Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 11
11 S M Á B Á TA Ú T G E R Ð „Blessaður vertu, ég var hættur að róa, en byrjaði síðan aftur því að ég er búinn að vera ef ég kemst ekki á sjó,“ segir Stefán Stef- ánsson, sjötíu og fimm ára trillukarl á Dalvík, sem eftir áratuga sjó- róðra þekkir öðrum mönnum betur gjöful mið í utanverðum Eyjafirði. Tíðindamaður Ægis hitti Stef- án þegar hann var að binda bát- inn sinn, Búa EA 100, við bryggju á Dalvík í byrjun apríl. Stefán hafði verið að vitja grá- sleppunetanna og lét heldur illa af veiðinni. „Ég lagði netin 20. mars og það hefur verið tregt. Hins vegar skilst mér að það hafi verið mokveiði fyrir austan. Ég má leggja fimmtíu net. Sannast sagna finnst mér vera orðið alltof mörg grásleppunet í sjónum,“ segir Stefán. „Maður er fæddur niðri í fjöru,“ segir Stefán þegar hann er spurð- ur um ástæðu þess að hann stundi sjóinn af krafti þótt hann sé fyrir nokkrum árum orðinn lögbund- inn ellilífeyrisþegi. „Á meðan ég kemst á fjórum fótum niður á bryggju held ég áfram,“ segir hann og hlær. „Nei, nei ég verð aldrei leiður á sjómennskunni. Maður hefur nú lítinn tíma til þess að láta sér leiðast,“ bætti Stefán við. Stefán hristir hausinn yfir fisk- veiðistjórnuninni og segir að öll þess boð og bönn séu að fara með þessa atvinnugrein. „Þetta er orð- ið svo gjörsamlega njörvað niður að það er varla að krakkarnir megi lengur dorga á hafnargarð- inum,“ segir Stefán. Auk þess að fá nokkrar grá- sleppur í þessum túr snemma í apríl slæddust nokkrir þorskar og rauðmagar í netin. Stefán gaukaði nokkrum rauðmögum að blaða- manni. „Ég má til með að láta þig hafa rauðmaga í soðið. Ég hef ekkert með rauðmagann að gera, myndi annars henda honum,“ sagði Stefán. Rauðmaginn, með hveljunni og lifrinni reyndist auðvitað hið mesta lostæti, sem hér með er þakkað fyrir. Hrognkelsi er samheiti yfir grásleppu og rauðmaga. Grásleppan getur náð 60 cm lengd, en oftast er hún 35- 54 cm og mun stærri en rauðmaginn sem oftast er 28-40 cm langur. Gráslepp- an er dökkgrá en ljósari á hliðum og hvít- eða ljós- græn að neðan. Hins vegar er rauðmaginn dökkgrár að ofan og grágrænn að neðan. Hér við land er hrognkelsi allt í kringum landið. Um stærð stofnsins eru ekki glöggar upplýsingar. Á síð- ustu þrjátíu árum hefur mest veiðst af grásleppu árið 1984, um 13 þúsund tonn, en árið 2000 veiddust aðeins um 2.500 tonn. Sóknin í grásleppuna hefur markast að töluverðu leyti af verði fyrir grásleppuhrognin. Undanfarin ár hefur það ver- ið lágt, en í ár hefur það þokast eilítið upp á við. Alla tíð hafa Íslendingar nýtt hrognkelsi. Gráslepp- una hafa menn saltað eða hert og ferskur rauðmagi er lostæti. Nú til dags er grá- sleppan hins vegar fyrst og veidd vegna hrognanna, en þau eru verkuð í kavíar og seld sem munaðarvara til út- landa. (Byggt á grein um hrognkelsi í bókinni Sjávarnytjar á Íslandi) Fróðleikur um hrognkelsi Stefán Stefánsson, trillukarl á Dalvík: Enginn tími til þess að láta sér leiðast „Á meðan ég kemst á fjórum fótum nið- ur á bryggju held ég áfram,“ segir Stef- án Stefánsson, trillukarl á Dalvík. Stefán kemur á Búa EA að bryggju á Dalvík. Myndir: Óskar Þór Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.