Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 27

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 27
27 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E Þegar farið er um verksmiðjur Sæplasts í Álasundi og skoðað það uppbyggingarstarf sem fyrirtækið hef- ur staðið í á undanförnum árum og misserum er erf- itt að verjast þeirri hugsun að kannski sé Sæplast ein- mitt dæmi um fyrirtæki sem margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir hve umsvifamikið er í rekstri á erlendri grundu. Gróflega má segja að um helmingur af rösklega 2.500 milljóna króna ársveltu fyrirtækis- ins skapist í verksmiðjunum þremur í Noregi og samanlagt veitir fyrirtækið á annað hundrað manns í Noregi atvinnu. Á sínum tíma byrjaði Sæplast sem framleiðandi á fiskikerjum en í dag er fyrirtækið að skapa sér miklar tekjur af framleiðslu á baujum og fenderum fyrir sportbátafólk vítt og breitt um heim, framleiða lausnir fyrir fiskeldi, baujur fyrir krækl- ingaeldi, flutningsker fyrir lifandi fisk, ker fyrir kjötiðnaðinn, björgunarhringi, jafnvel litlar baujur í brautarlínurnar í Ólympíusiglingakeppninni, svo fátt eitt sé nefnt. Með öðrum orðum; Sæplast í dag er orðið allt annað fyrirtæki hvað fjölbreytni afurðanna varðar en það var fyrir nokkrum árum og að sama skapi mun stærra í sniðum. Ársveltan nálgast óð- fluga þrjá milljarðana og búast má við frekari land- vinningum Sæplastsmanna í uppbyggingarstarfi sínu á komandi árum. Sjávarútvegurinn stoðin sem byggt var á í byrjun En þrátt fyrir að Sæplast sé í dag að þróast á mun breiðara sviði en áður blandast engum sem skoðar fyrirtækið hugur um að ennþá er sjávarútvegurinn mjög mikilvæg stoð undir rekstrinum. Þar nægir að benda á áherslu fyrirtækisins í Noregi þar sem horft er á staðsetningu verksmiðjanna í Álasundi, mitt í Mekka norsks sjávarútvegs. Steinþór Ólafsson, forstjóri Sæplasts, hefur borið hitann og þungann af uppbyggingarstarfinu í Sæ- plasti á undanförnum árum. Hann er mikið á ferð milli verksmiðja fyrirtækisins og kemur sjálfur að ýmsum hagræðingar- og skipulagsmálum sem varða framleiðsluna, auk þess að hafa daglega yfirsýn yfir stjórnun samstæðunnar. Blaðamaður Ægis settist niður með Steinþóri í annarri verksmiðjunni í Ála- sundi og spurði hann fyrst hvort líta megi svo á að fyrirtækið hafi nú verið slípað saman í eina heild eft- ir landvinninga síðustu þriggja ára ára og kaup á verksmiðjum erlendis. „Hvað varðar markaðsmálin þá höfum við lokið ákveðnum skipulagsbreytingum sem við byrjuðum á í nóvember síðastliðnum. Þær miðuðu að því að ná endanlegum samlegðaráhrifum út úr rekstrinum, keyra markaðsstarfið saman í eina sterka heild sem vinnur saman, þvert á staðsetningar sölumannanna. Við höfum þannig sett allt heimsmarkaðsstarf á kerj- um undir einn markaðsstjóra og hann er jafnframt yfirmaður verksmiðju okkar í Kanada og er staðsett- ur þar. Þannig höfum við náð að samnýta okkur þekkingu frá Kanada yfir á Evrópu og öfugt. Þetta tel ég mikilvægan áfanga. Hvað sölumannakerfið varðar þá höfum við verið að ráða okkur sölumenn vítt og breitt og ég leyfi mér að efast um að fólk almennt geri sér grein fyrir því hversu víða við erum. Í Noregi erum við með þrjá sölumenn, í Rotterdam í Hollandi erum við með söluskrifstofu og í Hong Kong höfum við opnað söluskrifstofu og þar er íslenskur sölumaður á okkar vegum. Sömuleiðis höfum við sölumann í Mexíkó og í Vancouver í Kanada eru tveir sölumenn. Og þá má ekki gleyma sölumönnum okkar í Ontario og Atl- anta í Bandaríkjunum. Þessi upptalning sýnir að við höfum nú þegar byggt upp öflugt sölunet sem ég tel að við munum styrkja enn frekar á næstu árum,” seg- ir Steinþór. „Hvað framleiðsluhlutann snertir þá hefur tekið okkur um tvö ár að slípa þetta verksmiðjunet Sæ- plasts sem nú er með starfsstöðvar í löndunum fjór- um. Með nokkrum sanni má segja að þetta sé stuttur tími til að ná utan um svona stórtækar breytingar en verkefnið hefur snúist um að setja okkur inn í rekst- ur á ólíkum svæðum, í ólíku umhverfi og stíga skref í þá átt að hámarka samlegðaráhrifin og þar með þann arð sem eigum að ná út úr starfseminni í fram- tíðinni. Gott dæmi er hér í Noregi þar sem við þurftum að sameina verksmiðjurnar undir eitt félag, Steinþór Ólafsson, forstjóri Sæplasts hf., í miðri stæðu af framleiðsluvörum í Álasundi í Noregi. „Það hefur tekið okkur tvö ár að slípa verksmiðjunet Sæplasts sem samanstendur nú af verksmiðjum í fjórum löndum.”

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.