Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 15
15 F I S K V I N N S L A Vinna nefndarinnar hófst sam- kvæmt skipunarbréfi ráðherra í október 2000 og var strax mörk- uð sú stefna að láta vinna könnun meðal fiskvinnslukvenna og var til þess verks ráðin Álfhildur Hallgrímsdóttur, meistaranemi við Háskóla Íslands. Annaðist hún upplýsingaöflun fyrir nefnd- ina um menntun og félagslega stöðu kvenna sem starfa innan fiskvinnslunnar, þannig að hægt væri að meta möguleika þeirra til starfsþjálfunar og endurmenntun- ar. Saminn var staðlaður spurn- ingalisti með 28 spurningum fyr- ir fiskvinnslukonur víða um land í því skyni að afla framangreindra upplýsinga og ræða við forsvars- menn viðkomandi fyrirtækja. Valin voru 16 fiskvinnslufyrir- tæki sem síðan voru heimsótt. Stuðst var við „handvalið“ úrtak og heimsókn á staðina, fyrst og fremst til að auðvelda eftirfylgni svörunar. Öllum reglum og skil- yrðum um trúnað ásamt nafn- og fyrirtækjaleynd er stranglega fylgt svo og tilskilinni eyðingu gagna, en leyfi Persónuverndar reyndist ekki nauðsynlegt. Bæta verður aðgengi að endurmenntun Í niðurstöðum skýrslu nefndar- innar, sem eins og áður segir var skilað til ráðherra í byrjun apríl sl., kemur fram að könnunin hafi ekki gefið óvæntar vísbendingar. Vitað var að menntunarstig væri almennt tiltölulega lágt innan fiskvinnslunnar. Í ljós kom að um 60% þátttakenda hafi starfað inn- an fiskvinnslunnar í áratug og þaðan af lengur, sem gefi vís- bendingu um að mörg fisk- vinnsluhúsanna búi yfir vel þjálf- uðum eða „sérhæfðum“ og reynslumiklum kjarna starfs- kvenna. Nefndarmenn telja að brýna nauðsyn beri til þess að bæta að- gengi að endurmenntun og auka framboð hennar og efla vitund í þá átt meðal fiskvinnslukvenn- anna, þar sem einungis um 34% svarenda telji sig hafa mjög eða frekar mikla möguleika á endur- menntun. „Einnig mætti gjarnan, eins og nokkrar kvennanna koma inn á í athugasemdum sínum, stuðla að aukinni fræðslu og bættri ímynd fiskvinnslunnar meðal almennings,“ segir í skýrsl- unni. Könnunin leiddi í ljós að meirihluti kvennanna eða 89% telur sig vera mjög eða frekar ánægðan í starfi. Þó telur aðeins liðlega helmingur þeirra sig oft eða stundum fá stuðning eða hvatningu frá yfirmönnum sín- um, telur starfið líkamlega erfitt og einhæft með nánast engu svig- rúmi til frumkvæðis eða sjálf- stæðra vinnubragða. Einnig að tækifæri til að vinna sig upp í starfi séu afar fá. Þannig virðist mega draga þá ályktun að launin séu einn helsti starfshvatinn. Góður starfsandi „Einn var sá þáttur,“ segir í skýrslunni, „sem mjög gjarnan mátti skynja í heimsóknum á stöðunum og kom sömuleiðis sterkt fram hjá þeim konum, sem náðist að ræða við meðfram könn- uninni, en það var góður starfsandi meðal fiskvinnslu- kvennanna. Ósjaldan kom fram í máli kvennanna að samheldnar og skemmtilegar samstarfskonur (eða vinnufélagar) væru mikill Sjávarútvegsráðuneytið: Skýrsla um konur í fiskvinnslu Snemma í aprílmánuði sl. fékk Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í hendur skýrslu nefndar sem var falið að afla upplýs- inga um stöðu fiskvinnslunnar að því er varð- ar atvinnumöguleika kvenna og áhrif nýrrar tækni á atvinnugreinina og atvinnumögu- leika. Í nefndinni sátu Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Ármann Kr. Ólafsson og Hulda Lilli- endahl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.