Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 50

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 50
50 Állinn líkist helst snák í lögun, langur, mjór og sívalur með fremur langan haus. Kjafturinn er lítill með smáum en hvössum tönnum. Á trjónunni opnast nasaholur í stuttum pípum og neðri skolturinn nær fram fyrir þann efri. Bakuggi og gotraufaruggi eru samvaxnir aftast á stirtlu en engin sporðblaðka er sjáanleg. Bakuggi er mjög langur, byrjar aftan við eyruggana og gotraufarugginn byrjar við gotraufina sem er undir miðjum álnum. Eyruggar eru á hliðum fisksins aftan við haus. Hreistrið er smátt, hulið í roðinu og mynd- ast ekki fyrr en á 3.-4. ári. Roðið hefur sérstakt slímlag sem gerir hann sleipann en ver álinn einnig fyrir því að þorna upp þar sem hann ferðast oft á þurru landi þegar hann fer milli vatna. Fullorð- inn áll er dökkur á hliðum og silfurlitur á kvið en yngri álar eru grænleitir og hvítir á kvið. Fullvaxinn áll verður um 1 metri á lengd og um 4 kg á þyngd en hrygnurnar þó stærri. Stærsti áll sem veiðst hefur hér á landi mældist 130 cm og vó 6,5 kg. Állinn lifir í Evrópu allt frá Hvítahafi til Miðjarðarhafs og austur til landanna við Svartahaf. Hann lifir í ám og vötnum í öllum lönd- um Mið-Asíu og Norður-Afríku sem liggja að Miðjarðarhafi. Hann er við norðvesturströnd Afríku suður til Dakar í Senegal. Einnig er hann við Ísland og Færeyjar. Í Norður-Ameríku og á Grænlandi lifir áll sem líkist þeim sem finnst í Evrópu en hefur verið talinn annarrar tegundar og felst sá munur í fjölda hryggjarliða. Állinn á Íslandi hefur nokkra sérstöðu þar sem hann hefur að jafnaði færri hryggjarliði en állin í Evrópu og gæti því verið um blending milli ameríska álsins og þess evr- ópska. Hann er víða í fersku vatni hér á landi, algengur í mýrar- fláka og grunnum tjörnum. Einnig er hann í sjávarlónum, volgum lækjum og laugum. Hann finnst einkum á Suður- og Vesturlandi og á vestanverðu Norðurlandi. Ekki hefur verið hægt að staðsetja hrygningarstöðvar álsins en líklegt þykir að hann hrygni í Þanghafinu, austur af strönd Flórida og þaðan reki lirfurnar með straumnum norður og austur á bóginn í átt til uppeldisstöðva sinna í Evrópu. Lirfan er 4-5 mm þegar hún klekst út og finnast þær í hafinu allt árið en rekið frá hrygningar- svæðinu tekur um eitt ár og vaxa þær á þeim tíma í 7-8 cm lengd. Þegar lirfurnar nálgast land breytast þær og fara að líkjast foreldr- um sínum. Þær eru glærar til að byrja með og nefnast glerálar og eru þeir botnlægir. Glerálar fara að ganga upp í ferskvatn og breyta smátt og smátt um lit, verða brúnir og gulir. Í ferskvatninu lifir ál- linn í allnokkur ár áður en hann verður kynþroska eða um 5-10 ára gamall og er þá orðinn 30-50 cm langur og dökknar liturinn enn meir. Þá gengur hann til sjávar á ný og er ferðinni heitið til hrygn- ingarstöðvanna. Fæða álsins er mest ýmiss konar botndýr, ormar, sniglar, krabba- dýr og skordýr. Hann étur einnig hrogn og hornsíli og seiði ann- arra fiska. Á síðustu árum hefur állinn lítið verið veiddur hér á landi, mest af honum fæst við aðrar fiskveiðar. Fyrr á síðustu öld var hann þó nokkuð veiddur og nýttur til matar á Suðausturlandi, nýr eða reyktur og voru gerðar tilraunir með að flytja hann út lifandi eða reyktan. Í Evrópu er mikil eftirspurn efti ál og er hann víða í eldis- stöðvum, til dæmis á Ítalíu og í Frakklandi. Anguilla anguilla Áll F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.