Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Stöð 2 reyndi að klekkja á Stórveldinu n Ætluðu að sniðganga þátttöku Stórveldisins við hugmyndavinnslu S tjórnendur Stöðvar 2 reyndu ítrekað að fara á bak við framleiðslufyrirtæk- ið Stórveldið fyrir skömmu með því að nýta sér hug- myndir þess. Þetta herma heim- ildir DV. Stórveldið hafði í tvígang samband við Stöð 2 með það fyr- ir augum að kynna fyrir stöðinni hugmynd að tveimur sjónvarps- þáttum. Í kjölfarið hafði Stöð 2 hins vegar beint samband við þá aðila sem Stórveldið hugðist vinna með í framleiðsluferlinu og spurði hvort viðkomandi aðilar vildu ekki frekar vinna þættina með Stöð 2 og án að- komu Stórveldisins. Þetta var sem sagt eftir að Stórveldið hafði kom- ið til Stöðvar 2 með hugmyndir að efninu. Hvorugur lét undan Einn af heimildarmönnum DV úr viðskiptalífinu, sem þekkir vel til málsins, segir: „Svo hringdi Stöð 2 beint í annan þessara aðila og sagði: Við viljum framleiða þetta beint með ykkur.“ Fyrirtækið er sagt hafa brugðist við beiðni Stöðvar 2 með því að segja sjónvarpsstöðinni að fyrirtækið vildi vinna að þáttun- um með Stórveldinu. Í hvorugu til- fellinu varð stjórnendum Stöðvar 2 því ágengt. „Þetta eru mjög óeðlilegir við- skiptahættir,“ segir einn af heim- ildarmönnum DV innan úr við- skiptalífinu en sagan um þetta hátterni Stöðvar 2 hefur farið víða síðustu daga. Frásögnin um vinnu- brögð Stöðvar 2 í málunum þykir lýsa nokkurri örvæntingu hjá Stöð 2 þar sem reynt er að fara á bak við framleiðslufyrirtæki sjónvarpsefnis sem unnið hefur hugmyndavinnu og kynnt hana fyrir stöðinni. Með því að forðast aðkomu framleiðslu- fyrirtækisins að slíku sjónvarpsefni gæti Stöð 2 sparað sér fjármuni með því að framleiða efni annarra sjálf. Þá heyrist sá kvittur að fram- leiðslufyrirtækið Saga Film sé einnig biturt út í Stöð 2 af sams kon- ar ástæðum og hér er lýst í tilfelli Stórveldisins. Neitar að tjá sig Stórveldið er í eigu Huga Jens Hall- dórssonar, Sigmars Vilhjálmsson- ar og Jóhannesar Ásbjörnsson- ar. Sigmar og Jóhannes eru yfirleitt kallaðir Simmi og Jói en þeir eiga meðal annars veitingastaðinn Hamborgarafabrikkuna. Hugi á sextíu prósent í fyrir tækinu, Sigmar 30 prósent og Jóhannes 10 prósent. Simmi og Jói unnu um langt árabil hjá 365, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Aðspurður hvort heimildir DV um viðskiptahætti Stöðvar 2 gagn- vart stórveldinu séu réttar neitar Sigmar Vilhjálmsson, sem jafnframt er stjórnarformaður Stórveldisins, að tjá sig um málið. Það eina sem hann vill segja er: „Ég á í góðum samskiptum við 365, og hef átt lengi, og vonandi mun ég eiga þau samskipti áfram.“ Þrátt fyrir að Sigmar vilji ekki tjá sig um málið þá eru heimildir DV fyrir þessum vinnubrögð- um Stöðvar 2 gagnvart fyrir tækinu traustar. Hér kann að spila inn í að Sigmar vilji ekki tjá sig með neikvæðum hætti um Stöð 2 op- inberlega þar sem Stórveldið er jú að framleiða efni fyrir stöðina. Stórveldið hefur verið að ráða til sín nokkra nýja starfs- menn á síð- ustu vikum og er ljóst að fram- leiðslufyrirtækið ætlar sér stóra hluti. Einn þeirra sem hefur verið ráðinn er Pétur Jóhann Sigfússon leikari, sem áður starfaði á Stöð 2 um árabil. Reyndu að kaupa Stöð 2 Þeir Simmi og Jói voru í fyrra bendl aðir við hugsanleg kaup á fjöl- miðlafyrir- tækinu 365 sem meðal annars á og rekur Stöð 2. Greint var frá þessum áhuga þeirra í DV í fyrra. Ari Ed- wald, for- stjóri 365, hefur gefið það út að fjölmiðla- fyrirtækið sé til sölu fyrir „rétt verð“ og fyrir liggur að söluvilji er fyr- ir hendi hjá eiganda fyrirtækisins, Ingibjörgu Pálmadóttur, og eigin- manni hennar, Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni. Vitað er að sex milljarða króna tilboð hefur borist í fyrirtækið en því var hafnað. Þetta verð er þó talið vera miklu hærra en raunveru- legt verðmæti fyrir- tækisins. Þeir Simmi og Jói hafa sjálfir ekki fjárhagslegt bolmagn til slíkra milljarðavið- skipta en með einhverj- um fjárfestum, eins og til dæmis Skúla Sigfússyni í „Þetta eru mjög óeðlilegir við- skiptahættir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hefja sjónvarpssýningar Stórveldi Sigmars Vilhjálms- sonar og Jóhannesar Ásbjörns- Íslensk ungmenni vinna mest Miklu munar á atvinnuþátttöku ungs fólks á Norðurlöndunum. Á Íslandi vinna 52 prósent ungmenna á aldrinum 15 til 19 ára, í Dan- mörku um 44 prósent, 35 prósent í Noregi, 24 prósent í Finnlandi en í Svíþjóð aðeins 16 prósent. Vinnu- aðstæður ungs fólks eru til umfjöll- unar í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden sem fjallar um vinnumál á Norðurlöndunum. Í blaðinu er sagt frá nýrri skýr slu um vinnuað- stæður ungs fólks. Mörg ungmenni eru í láglaunastörfum sem krefj- ast engrar skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar og vinnutíminn er gjarna óreglulegur segja skýrslu- höfundar. Oft er þetta ungt fólk sem vinnur með námi en einnig ung- menni sem hafa hætt skólagöngu snemma. Í skýrslunni kemur með- al annars fram að ungt fólk er lík- legra til að lenda í vinnuslysum en fullorðnir, þótt minni líkur séu á dauðaslysum við störf hjá ungu fólki. Bent er á að sífellt fjölgi í hópi ungs fólks á aldrinum 15 til 19 ára sem vinnur hlutastörf og það eigi einkum við um stúlkur sem í vax- andi mæli sinni afgreiðslustörfum sem eldri konur unnu áður. Fjölg- un hlutastarfa virðast hafa neikvæð áhrif á vinnuumhverfi ungs fólks. Fólk í hlutastörfum fái minni hand- leiðslu við upphaf starfs og minni fræðslu varðandi öryggismál, verk- lag og fleiri þætti sem snúa að ör- yggi og heilsu. Einnig er bent á að vinnutími fólks í hlutastörfum sé gjarna utan dagvinnutíma og því fáir ef nokkrir starfsmenn með reynslu á staðnum til að veita unga fólkinu stuðning og leiðsögn. Fundaði með Füle Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, hélt ræðu fyrir þing- flokk jafnaðarmanna á Evrópu- þingi í Strassborg síðastliðinn þriðjudag. Í henni lagði hann áherslu á að koma þurfi bönd- um á fjármálakerfið. Hann sagði að jafnaðarmenn þurfi að vera í fararbroddi við að búa til nýjar leikreglur fyrir kerfið. Samkvæmt Árna Páli felst það í því að koma í veg fyrir siðlausar lánveitingar og fjármálaleg skattaskjól sem og að tryggja að lánveitendur axli byrðar af ábyrgðarlausum lánveitingum. Árni Páll fundaði í Strassborg með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, sem sagðist við Árna Pál vera sann- færður um að Evrópusambandið gæti mætt öllum hagsmunum Ís- lands í aðildarviðræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.