Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 14
14 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir koma þar á móti. Einungis vextir af skuldbindingum Íslendinga myndu nema um 80 milljörðum króna á ári. Því gæti reynst Íslendingum erf- itt að borga af þeim erlendu skuld- bindingum sem ríkissjóður þarf að standa skil á vegna erlendra lána til að borga Icesave og koma upp öfl- ugum gjaldeyrisforða á sama tíma. Seðlabankinn áætlar sem dæmi að gjaldeyrisforðinn muni nema um 1.000 milljörðum króna árið 2010 og honum beri að halda í þeirri tölu fram til ársins 2018. Talið er að vextir af 1.000 milljarða króna gjaldeyris- forða kosti 15 milljarða króna á ári. Einkavinavæðing Að sögn Þórólfs Matthíassonar er Ísland fyrsta þróaða landið sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að- stoðað í mjög langan tíma. Það sé sem dæmi ekki hægt að líkja Ís- landi við þróunarlönd sem sjóður- inn hefur aðstoðað þar sem þar hafi þeir þurft að glíma við mjög lélega innviði sem eigi ekki við um Ísland. „Sjóðurinn hefur því ekki verið mik- ið að skipta sér af framkvæmd stefn- unnar sem sjóðurinn og íslensk stjórnvöld og norræn stjórnvöld urðu sammála um,“ segir Þórólfur. Einkavinavæðingin við sölu bank- anna hérlendis svipar að mati hans til afglapa sem hafi verið gerð í öðr- um löndum þar sem efnahagshrun hafi síðar orðið raunin. Það er svipað því sem Lilja Mós- esdóttir nefnir að í Argentínu hafi jafnvel verið borgað með fyrirtækj- um sem voru einkavædd. Lands- bankinn hafi verið seldur Björ- gólfsfeðgum sem tóku síðan lán hjá Búnaðarbankanum sem nú falli á ríkið. Bætti Lilja því við að það hafi ef til vill verið lán okkar að einka- væðingin var ekki komin lengra á veg hérlendis. „Ókleifur hamar“ Skuldastaða er óljós, ekki síst með tilliti til óvissu í tengslum við Ice- 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 1.000 950 900 850 800 750 700 650 600 550 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 M ill ja rð ar Gjaldeyrisvaraforðinn Heimild: Skýrsla Seðlabankans til fjárlaganefndar vegna Icesave. Rauntölur og áætlanir. save-samningana. Marínó G. Njáls- son, sérfræðingur í stjórnun upplýs- ingaöryggis og rekstrarsamfellu og stjórnarmaður í Hagsmunasamtök- um heimilanna, er einn þeirra sem hafa reiknað út að það sé fyrirsjá- anlega ómögulegt fyrir landsmenn að standa undir skuldunum miðað við núverandi horfur. „Heildarþörf Íslands fyrir gjaldeyri næstu 20 árin vegna núverandi erlendra skulda er á bilinu 5.900-8.400 milljarðar. Styr- king gjaldeyrisforða þjóðarinnar upp á 690 milljarða með lánum AGS og nokkurra þjóða er bara dropi í hafið. Gjaldeyrisjöfnuður upp á 150 milljarða á ári vegur þyngra, en er samt engan veginn nóg. Hamarinn lítur út fyrir að vera ókleifur og því fyrr sem við viðurkennum það því fyrr verður hægt að fara að huga að lausnum,“ skrifaði hann. Sá möguleiki er raunhæfur að ógerlegt sé fyrir íslensku þjóðina að standa skil á erlendum lánum sem henni er gert að taka á sig. Líkt og Lilja Mósesdóttir bendir á hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið gagnrýndur fyrir að hafa hlaðið of miklum skuldabyrðum einkaaðila á þjóðir í Suður-Ameríku virðist það sama ætla að gerast á Íslandi. Fyr- irsjáanlega verður erfitt eða jafnvel ógerlegt fyrir Íslendinga að greiða meira en vexti og helstu afborganir. Það verða mikil viðbrigði fyrir þjóð sem var í hópi fimm ríkustu þjóða heims fyrir bankakreppuna sem reið yfir í október 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.