fiskirannsóknum í Tromsø í viðtali við Fiskaren. Miklar veiðar áhyggjuefni Albert segir það áhyggjuefni að hrognkelsaveiðarnar séu nánast óheftar og eftirlitslitlar, ekki síst þar sem lítið sé vitað um stofn- inn. Einu takmörkin á veiðun- um er hrognakvóti, 2000 lítr- ar/kíló á bát. „Ef sóknin verður lík og í fyrra þýðir það mjög alvarlega minnkun stofnsins. Með þeim aðferðum sem yfirvöld hafa valið til að stjórna veiðunum getum við ekki vitað hversu mikill heildaraflinn verður. Þess vegna reyndum við í tillögum okkar að gera grein fyrir hvaða áhrif veiðar hefðu á stofninn. Að veiða 300-400 tonn árið 2002 hefði engin áhrif en þá er nýlið- un heldur engin. Til að stofninn stækki verður veiði að vera und- ir 200 tonnum. Við mæltum með 183 tonnum en yfirvöld ákváðu kvóta fyrir hvern bát. Hrognkelsin njóti vafans Ole Thomas Albert segir erfitt að fá upplýsingar um hrogn- kelsastofninn. Fiskurinn er á flestum miðum og algengt auk- fiski. Upplýsingar hafa fiski- fræðingar helst fengið frá grá- sleppukörlum síðan 1983 en þær hafa verið gloppóttar. Ein- ungis 13 sjómenn frá Lofoten til Varanger hafa tekið þátt í rannsóknunum og í fyrra bárust ekki skýrslur nema frá 3 sjó- mönnum. Vegna þess hve lítið er vitað um fiskinn ætti hann að fá að njóta vafans með hóflegri veiði. Áhyggjuefni - Hefur þú áhyggjur af framtíð hrognkelsastofnsins? „Stækkun möskva fyrir nokkrum árum verndaði reyndar smærri fiskinn. Margt bendir til þess að fleiri og fleiri sæki í hrognkelsaveiðina því útlit er fyrir hækkandi verð á hrognum. Með þeim stjórnunaraðferðum sem nú er beitt eru litlir mögu- leikar á að takmarka heildarafla. Þar sem stofninn er ekki stór finnst mér líklegt að hann minnki enn,“ segir Ole Thomas Albert að lokum. Óttast um hrognkelsastofninn E R L E N T

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.