Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Glæsihýsi til sölu á 140 milljónir n 500 fermetra villa í Grímsnesi stendur ókláruð V ið Miðengi í Gríms­ nesi stendur einkar stórt glæsihýsi sem hefur verið til sölu síðan í sumar en á það eru settar hvorki meira né minna en 139 milljónir króna. Húsið er því líklega með þeim dýrustu sinnar tegundar hér á landi, sem og stærstu, en um er að ræða tæplega 500 fermetra sumarhús í eigu skógræktarfyrir­ tækisins B. Pálsson ehf. Byggingu hússins er þó hvergi nærri lokið en húsið stendur hálfautt og svo virð­ ist sem framkvæmdum hafi verið hætt skyndilega. Margt er óklárað Þrátt fyrir að þessi sex herbergja villa sé ókláruð eru hvorki meira né minna en 139 milljónir sett­ ar á hana. Hún er 494,2 fermetrar að stærð en lóðin sem húsið stendur á er alls rúmir 24 þús­ und fermetrar og er svæðinu lokað af með rafmagns­ hliði. Sumar húsið er á besta stað en það er staðsett við Mið­ engi í Grímsnesi og frá lóðinni er útsýni yfir Sogið. Bygging þess hófst árið 2008 en líkt og fyrr sagði er verkinu enn ekki lokið. Það verður því selt í því ástandi sem það er en samkvæmt lýsingu á húsinu er það á byggingarstigi fjögur og matsstigi fjögur og er að mestu leyti til­ búið til að verða spartlað að innan. Hitaveita og hiti í gólf­ um er til staðar en frágangur á rafmagni er eftir. Auk þess er frágangi hússins að utan sem og á lóðinni ólokið. „Ekkert að frétta“ Samkvæmt söluyfirliti sumar­ hússins er það skógræktar­ fyrirtækið B. Pálsson ehf. sem er þinglýstur eigandi þess. Skráður eigandi fyrirtækisins er kaupmað­ urinn og hrossabóndinn Gunnar B. Pálsson en Gunnar er vel auðugur maður sem meðal annars auðgaðist við sölu Pennans hf. árið 2005. „Það er ekkert að frétta þar,“ sagði Gunnar þegar blaðamaður spurði hann út í framkvæmdir á hús­ inu. Hann vildi lítið sem ekkert ræða um húsið eða ástæður þess að fram­ kvæmdum hefur verið hætt. „Ég veit eiginlega lítið um þetta mál … húsið er bara í sölu eins og stendur.“ Farið mikinn í landgræðslu Gunnar var eigandi og forstjóri Pennans í hátt í fjóra áratugi en fyrir­ tækið var rekið sem fjölskyldufyrirtæki frá stofnun þess árið 1932 og þar til Gunnar seldi það á sínum tíma. Um tíma sat hann í stjórn útgáfufélagsins Árvakurs en það var keypt af Þórsmörk ehf., félagi sem Gunnar er hluthafi í, árið 2009. Hann og eiginkona hans, Þór­ dís Alda Sigurðardóttir, eiga nú tré­ smiðju­ og innréttingafyrirtækið GKS ásamt Arnari Aðalsteinssyni auk þess sem þau hafa byggt upp og betrumbætt mörg hús í Skaga­ firði. Sjálf hafa Gunnar og frú búið að Dallandi í Mosfellsbæ frá árinu 1975 og stundað þar hrossarækt, trjárækt og uppgræðslu lands um margra áratuga skeið. Þau hafa far­ ið mikinn í landgræðslu og hlutu til að mynda Landgræðsluverðlaunin árið 2011 fyrir vel unnin störf á því sviði. n „Húsið er bara í sölu eins og stendur Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Glæsilegt Húsið er tæpir 500 fermetrar og kostar 139 milljónir króna. Óklárað Margt er ógert í húsinu, bæði að innan og utan. Autt og yfirgefið Húsið hefur staðið óklárað í allt sumar. Vildi ekki lifa 3 „Áður en ég fór inn á Vog þá var mér orðið alveg sama hvað yrði um mig. Ég var hættur að líta til beggja hliða þegar ég labbaði yfir götu. Ef það yrði keyrt á mig þá yrði ég bara annað hvort græn­ meti eða ég myndi bara drepast. Ég hafði engan vilja til að lifa.“ Svona lýsti Sigmundur Einar Jónsson því í DV á mánudag hvernig líf hans var áður en hann hætti í neyslu fyrir um þremur árum. Vinurinn varð leppur Karls 2 Móðurfélag Lyfja og heilsu á Íslandi fékk afskrifaða tæplega milljarðs króna skuld sína við selj­ anda lyfjaverslananna árið 2011. Þetta kom fram í DV á miðviku­ dag. Lyf og heilsa er í eigu Karls Wernerssonar, fyrrverandi eiganda fjárfestingarfélagsins Milestone. Skuldin sem var afskrifuð var við eignarhalds­ félagið Leiftra sem skráð er í skattaskjólinu Seychelles og var félagið í eigu Karls áður en skuldin var afskrifuð. Á grænni grein 1 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, lifir á eignum sínum eftir að hafa auðgast vel í kjölfar einkavæðingar ríkisfyrirtækja í upphafi aldarinn­ ar. Í DV á mánudag var greint frá því að Finnur eigi 520 milljónir króna inni í eignarhaldsfélagi sínu Fikti ehf. Fikt var fjár­ festingarfé­ lagið sem Finnur Ingólfsson notaði í verðbréfa­ viðskiptum sínum á ár­ unum fyrir hrunið á Ís­ landi. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni 07. 10. 2013 09. 10. 2013 07. 10. 2013 Mánudagur og þriðjudagur 7.–8. október 2013 113. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Viðtal „Eins og að fá í sig stóra nál“ n Risageitungur veldur usla Vildi ekki lifa lengur n Sigmundur Einar var fíkill n Með dóp á náttborðinu Finnur ingólFsson á grænni grein n Hann á 800 milljónir n Á 500 milljónir í Fiktin Tók 140 milljóna arð n Með 137 þúsund á mánuði slapp Frá hruninu 10 Náðu í ódýrt sjónvarpsefni Svona ferðu á Netflix 14 7 Segir doktors- nema hafa hótað sér lífláti Bjarni græðir á Akranesi Tölvufyrirtæki hagnast vel Aðjunkt hefur grun um ritstuld 3 8–9 Ofneysla D-vítamíns getur verið varasöm n Aukaverkanir verri en skortur n Best að fá D-vítamín úr fæðunni 18 6 miðvikudagur og fimmtudagur 9.–10. október 2013 114. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Dekkverk WWW.DEKKVERK.IS578 7474 OPIÐ ALLA DAGA frá 10–19 // ÓDýr ný Dekk // LYnGáS 20, GArÐABÆ n Karl Wernersson heldur Lyfjum og heilsu n Vinurinn fékk skatta-skjólsfélag hans n Fannst „betra“ að afskrifa ekki hjá sjálfum sér Vinurinn Varð leppur Karls milljarður afsKrifaður Úttekt Ásdís Rán í megrun„Ég heiti því að ganga á flatbotna skóm njósnað um n Rauði krossinn gerði athugasemd n Leynd yfir flóttamannaheimilum Öryggismyndavél í stofunni 6 23 Framsókn fékk húsið frá Ólafi Guðni og Halldór skrifuðu undir 3 Það borgar sig Varla að Vinna„Ég ætla þá bara að flytja Ódýrustu vetrardekkin Verðkönnun 14 2 8–9 flóttamenn í njarðVíK „Og þetta er gert í samstarfi við Íslandsbanka Áfram Vogur Þessa dagana stendur yfir lands- söfnun SÁÁ, Áfram Vogur, til styrktar Sjúkrahúsinu Vogi. Hægt er að leggja söfnuninni lið því með að hringja í síma- númerið 903-1001 fyrir 1.000 króna styrk, 903-1003 fyrir 3.000 króna styrk eða 903-1005 fyrir 5.000 króna styrk. „Ég hafði engan vilja til að lifa lengur“ Á ður en ég fór inn á Vog þá var mér orðið alveg sama hvað yrði um mig. Ég var hættur að líta til beggja hliða þegar ég labbaði yfir götu. Ef það yrði keyrt á mig þá yrði ég bara ann- að hvort grænmeti og fengi bætur eða ég myndi bara drepast. Ég hafði engan vilja til að lifa.“ Svona lýsir Sigmundur Einar Jónsson því hvernig líf hans var áður en hann hætti í neyslu fyrir um þremur árum. Sigmundur var kom- inn í dagneyslu á örvandi efnum, laug, stal og segist hafa enga siðferðiskennd haft. Honum var orðið sama um líf sitt, vissi ekkert hvert hann stefndi og hafði enga ánægju af því að vera til. Í dag, þremur árum seinna, segist hann eiga „ótrúlega fallegt líf“ eins og hann orðar það og vill segja sögu sína í þeirri von að veita einhverjum, sem kann að vera í sömu stöðu og hann var í fyrir þremur árum, von um betra líf. Lífið breyst mikið „Ef ég ætti að líkja lífi mínu í dag við hvernig það var þegar ég var í neyslu þá myndi ég segja að í dag ætti ég líf. Þetta var ekkert líf sem ég lifði,“ segir Sigmundur og fær sér sopa af vatni. Við erum stödd á Kaffi Mílanó í Faxa- feni í hádegi á föstudegi. Það eru fáir inni á staðnum en talsverður erill fyrir utan. Sigmundur fékk að skreppa úr vinnunni í hádegishléi sínu til þess að mæta í viðtalið. „Ég er svo hepp- inn í dag að vera í vinnu þar sem mér er treyst og er traustsins verður,“ segir hann og stoltið leynir sér ekki í röddinni. Hann segist vera kominn langan veg á þessum tæpum þremur árum síðan hann sneri baki við neysl- unni. Í dag vinnur hann í Kjöthöllinni, er í stjórn Ung SÁÁ og á litla dóttur. „Það hefði ekki einu sinni verið hægt að treysta mér fyrir steini þegar ég var í neyslu – ég hefði stolið honum,“ segir hann með stríðnisglott á vörum en er samt full alvara. Upplifði frelsi með áfengi Sigmundur líkt og svo margir aðrir byrjaði að drekka með skólafélögun- um þegar hann byrjaði í menntaskóla en fram að því hafði fótboltinn átt hug hans allan. „Ég var mjög efnilegur í fótbolta þótt ég segi sjálfur frá og átti alveg framtíðina fyrir mér í boltan- um hérna heima,“ segir hann. „Síðan axlarbrotnaði ég og eftir það hætti ég.“ Sigmundur varð fyrir einelti í grunnskóla af hendi nokkurra skóla- félaga sem stöðugt hrelldu hann. „Þeir réðust á mig og ég lenti í frels- issviptingu. Ég var stöðugt hrædd- ur við þá. Ég upplifði ofsalega mikinn kvíða við að fara í skólann,“ segir hann en hræðsluna losnaði hann við þegar hann kynntist áfengi. „Ég upplifði ákveðið frelsi og þá hurfu allar þessar áhyggjur,“ segir hann. Varð fljótlega vandamál Fyrst um sinn var drykkjan saklaus en hann segir þó að eftir á hafi mátt sjá að fljótlega hafi þetta orðið vandamál. „Ég fór fljótlega að drekka fimmtudag, föstudag og laugardag. En aldrei með sama hópnum.“ Námið sat á hakanum hjá hon- um en hann mætti þó alltaf í skól- ann. „Mamma skutlaði mér í skólann á hverjum morgni en ég fór upp í sófa sem var þarna og svaf þar til hádegis og mætti svo í tíma eftir hádegi,“ seg- ir hann og hristir höfuðið. „Ég sýndi náminu engan áhuga og náði engum prófum.“ Líf hans fór fljótlega að snú- ast um djammið en þó vann hann alltaf með. „En helgarnar lengdust alltaf,“ segir hann. „Vá, hvað ég ætla að gera þetta aftur“ Sigmundur fann fljótt fyrir því að áfengi hefði slæm áhrif á hann. „Ég var farinn að fara í „blakkát“ og mundi ekki neitt eftir að hafa drukkið visst mikið. Var ælandi og gersamlega bú- inn oft og mundi ekkert daginn eftir. Þetta var alveg hætt að vera skemmti- legt.“ Hann segist þó ekki hafa íhugað að hætta að drekka en tók því feg- ins hendi þegar honum voru boð- in örvandi fíkniefni. „Ég prófaði fyrst örvandi efni á Broadway árið 2007. Þegar ég kynnist örvandi efnum þá opnaðist allt annar heimur fyrir mér. Ég hætti að lenda í „blakkáti“ og fór að verða meðvitaður um það sem ég var að gera,“ segir hann. „ Þetta fyrsta kvöld, sem ég prófaði örvandi efni, fékk ég mér fyrst amfetamín, síðan kókaín, síðan einhverjar töflur og svo einhverjar aðrar töflur. Mér var í raun- inni alveg sama. Ég man eftir því að morguninn eftir hugsaði ég: Vá hvað ég ætlað að gera þetta aftur – þetta var geðveikt.“ Fór fljótlega úr böndunum Fljótlega fór neyslan að fara úr böndunum. „Þegar maður er í sam- blandi af áfengi og öðrum efnum þá er maður fljótur að keyra sig niður. Fyrst um sinn var ég ekki mikið í þessu á virkum dögum en fljótlega voru helg- arnar hjá mér orðnar að fjórum dög- um. Hina dagana var ég bara búinn á því. Niðurtúrinn af þessu er alveg ömur legur.“ Sigmundur segist þó hafa haldist í vinnu mestan part síns neysluferils. „Ég var meira að segja í tveimur störf- um á tímabili. Vann á bensínstöð á daginn og oft fram á kvöld. Síðan var ég líka að vinna á bar og fór þangað eftir vinnu, vann um nóttina og svo aftur að vinna á bensínstöðinni strax daginn eftir.“ „Eina sem komst að var ég“ Þegar þarna var komið sögu segist hann hafa verið orðinn óheiðarlegur gagnvart nánast öllum í kringum sig. „Ég var óheiðarlegur gagnvart þeim kærustum sem ég átti á þessum tíma, braut þær niður og kom mjög illa fram við þær,“ segir hann. Fjölskylda hans hafði einnig miklar áhyggjur af hon- um en hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því. „Eina sem komst að var ég. Þetta er sjúkdómur eigingirninnar og maður sér ekkert nema sjálfan sig og það að redda sér næsta skammti.“ Sigmundur segist hafa verið gjör- samlega blindur á það hvað hann gerði öðrum með hegðun sinni. „Ég sá það ekki. Ég sá bara sjálfan mig og hvað ég átti bágt.“ Hann nefnir sorglegt dæmi hvað það varðar. Móðir hans greindist með krabbamein og hún ásamt eldri systur Sigmundar komu á bensínstöð- ina til hans til þess að greina honum frá því. „Og ég man ég hugsaði strax: aumingja ég. Aumingja ég að eiga mömmu með krabbamein, ég var ekkert að spá í því hvernig henni liði,“ segir hann og augljóslega má greina eftirsjá í röddinni. Missti af jarðarför afa síns Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á þá hafi hann enga stjórn haft á neinu. „Ég man eftir einu skipti þegar ég var að vinna á barnum og fékk að fara fyrr heim af vakt vegna þess að ég átti að mæta í jarðarför afa míns daginn eftir. Ég átti að vakna um morguninn og taka rútu út á land til þess að vera viðstaddur jarðarförina. Ég kláraði að vinna og ætlaði að halda mér edrú því ég ætlaði mér að fara í jarðarförina. Síðan labba ég framhjá Nasa og sé að þar er fólk að skemmta sér. Það þurfti ekki meira fyrir mig en að sjá glitta í flösku. Í stuttu máli end- aði þetta þannig að ég datt í það og missti af jarðarför afa míns.“ Hann segist hafa verið vonsvikinn með sjálfan sig fyrir að hafa misst af jarðarförinni. „Ég var svo fúll út í sjálf- an mig að ég keyrði mig á kaf í neyslu næstu þrjár vikurnar til þess að ég þyrfti ekki að takast á við þetta. En auðvitað kom að því á endanum að ég þurfti að gera þetta upp,“ segir hann. „Á þessum tíma hugsaði ég samt ekkert út í neinar afleiðingar – siðferðið var alveg horfið.“ Stal til að fjármagna neysluna Sigmundur keyrði sig áfram út í neyslu á örvandi efnum og var svo komið að neyslan var orðin dagleg. Til þess að fjármagna neysluna stal hann. „Ég braust inn hjá vinum og kunningjum mínum. Mér var alveg sama, ég þurfti bara að eiga fyrir efnunum. Fjölskylda mín þurfti að þola þetta líka. Ég fór heim til þeirra og tók það sem mig vantaði. Einu sinni kom ég með leigu- bíl heim til þeirra, fór inn og náði í kort litla bróður míns til þess að borga bíl- inn, fór svo og settist hjá mömmu sem var sofandi í sófanum og tók pening úr veskinu hennar. Beint við hliðina á henni. Og mér var alveg sama. Innst inni vissi ég að þetta var rangt en eig- ingirnin var svo mikil,“ segir hann. Vildi alltaf meira Hann hélt þó áfram að vinna á bensín stöðinni en það kom svo að því að hann var rekinn vegna þess að hann varð uppvís að þjófnaði. „Þá hugsaði ég að nú myndi ég þá bara fara á bætur og hefði þá meiri tíma til að selja dóp,“ segir hann. „En ég er alveg ömurlegur dópsali, sá allra versti,“ segir hann og skellir upp úr. „Ef ég fékk til dæmis 10 skammta til að selja og vissi að ég þyrfti að selja allavega fimm til þess að eiga fyr- ir mínu efni þá notaði ég samt bara allt. Þannig að ég var farinn að nota kannski 10 skammta á kvöldi,“ segir Sigmundur. „Ef ég hefði átt að segja hvað hefði verið mitt fíkniefni þá var það bara meira. Ég þurfti bara alltaf meira, sama hvað það var,“ segir hann og heldur áfram. „Og það gekk ekki vel þegar maður var að selja dóp.“ n Sigmundur Einar öðlaðist líf eftir að hafa hætt í neyslu n Stal af fjölskyldu og vinum 8 Fréttir 7. október 2013 Mánudagur „Ef ég hefði átt að segja hvað hefði verið mitt fíkniefni þá var það bara meira. Ég þurfti bara alltaf meira, sama hvað það var. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Mér leið ekki vel undir áhrifum og mér leið ekki heldur vel edrú Óvæntur gullmoli Hér er Sigmundur með dóttur sinni sem kom óvænt inn í líf hans þegar hún var eins og hálfs árs. Fréttir 9 Mánudagur 7. október 2013 „Fíkniefnin sviku mig“ Þarna var neyslan orðin mjög hörð. „Mánuðurinn hjá mér var kannski fjórar nætur og fjórir dagar. Ég var oft vakandi vikum saman og því fylgdi mikil geðveiki. Ég sá stundum fólk sem var ekki á staðnum og ýmislegt þannig. Ég var líka hættur að borða, orðin fjörutíu og eitthvað kíló sem er mjög lítið því ég er 190 á hæð. Ég var að detta í sundur og orðinn grár á lit­ inn.“ Smá saman fór að renna upp fyrir honum að hann héldi þetta ekki út til lengdar. „Fljótlega eftir að ég missti vinnuna missti ég íbúðina. Ég var far­ inn að nota alveg ógeðslega mikið magn af fíkniefnum og allt í einu fannst mér þetta ekki vera að virka lengur. Fíkniefnin sviku mig. Ég var hættur að geta funkerað. Ég var farinn að lenda í ógeðslegri vanlíðan. Ég var kominn á þann stað í rauninni að mér fannst ég ekki vera að stefna neitt. Mér leið ekki vel undir áhrifum og mér leið ekki heldur vel edrú. Mig langaði að langa til að hætta en lang­ aði það samt ekki. Ég hélt að ef ég yrði edrú yrðu allir dagar eins og mánu­ dagar,“ segir hann. Óheiðarlegur í meðferð Sigmundur fékk að vera hjá foreldr­ um sínum þótt hann væri ekki beint velkominn þar. „Þau vildu ekki beint að ég væri þarna því ég var alltaf undir áhrifum. Ég svaf með fíkniefni í nátt­ borðsskúffunni hjá mér og fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að fá mér eiturlyf, meira segja áður en ég burstaði tennurnar.“ Á þessum tíma var hann gjörsam­ lega kominn með nóg en vissi samt ekki almennilega hvað hann vildi gera. „Ég var svo fyrir einhvers konar vakningu, mig langaði þetta ekki leng­ ur. Ég sat heima hjá foreldrum mín­ um og skoðaði SÁÁ síðuna í tvo daga og las þar allt. Ég vildi gera eitthvað en hafði ekki kjarkinn. Eftir tvo daga bað ég systur mín að panta fyrir mig með­ ferð.“ Hann fór inn á Vog og kynntist þar fólki sem hann fann samleið með. „Ég kynntist frábærum strákum þar sem voru allir með það eina markmið að verða edrú. Þeir voru allir komn­ ir með nóg. Ég var á Vogi í 10 daga en hélt áfram að vera óheiðarlegur og eigingjarn, hraðlyginn. Þetta var svona krónískur óheiðarleiki hjá mér.“ Fjóra daga að fara á sama stað Eftir að hann kom út af Vogi hélt hann áfram í framhaldsmeðferð. Hann var samt ekki sáttur og leið ekki vel. „Mið­ vikudaginn 11. nóvember ákvað ég að byrja drekka aftur en var samt enn í meðferð. Ég fór heim til bestu vin­ konu minnar, sá að hún var að drekka og sá ekkert að því að ég drykki líka. Mér fannst þarna að áfengi hefði aldrei verið vandamál fyrir mig.“ Daginn eftir ákvað hann aftur að fá sér í glas. „Það var á fimmtudegi og ég ákvað að fara á Hverfisbarinn og fá mér fimm í fötu. Ég keypti mér tvær fötur. Á föstudeginum fór ég í Ríkið og keypti kassa af bjór, og amfetamín. Á laugardeginum þá var ég aftur farinn að selja dóp. Það tók mig fjóra daga að keyra mig á nákvæmlega sama stað og ég hafði verið áður. Ég vakn­ aði upp á sunnudeginum og var hent út úr íbúð hjá einhverri stelpu sem ég hafði verið hjá. Ég var innistæðulaus með batterís lausan síma og engan pening. Eina sem ég hafði var lykill að húsi foreldra minna. Ég labbaði heim til þeirra upp í Grafarvog og ákvað að verða edrú aftur. Frá því er þetta edrú­ dagurinn minn – 14. nóvember 2010,“ segir hann. „Þarna gafst ég bara upp fyrir mínum hugmyndum og mínum skoðunum um það hvernig ég ætlaði að verða edrú,“ segir hann. Mikil vinna Á mánudeginum tók hann sig á. Hafði samband við strákana sem höfðu ver­ ið með honum í meðferð og voru að koma frá sinni eftirmeðferð. „Þarna sætti ég mig við þá staðreynd að ég gæti ekki drukkið,“ segir hann. Við tók mikil vinna. Hann þurfti að biðja marga afsökunar á því hvernig hann hefði komið fram en fyrst og fremst að finna sálarró hjá sjálfum sér. Geta lifað með því sem hann hafði gert og orðið betri maður. „Ég hengdi mig svolítið á þessa stráka og fer að gera það sem þeir eru að gera og er að virka fyrir þá. Ég fór að taka til í hausnum á mér. Losaði mig við gremjuna, gerði upp óheiðarleik­ ann og sá að öll mín gremja var sköp­ uð af sjálfum mér. Ég sá að það var ég sem skapaði mér sjálfum alla þessa vanlíðan. Það kom líka ýmislegt í ljós. Ég hélt að foreldrum mínum væri drullusama, hugsaði það alltaf með­ an ég var í neyslu. En sá svo að það var ég sem hafði sett þau öll í andlegt fangelsi meðan á minni neyslu stóð. Mamma mín svaf stundum ekki heilu næturnar því hún óttaðist um mig. Ég hugsaði ekki út í það, hélt bara að hún væri alltaf farinn að sofa um miðnætti og hefði það bara gott. Ég var bara að drepa þau að innan og gerði mér ekki grein fyrir því. Það eina sem komst að var ég sjálfur – ég var svo ógeðslega eigingjarn og sjálfselskur.“ Eignaðist óvænt dóttur Sigmundur segist afskaplega þakk­ látur fyrir að hafa fengið að segja skil­ ið við neysluna. „Ég öðlaðist líf þegar ég hætti í neyslu. Ég byrjaði að lifa,“ segir hann. Sigmundur segir að þetta hafi þó ekki allt verið dans á rósum. Það hafi tekið tíma að komast á þann stað sem hann er í dag og hann hafi á stundum verið við það að gefast upp. „Það var á tímabili sem mér fannst líf mitt ekki vera stefna neitt þó ég væri ekki að drekka. Ég var í vinnu og svona en vissi samt ekkert almennilega hvert ég stefndi. Ég bað minn æðri mátt að sýna mér framtíðina.“ Hann bjóst þó alls ekki við því að svarið fengist jafn fljótt og raun bar vitni. „Daginn eftir fékk ég stefnu senda heim. Þá þurfti að feðra barn sem fæddist í maí 2011 og það kom til greina að ég væri pabb­ inn. Ég mætti fyrir dóm og var dæmd­ ur í DNA­próf sem ég fór í og ég á litla dóttur í dag,“ segir hann og ljómar þegar talið berst að sólargeislanum í lífi hans. Glaðasti maður í heimi að borga meðlög „Ég trúi því bara að hefði ég vitað þetta þegar ég var nýkominn úr með­ ferð þá væri ég ekki edrú í dag. Hún kom bara akkúrat inn í líf mitt á þeim tíma sem ég var tilbúinn. Ég kynntist henni þegar hún var eins og hálfs árs. Margir hafa spurt mig hvort ég sé ekki fúll að hafa misst úr þetta eina og hálfa ár. Jú, en ég get engu breytt og ég þarf að borga barnameðlag eitt og hálft ár aftur í tímann en mér er alveg sama. Ég er örugglega glaðasti maður í heimi að borga meðlag. Ég hélt fyrst að þetta yrði erfitt en ég hef verið leiddur í gegnum þetta allt saman. Hún er bara algjör guðsgjöf. Besta stelpa sem ég veit um.“ Fær að vera faðir dóttur sinnar Sigmundur er eins og áður sagði í stjórn Ung SÁÁ og segir það hafa hjálpað sér mikið að vera í sam­ bandi við fólk á sínum aldri. Ung SÁÁ stendur fyrir alls kyns uppákomum sem ætlaðar eru ungu edrú fólki. „Þar hef ég eignast mikið af mínum bestu vinum. Við gerum alls konar hluti saman. Fórum til dæmis að smala um daginn og það er eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég hefði verið að gera þegar ég var í neyslu,“ segir hann og skellir upp úr. „Þarna kynntist ég fjölda fólks sem var að gera upp sömu hluti. Þau voru að tala um það sama, að taka til í rúst­ um fortíðar. Að hafa trú á sjálfum sér. Ég hafði enga trú á sjálfum mér. Ég fór að trúa á eitthvað æðra mér og fer síð­ an að bera þetta áfram að öðlast það sem ég hef fengið,“ segir hann fullur þakklætis. „Allt sem þarf er löngun“ Sigmundir segist fyrst og fremst þakk­ látur fyrir það að hafa fengið tækifæri til þess að öðlast líf á ný. „Ég er virki­ lega þakklátur. Ég fæ að vera pabbi dóttur minnar, ég fæ að vera sonur foreldra minna og bróðir systkina minna. Þetta er eitthvað sem ég ætla að gera alla ævi, mig langar ekki aftur í þennan pakka. Ég veit það getur verið rosalega stutt í fall ef ég hætti að vera á varðbergi og hætti að gera hluti sem gera mig edrú.“ Við fólk sem er í sömu sporum og hann var í fyrir um þremur árum vill hann segja: „Það er allt hægt og það er alltaf von. Það þarf engum að líða svona ömurlega og það geta þetta all­ ir. Allt sem þarf er löngun til þess að vilja hætta.“ n „ Í stuttu máli end- aði þetta þannig að ég datt í það og missti af jarðarför afa míns. Ung SÁÁ Ung Sáá eru ungmennasamtök á vegum SÁÁ sem voru stofnuð í kringum aldamótin með það að marki að vera félagsskapur ungs fólks hefur náð bata við alkóhólisma og er að feta sig áfram í edrúlífinu. Megintilgangur samtakanna er að stuðla að edrú félagslífi fyrir ungt fólk að 35 ára aldri. Stjórn samtakanna sér um að skipuleggja og halda viðburði að minnsta kosti einu sinni í mánuði. „Við hjálpum ungu fólki að fóta sig í edrúmennskunni. Markmið Ung SÁÁ er að stækka hópinn og láta sem flesta vita að það sé hægt að skemmta sér edrú,“ segir Sigmundur um samtökin en hann er í stjórn þeirra. Fundir á vegum Ung SÁÁ eru haldnir reglulega auk hinna ýmsu viðburða svo sem skíðaferða og bíóferða svo eitthvað sé nefnt. Ung SÁÁ reyna að virkja ungt fólk til þess að mæta á viðburði sem samtökin halda og taka þátt í starfinu. Hægt er að fylgjast með Ung SÁÁ á Facebook, með e-mail (ungsaa@gmail.com) eða uppi í Von, Efstaleiti 7, í síma: 530-7600. Sáttur Sigmundur er sáttur við líf sitt í dag. Hefur skilið við neysluna á og á „fallegt líf“ að eigin sögn. Mynd SiGtryGGur Ari Konan dæmd Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu til þrjátíu daga skilorðs­ bundinnar fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn valdstjórninni. Var konan ákærð fyrir að hafa aðfara­ nótt sunnudagsins 7. júlí í sumar hrækt inn um opinn hliðarglugga lögreglubifreiðar ökumanns megin og á lögreglumanninn Kristján Örn Kristjánsson sem var við skyldustörf og sat í ökumanns­ sæti. Hafnaði hrákinn í andliti og á líkama lögreglumannsins. Atvikið átti sér stað á Lauga­ vegi við Vegamótastíg í Reykja­ vík og vakti mikla athygli í sumar þegar myndband af atvikinu var birt á samfélagsmiðlinum Face­ book. Lögreglumaðurinn hefur einnig verið ákærður af ríkissak­ sóknara fyrir aðfarir við handtöku á konunni sem þóttu harkalegar og er hann sakaður um að hafa farið offari. Í dómi Héraðsdóms Reykja­ víkur kemur fram að konan játaði greiðlega að hafa hrækt á lögreglu­ manninn og hafði það áhrif á ákvörðun refsingar. Lögreglumaðurinn bíður nú niðurstöðu dómara vegna þess sem gerðist í kjölfar hrákans. Vill efsta sætið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæk­ ist eftir að leiða lista Sjálfstæðis­ flokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri þann 16. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. „Ég er í stjórnmálum af hugsjón og skóla­ málin eru forgangsmál. Helsta verkefnið í dag er að bæta skóla­ kerfið,“ er haft eftir Þorbjörgu, sem hefur unnið að borgarmálum í átta ár. „Ég vil lifandi og heilbrigða borg sem er full af valkostum í húsnæðismálum, samgöngukost­ um og skólamálum.“ Þorbjörg verður á Beinni línu á DV.is í dag, föstudag, klukkan 11. 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.