Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 53
ýmsum blöðum og tímaritum o. s. frv. X Þá kemur hálfóskemmtilegur vitn- isburður um hlédrægni Erlends. Þar segir, að hann hafi kappkostað „að láta sín hvergi getið“, og „Við mig gerði hann þann samníng að ég skyldi aldrei nefna nafn hans á prenti meðan við lifðum báðir.“ Þessi frétt kom mér á óvart og speglaði fyrir mér leiðinlega mynd af Erlendi. Menn sem leggja þvílíkt kapp á að fara með persónu sína í slíkar felur, eru ekki með öllu and- lega heilbrigðir, en það hélt ég Er- lend vera. Ég verð þó víst að beygja mig fyrir þeirri játningu, að Halldóri hafi ekki þarna orðið fótaskortur á gljábóni frásagnargleðinnar. En því trúi ég ekki, að Erlendur hafi farið fram á þennan kontrakt við Halldór að fyrra bragði og að ástæðulausu. Hvert var tilefnið? Aldrei innti Er- lendur í þann veginn við mig, að ég nefndi ekki nafn hans á prenti, og mun ég ekki hafa gætt betur tungu minnar en Halldór. Líf Erlends var með þeim hætti, að hann hafði enga ástæðu til að óttast, að hann yrði dreginn inn í opinbert málskvaldur, enda heyrði ég hann aldrei hafa í frammi nokkrar því um líkar mann- orðsvarnir. Halldór telur Erlend hafa verið hlédrægan mann. Mér kom hann Rangsnúin mannúð nánast þannig fyrir, sem hann væri hvorki hlédrægur né framgjarn. Hann var of óháður sjálfum sér til þess að vera annað hvort. Það var eins og hann vissi svo lítið af persónu sinni. Þess vegna var hann algerlega blátt áfram. Kannski var hann mest blátt áfram af öllum þeim mönnum, sem ég hef þekkt hér í höfuðstaðn- um. Maður gat setið með honum ein- um, þó að hvorugur aðhefðist neitt annað en að þegja, ón þess að finna til nokkurra óþæginda. Og hvað sem liður sáttmála hans og Halldórs, þá trúi ég því eftir sem áður, að Erlend- ur hefði ekkert haft á móti því, að ég nefndi nafn hans á prenti. En ég er jafnframt sannfærður um, að hann hefði enga ánægju haft af því. Hon- um hefði staðið á sama. Eitt sinn las ég fyrir honum þættina um Unuhús, sem ég hafði þá nýlega fært i letur eftir Stefáni frá Hvítadal og komið gat til mála, að kæmu einhverntíma út á prenti. Þar dregst nafn Erlends nokkrum sinnum inn í frásögnina, sem á pörtum er hóflega fögur, reynd- ar að heimskra manna dómi. Ekki sagði hann við mig eitt orð í þá átt, að nafn hans skyldi ekki birt á prenti né neitt annaÖ í þessum þáttum. Svo óháður var Erlendur þá persónu sinni og sínu húsi. Hlédrægni í venjulegri notkun orðsins skilst mér að stafa muni ann- aðhvort af þekkingu á takmörkunum sínum eða ofurótta við gagnrýni, i 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.