Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 19
19 L A X S Í L D Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að forsvarsmenn SR-Mjöls hafi lengi haft áhuga á því að laxsíldarstofn- inn yrði kannaður í íslenskri lög- sögu og í vetur hafi þeir kynnt málið fyrir LÍÚ. Í kjölfarið hafi hjólin byrjað að snúast og var ákveðið að efna til rannsóknaleið- angurs sem kynni að varpa ljósi á stærð og útbreiðslu stofnsins. Á svipuðum slóðum og úthafskarfinn Sumarið 2001 var efnt til sameig- inlegs rannsóknaleiðangurs Ís- lendinga, Þjóðverja, Rússa og Norðmanna til að meta stofn- stærð úthafskarfans djúpt suð- vestur af landinu. Í þessum leið- angri urðu menn mjög varir við laxsíld, án þess þó að unnt væri að kortleggja á hversu stóru svæði hún væri. Þorsteinn Sigurðsson, leiðangursstjóri á Árna Friðriks- syni í þessum leiðangri, segir al- veg ljóst að laxsíld kunni að vera á mjög stóru hafsvæði og því sé mjög fróðlegt að fá gleggri upp- lýsingar um magnið og útbreiðsl- una. „Við reiknum með að úthalds- dagar Ásgríms Halldórssonar í þessum rannsóknaleiðangri verði um tuttugu,“ segir Friðrik Arn- grímsson og játar því að kostnað- urinn þessu samfara hlaupi á nokkrum tugum milljóna. Hampiðjan hefur lagt fram um- talsverða vinnu við þróun veiðar- færa, í rannsóknatúr Ásgríms Halldórssonar er notast við veið- arfæri sem hefur 9 mm riðil, en til samanburðar er riðillinn í loðnunótum sem næst 20 mm. „Ég veit ekki til þess að þessi fiskur sé neinsstaðar nýttur, en menn telja að hann geti hentað mjög vel og sé að mörgu leyti betri nytjafiskur en kolmunninn. Til dæmis hefur laxsíldin meira fituinnihald,“ segir Friðrik. Margar tegundir laxsíldar Í bókinni „Fiskar og fiskveiðar við Ísland og Norðvestur-Evrópu“ er laxsíldaætt þannig lýst: „Smáir miðsævis- og djúpfiskar með mjög mörg ljósfæri á haus og lík- ama. Hreistur er stórt og slétt. Augu eru stór og kjaftur nær aft- ur fyrir þau. Raufaruggi er ofast aftar en bakuggi og aftan við hann er veiðiuggi. Kviðuggar eru aftan við eyrugga. Um 135 teg- undir þekkjast í öllum heimshöf- um á nokkur hundruð metra dýpi niður á um 1500 m. Éta einkum krabbaflær og elta þær í dægur- göngum þeirra upp í efri lög sjáv- ar á nóttunni en dýpra á daginn.“ Þorsteinn Sigurðsson segir ljóst að á hafsvæðinu suður af landinu sé örugglega margar tegundir lax- síldar að finna. Nefna má ísalax- síld, brúna laxsíld, löngu laxsíld og íshafslaxsíld. „Megnið af þeirri laxsíld sem við urðum varir við í karfaleiðangrinum var 10-20 cm að lengd. Algengast er að fiskur- inn haldi sig á 3-700 metra dýpi,“ sagði Þorsteinn. Margar tegundir í laxsíldaætt Friðrik Arngrímsson lítur á þetta sem mjög áhugavert verkefni og hann fagnar því að svo margir komi að því. Eins og áður segir leggja nokkur sjávarútvegsfyrir- tæki sinn skerf til verkefnisins, en þetta eru fyrirtæki sem eru í svokölluðum uppsjávarveiðum og -vinnslu. Fyrirtækin eru Barðsnes ehf., Faxamjöl hf., Festi hf., Gjögur ehf., Haraldur Böðvarsson hf., Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., Huginn ehf., Ísfélag Vestmanna- eyja hf., Loðnuvinnslan hf., Run- ólfur Hallfreðsson ehf., Samherji hf., Síldarvinnslan hf., Tangi hf. og Vinnslustöðin hf. Athyglisvert rannsóknaverkefni hafið: Sjónum beint að laxsíld Upp úr miðjum apríl hélt Ásgrímur Halldórsson SU 250 úr höfn í Reykjavík og var förinni heitið út að landhelgislínu, djúpt suðvestur af landinu, til tilraunaveiða á svokallaðri laxsíld. Að baki þessum til- raunaveiðum standa Hafrannsóknastofnunin, Hampiðjan, sjávarútvegs- ráðuneytið, hagsmunasamtök í sjávarútvegi og nokkur sjávarútvegsfyr- irtæki og er markmiðið að fá mynd af því hvort og þá í hversu miklum mæli unnt er að veiða laxsíld. Langalaxsíld efst, þá íshafslaxsíld og neðst er punktalaxsíld

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.