Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 13
13 S M Á B Á TA Ú T G E R Ð Bergur segist líta svo á að reglugerðarbreyting varðandi dagabáta hafi verið jákvæð. „Það er ljós punktur að nú er miðað við klukkutíma, en áður þurftu menn að vera að allan sólarhringinn. Þessi breyting gerir það að verk- um að sá tími sem dagróðrabát- arnir hafa til að róa nýtist mun betur en áður,“ segir Bergur. Hann segist meta það svo að trillukarlar séu almennt ekki svo mjög ósáttir við veiðistjórnunina sem slíka, en hins vegar séu menn ósáttir við það brask sem við- gangist með aflaheimildirnir. Menn komist upp með að leigja frá sér veiðiheimildirnir, sem geri ekkert annað en að bjóða hætt- unni heim. „Það væri strax miklu skaplegra kerfi ef mönnum væri gert að skila inn þeim heimildum sem þeir ekki veiða í stað þess að leigja þær frá sér. Leiga á kvóta hefur farið upp úr öllu valdi í vet- ur, það var komið upp í 170 til 180 krónur fyrir kílóið og síðan var söluverðið 240-250 krónur. Þetta gengur ekki upp,“ segir Bergur. Grásleppuveiði í Skerjafirði Ástandið á veiðislóð smábáta í Breiðafirðinum hefur verið nokk- uð gott, að sögn Bergs. „Línu- slóðin hefur verið að skila góðri veiði og ég veit að rallíið kom mjög vel út á Breiðafirði og fyrir vestan. Ég heyri ekki annað en að menn hafi verið að fá ágætis veiði á þessum slóðum og síðan hefur hærra verð á grásleppuhrognum lagað stöðuna hjá mönnum. Það eru nokkuð margir trillukarlar sem gera út á grásleppuna frá Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík,“ segir Bergur sem sjálf- ur býr á Akranesi og gerir út á grásleppu við annan mann frá Kópavogi. Þeir lögðu 14 trossur, um 130 net, í Skerjafirði strax og það mátti þann 20. apríl og þegar Ægir ræddi við Berg stóð til að fara út og skoða hvernig vertíðin hefði farið af stað. Smábátaútgerðin heillar Bergur hefur víða komið við í smábátaútgerðinni. Hann var í ein fimm ár á Siglufirði og önnur fimm ár á Hornafirði. Sautján ár bjó hann síðan í Grundarfirði, en er nú eins og áður segir kominn á Skagann. „Maður hefur svo sem prófað ýmislegt. Í vetur skellti ég mér á loðnu, var stýrimaður á Oddeyrinni EA. Þetta var ný reynsla og skemmtileg. Ég verð þó á grásleppunni á næstunni, en það kann að vera að ég fari eitt- hvað í Síldarsmuguna í sumar og hitti Norsarana vini okkar. En einhvern veginn er það nú svo að smábátaútgerðin togar alltaf í mann. Hún er ákveðin áskorun, maður stendur og fellur með því sem maður er að gera. Ef maður stendur sig ekki er lítið í budd- unni og svo öfugt. Ég gæti trúað því að í haust fái ég mér aftur bát og fari í dagbátakerfið,“ segir Bergur Garðarsson. Smábátaútgerðin er ákveðin áskorun - segir Bergur Garðarsson, formaður smábátafélagsins Snæfellings „Það hefur verið ágætis veiði hjá trillukörlum, en hins vegar eru menn misjafnlega sáttir við hvernig úthlutanir koma við þá. Staðir eins og Suðureyri fá sáralítið og sömuleiðis Þingeyri. Þetta eru staðir sem maður hélt að myndu fara þokkalega út úr þessari úthlutun, en það er öðru nær. Það virðist alltaf ganga illa að skipta veiðiheimildum á sanngjarnan hátt, hvernig sem á því stendur,“ segir Bergur Garðarsson, formaður Snæfellings, smábátafélags á Snæ- fellsnesi. „Ég verð á grásleppunni á næstunni, en það kann að vera að ég fari eitthvað í Síld- arsmuguna í sumar og hitti Norsarana vini okkar,“ segir Bergur Garðarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.