Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 54
Tímarit Máls og mcnningar höfuðdráttum sagt. ,,Hlédrægni“ Er- lends held ég ekki hafa verið af þess- um rótum runnin. Ég held hún hafi ekki verið neitt annað en áhugaleysi á „að láta ljós sitt skína“. Ég held, að innra með honum hafi ekki leynzt nein barátta milli löngunar til frama og ótta við að framinn heppnaðist ekki. „Hlédrægni“ Erlends var þess vegna ekki hlédrægni í eiginlegum skilningi, heldur einfaldlega það, sem ég vil kalla eðlilegt líf. XI „Erlendur skifti oft um skoðun en aldrei á einum degi, heldur í sam- ræmi við hægfara og eilífa endur- skoðun tímans á kenníngum og verð- mætum. Að baki skoðunar hans lá lífrænn hreyfanleiki sem jafngilti fyrirvara um flesta hluti ... Fram- vindan, hinn síbreytilegi veruleiki hugar og heims í tímanum, virtist mér smiðvél allrar skoðunar hjá Er- lendi.“ Þetta virðist vera litlu ein- faldara en hjá vini vorum Kanti. Skyldi ekki mega segja það um flesta, sem ekki eru blindaðir af kennisetn- ingum eða fordómum, vanþekkingu eða vitsmunaleysi, að „framvindan, hinn síbreytilegi veruleiki hugar og heims í tímanum“, sé „smiðvél“ skoð- ana þeirra? Ég myndi hafa haldið það. Það verður aldrei ofsögum sagt um Erlend, að hann fylgdist mjög vel með samtíð sinni og gaf nákvæm- ar gætur að því, sem var að gerast í stjórnmálum, bókmenntum, listum og vissum vísindagreinum. En ekki vil ég gera of mikið úr því, að hann hafi skipt oft um skoðun, enda segir Hall- dór á öðrum stað í kapítulanum: „Grundvallarafstöður hjá Erlendi breyttust furðu lítið í rás tímans.“ Hann var yfirleitt skoðunum sínum tryggur, þeim sem hann hafði á ann- að borð tileinkað sér. Sanni nær væri að segja, að hann hafi bætt við sig skoðunum samkvæmt tímanna fram- vindu og þá getur auðvitað aldrei hjá því farið, að einhverjar eldri hugmyndir hreytist eða fari forgörð- um. Ekki vil ég heldur gera of mikið úr fyrirvörum Erlends, en á þá leggur Halldór töluverðan þunga, að mér skilst til þess að sýna, hve líkt hafi verið á komið fyrir Erlendi í pólitík og Halldóri nú. Ég kem nánar að því síðar. Vitanlega hreyfði Erlendur oft fyrirvörum, eins og títt er um flesta menn. En ég get ekki munað, að þeir hafi verið sérlega einkennandi fyrir hann. í einu mikilvægu máli breytti Er- lendur um skoðun og gekk þá í öfuga átt við framvindu þeirrar greinar í tímanum. Ég á hér við hug hans til lífsins eftir dauðann. Fyrst þegar ég kynntist Erlendi og nokkur ár eftir að þau kynni hófust, virtist mér hann ekki vera fráhverfur 164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.