Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 59
Rangsnúin mannúð pólitíska afstöðu hans vísvitandi og þá sennilega í því skyni að draga þennan vinsæla og mörgum kunna gáfumann, sér til stuðnings og upp- hefðar, niður í pólitísku myrkvunina, sem hann hefur sj álfur veriö að pauf- ast í hin síðari árin. Það læðir inn þeim grun, sem hetur fer, að Halldóri finnist vegur sinn dálítið tvísýnn þar neðra. Þetta minnir mig á þá stoð og upphefð, er Stefán minn frá Hvítadal fann forðum daga í félagsskap Hall- dórs í katólsku myrkvuninni, sem hann kunni ekki rétt vel við sig í fyrst framan af, áður en hann náði að laga sig eftir birtunni, því að sú fram- vinda er, því miÖur, líka til. Og við höldum áfram: „Það var enn eitt í grundvallaratriðum hans að styðja þann meirihluta sem réði í verkalýðssamtökum hvers lands.“ Þetta er mikill misskilningur eða mis- minni eða vituð og Ijót ósannsögli: Erlendur hafði enga reglu um það að styðja meiri hluta af því, að hann væri meiri hluti. Hann talaÖi oft um spillingu verkalýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum, keypta og afvega- leidda af útsendurum auðvaldsins. Það var langt i frá, að Erlendur fylgdi slíkum verkalýðsmeirihluta, sem ekki kunni fótum sínum hetur forráð í baráttunni fyrir rétti sínum. Hann vék oft að því efni, hvernig ætti að koma á sósíalisma. í fyrstu virtist hann ekki fráhverfur kenningu Fabíananna ensku, það er að koma sínum mönnum inn í verkalýðshreyf- inguna og framkvæma sósíalismann að fengnum meiri hluta, eftir friösam- legum leiðum. En síðar hallaöist Er- lendur að þeirri skoðun, að þjóðfé- laginu yrði ekki breytt öðruvísi en með valdbeitingu. Afstaða hans til lýðræðis og vald- beitingar kom ljóslega fram í einu baráttumáli, sem nokkur styr stóð um hér heima. Hér var hafin hreyfing innan Alþýðusambandsins að gera það óháð pólitískum flokkum. Þá voru jafnaðarmannafélögin hið póli- tíska afl innan Alþýðusambandsins, en fólk sem var í öðrum pólitískum samtökum, til að mynda í kommún- istaflokknum, hafði engin réttindi í Sambandinu. Þetta þótti mörgum ranglátt og ólýðræÖislegt. Þess vegna var tekin upp barátta fyrir þeirri breytingu að gera Alþýðusambandið að hreinu verkalýðssambandi, óháðu pólitískum flokkum. Hvernig snerist Erlendur við þess- um nýskipunaráróðri? Ef hann hefði farið eftir grundvallaratriðinu, sem Halldór gerir honum upp í Skálda- tíma, „að styðja þann meirihluta sem réði í verkalýÖssamtökum hvers lands“, þá hefði hann gengið til fylg- is við nýskipunarhugmyndina, því að bak við hana stóð meiri hluti íslenzks verkalýðs, hversu mikils sem sá meiri hluti var ráðandi. En þetta gerði Er- lendur ekki. Hann var í raun og veru með nýskipuninni, en vildi þó við- 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.