Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 26
26 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E Sæplast hf. á Dalvík hefur byggt upp verksmiðjunet í fjórum löndum: Horfum til uppbyggingar í fleiri löndum og að byggja upp nýja markaði Sæplast Norge Hér má sjá verksmiðjur Sæplasts Norge í Álasundi í Noregi en auk þeirra rekur fyrirtækið verksmiðju í Salangen í Norður-Noregi. Í verksmiðjunni á efri myndinni er framleiðsla á fjölbreyttri vörulínu af ýmis konar flotvörum, t.d. baujum, belgjum, fenderum, nótaflotum, björgunarhringjum og fleiru. Sæplast tók við rekstri verksmiðjunnar í ársbyrjun 2000 og er þar framleitt með sprautusteyputækni, blásturssteyputækni og hverfisteypu. Velta - verksmiðjunnar er um 900 milljónir króna á ári. Starfsmenn eru um 80 talsins. Í verksmiðjunni á neðri myndinni fer fram hefðbundin keraframleiðsla með hverfisteyputækni, auk þess sem mikið er framleitt af baujum fyrir kræklingarækt, flotum fyrir flotbryggjur og ýmsum öðrum harðplastvörum. Verksmiðjan var áður í Skodje, skammt frá Álasundi en Sæplast keypti hana í mars 2000 og flutti um haustið sama ár til Álasunds og staðsetti verksmiðjurnar tvær hlið við hlið. Starfsmenn í verksmiðjunni eru 12-14 að jafnaði og ársvelta hennar um 160 milljónir króna. Í Salangenverksmiðjunni eru 12 starfsmenn og verksmiðjan er búin einni sérhæfðri hverfisteypuvél. Ársvelta verksmiðjunnar er um 160 milljónir íslenskra króna og eru framleidd þar ker og baujur fyrir kræklingaiðnaðinn. Sæplast keypti verksmiðjuna í Salangen í maí 1999. Eitt þeirra íslensku útflutningsfyrirtækja sem sprottið hafa upp úr sjávarútveginum er Sæplast hf. á Dalvík. Eftir að fyrirtækið hafði byggt upp mjög tæknivædda og öfl- uga verksmiðju á Dalvík varð útrás fyrir- tækisins hröð og kannski mun hraðari en stjórnendur þess höfðu ætlað í byrjun. Hún hófst með kaupum á plastverk- smiðju í Kanada og með í þeim kaupum fylgdi verksmiðja í Salangen í Noregi. Skömmu síðar fjárfesti Sæplast í annarri verksmiðju í Álasundi í Noregi, verk- smiðju sem framleiðir ýmis konar mjúk- vöru, svo sem baujur, flotholt og belgi, sem og flotvörur. Strax í kjölfarið fylgdu kaup á þriðju norsku verksmiðjunni í ná- grenni Álasunds í Noregi, verksmiðju sem sérhæfir sig í hverfisteypu í líkingu við þá sem er á Dalvík og í Kanada. Samhliða þessu öllu réðst Sæplast síðan í uppbygg- ingu á nýrri verksmiðju á Indlandi. Ægir heimsótti verksmiðjur Sæplasts í Noregi og kynntist því hvernig fyrirtækið hefur fimmfaldað veltu á þremur árum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.