Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 23
Útgerðarfélag Akureyringa hf. gekk frá kaupum á þessu skipi þann 21. mars sl., en það var áður í eigu útgerðarfyrirtækisins SISL- Sevryba Two Limited og hét Sevr- yba 2. Skipið var smíðað í Orskov Shipyard í Danmörku árið 1998 og afhent eigendum sínum 1. desember sama ár. Burðargeta þess er um tvö þúsund brúttó- rúmlestir. Skipið er 58 metra langt og 13,5 metra breitt og er aðalvél þess 4.000 hestöfl. Hinn nýi Sléttbakur EA 304 kemur í stað gamla Sléttbaks EA 4, sem ÚA hóf að gera út árið 1973. ÚA keypti það skip frá Færeyjum og hét það þá Stella Kristina, en það hafði verið smíðað fimm árum áður í Noregi. Sléttbakur EA 4 var gerður út á ísfiskveiðar til árs- ins 1987 þegar honum var breytt í frystiskip. Útgerðarfélag Akur- eyringa setti gamla Sléttbak upp í kaupverð nýs frystiskips og er heildarfjárfesting ÚA í þessum viðskiptum um 680 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að gamli Slétt- bakur verði á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg út vertíðina, en nýi Sléttbakur veiði hins vegar fyrst og fremst grálúðu og karfa. Þegar gamli Sléttbakur verður farinn úr rekstri og umsjá ÚA er við það miðað að nýja skipið beri einkennsisstafi þess gamla, EA 4. Skipstjóri í fyrstu veiðiferð Slétt- baks EA 304 var Ívan Brynjars- son. Nýtt og öflugt frystiskip bætist í flota Útgerðarfélags Akureyringa hf.: Sléttbakur EA 304 Þann 21. apríl sl. lét nýtt skip í flota Út- gerðarfélags Akureyr- inga hf., Sléttbakur EA-304, úr höfn á Ak- ureyri í sína fyrstu veiðiferð undir merkj- um ÚA. Skipið er vel útbúið frystiskip og er eitt af þeim öflugri í íslenska fiskiskipaflot- anum. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður ÚA, og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri ÚA. Ívan Brynjarsson, skipstjóri, í brú Slétt- baks EA 304. ÚA tók formlega við skipinu 18. apríl sl. og bauð Akureyringum og öðrum gest- um að skoða skipið. Sléttbakur EA 304 er í alla stæði glæsilegt skip. 23 N Ý T T S K I P

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.