Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 11.–13. október 2013 „Kannski þetta sé baktería“ n Alma er nýtt andlit á skjánum n Dóttir Ómars Ragnarssonar Í tilfinninga- rússíbana Týndur köttur hefur leikið starfs­ menn JPV bókaútgáfu grátt. Randver, sem er í gamni sagður stjórnarformaður útgáfunnar fór á flandur og leitaði ævintýra fjarri heimahögum á Bræðraborgar­ stíg. Starfsmenn gátu ekki á sér heilum tekið og leituðu að Rand­ veri um allan bæ. En nú er hann fundinn. „Randver, stjórnarformað­ ur, er fundinn. Við höfum verið bænheyrð. Við Guðrún vorum að borða á Gló á Klapparstíg og þegar við komum út mjálmaði kötturinn hinum megin á gang­ stéttinni og það reyndist Randver fjarri heimahögum. Ég er í til­ finningarússíbana,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi og má reikna með að nú sé jóla­ bókaflóðinu ofan af Bræðra­ borgarstíg borgið. A lma Ómarsdóttir er nýtt andlit í fréttum RÚV. Hún vekur athygli fyrir skelegga framkomu og ítarlegar frétt­ ir. Ef einhverjir landsmenn rýna í svipinn og þykjast sjá þar eitt­ hvað kunnuglegt þá er það ekkert skrýtið því faðir hennar er enginn annar en Ómar Ragnarsson. Alma segist ekki hafa fengið inn­ rætingu frá föður sínum, þvert á móti latti hann börn sín til þess að leita sér frama í fjölmiðlum. „Pabbi er hæst­ ánægður með þetta. Áður en ég fór sjálf af stað fór því fjarri að hann hvetti mig til að fara þessa leið. Það breytt­ ist þegar ég ákvað sjálf að leggja stund á nám í blaðamennsku og vildi hafa atvinnu af því. Hann er jákvæður og styður mig í því sem ég er að gera, sér­ staklega af því að hann veit að þetta er komið frá mér.“ Lifandi umræða á heimilinu Alma fékk stuttu eftir útskrift sína sumarstarf á fréttastofu RÚV og held­ ur áfram í vetur í afleysingum. Hún starfaði áður sem kennari og hefur fullan hug á að halda áfram í blaða­ mennsku. „Þeir voru kannski ekki nægilega margir sem ég náði til þegar ég var kennari,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég hef alltaf verið haldin sann­ leiksást og haft þörf fyrir að koma upp­ lýsingum á framfæri. Ég trúi að það sé eitthvað sem ég hafi fæðst með og sé mér eiginlegt, en á sama tíma var mik­ il og lifandi umræða á heimilinu og ég tamdi mér þess vegna snemma gagn­ rýna hugsun.“ Spennandi starf Hún segir andann á RÚV góðan. Eldri systir hennar, Lára, er vaktstjóri á fréttastofunni. „Það hefur gerst að hún hefur ver­ ið vaktstjóri á minni fréttavakt. En það hefur ekki verið neitt tiltökumál. Ég er yngri en hún og vön því að láta stjórna mér.“ Alma er yngst sjö systkina og þau eru þrjú sem starfa við fjölmiðla. Hún sjálf, Lára og Þorfinnur. „Kannski þetta sé baktería, en ég er sífellt að hugsa um starfið, fylgj­ ast með fréttum og finnst ég þurfa að leggja eitthvað af mörkum. Mér finnst starfið spennandi og þótt dagurinn sé stundum langur þá er ég oftast hissa á því hvað klukkan er orðin margt þegar honum lýkur.“ Lærði mest á næturvöktum Alma segir vel tekið á móti nýgræðing­ um í fréttamennsku á RÚV. Stuttu eft­ ir að hún hóf störf lenti hún á erfiðri næturvakt þar sem reyndi verulega á hana. „Okkur var mjög vel tekið og ég fékk að ganga í flest störf og reyna. Mest lærði ég á næturvöktum. Þá sá ég um fréttatímann á klukkutíma fresti og um að uppfæra vefinn, það var ótrúlega góð reynsla. Bæði að tala í út­ varpið og styðjast við eigið fréttamat. Á einni af mínum fyrstu vöktum­ var gerð hryðjuverkaárás í Boston. Þá hentist ég inn í hringiðuna og allt þurfti að gerast hratt en á sama tíma var áherslan lögð á áreiðanleikann. Ég lærði mikið á þessari einu vakt sem ég bý að seinna meir.“ Leiksoppar í pólitískri orðræðu Alma útskrifaðist með meistaragráðu í blaða­ og fréttamennsku síðastliðið vor og í lokaverkefni sínu rannsakaði hún fjölmiðlaumfjöllun um íslenskar stúlkur og samband þeirra við er­ lenda hermenn á tímum hernámsins í Reykjavík. Stúlkurnar voru gjarnan nefndar „ástandsstúlkur“ og rannsakaði Alma hvort hallað hafi á konur í umfjöllun fjölmiðla. „Ég greindi fjölmiðlaumfjöllun þessara ára út frá orðræðunni, hvort hún væri hlutlaus eða fordómafull og komst að því að stúlkurnar voru leiksoppar í pólitískri orðræðu karl­ anna þar sem útgangspunkturinn var hernám, áfengisbann og ýmislegt annað.“ Konur sviptar sjálfræði Hluti af lokaverkefninu er að vinna heimildamynd byggða á verkefninu. „Heimildamyndin fjallar um stúlk­ ur sem yfirvöld voru að taka á vegna ástandsins og byggist á gömlum gögnum og lögregluskýrslum sem ég fékk afhent. Ég ræddi ekki við þær konur sem fjallað er um í skýrslunum því við af­ hendingu gagnanna skrifaði ég undir þagnareið.“ Alma segir gögn og skýrslur lýsa þeim veruleika sem ástandsstúlkurn­ ar hafi búið við. „Lögum var breytt, það voru sett á neyðarlög þar sem lögaldur var hækkaður úr16 árum í 21 ár. Þau neyðarlög giltu í nokkra mánuði þar til lögaldur lækkaði í 18 ár. Ungar konur sem höfðu áður not­ ið frelsis á við fullorðna lifðu þá við hömlur eins og börn og máttu til að mynda ekki vera lengi úti á kvöldin. Það sama gilti um stráka, en að­ eins að nafninu til. Það var ekki far­ ið í neinar aðgerðir gegn þeim. Lög­ reglan fór til dæmis á böllin og það voru aðeins stúlkur sem voru teknar í yfirheyrslu af ungmennaeftirlitinu. Í gögnum ungmennaeftirlitsins kemur fram að þar var einungis lögð áhersla á að ná stúlkunum..“ Alma segist halda að þessi hluti Íslandssögunnar sem hefur að gera með réttindi kvenna á hernámstím­ anum sé mörgum hulinn. „Afskipti yfirvalda af stúlkunum voru mikil. Þær voru settar á upp­ tökuheimili og jafnvel sviptar sjálf­ ræði. Mjög margir vita þetta ekki en í gögnunum sem ég fékk afhent eru afdrif þessara stúlkna rakin og í myndinni rek ég afskipti yfirvalda af þeim.“ Sló í gegn á stuttmyndahátíð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alma vinnur heimildamynd. Heimilda­ mynd eftir hana var sýnd á Reykjavik Shorts & Docs í vor og fékk afar góða dóma gagnrýnenda. Myndin kall­ ast You Have to Look Good og fjall­ ar um keppanda í módel­fitness. „Ég fékk að fylgjast með lífi þessarar ungu konu og undirbúningi hennar fyr­ ir keppni í módel­fitness. Ég var eins og fluga á vegg og fannst líf hennar áhugavert. Mataræðið og þær ströngu að­ ferðir sem beitt er fyrir keppnina og öll umhirða er tengist líkama og út­ liti. Brúnkan, hárið, neglurnar. Það er ofboðslega mikill iðnaður í kring­ um þennan geira og þessi unga kona var mjög opin og tilbúin að segja frá því sem hún var að gera. Ég fór svo á keppnina og talaði við hana í kjölfar­ ið.“ Gerir heimildamynd um HIV Það er kraftur í Ölmu sem er byrjuð á enn einni heimildamyndinni. „Ég er að byrja á heimildamynd um HIV á Íslandi. Þá rek ég atburðarásina al­ veg frá því að HIV uppgötvast fyrst í heiminum og greint er frá veirunni sem er að drepa fólk. Ég rek atburða­ rásina að einhverju leyti í gegnum HIV­samtökin á Íslandi og hef unnið myndina í góðu samstarfi við þau. Núna hafa 300 einstaklingar greinst á Íslandi og nokkrir þeirra eru látnir. Þessi saga er svo ótrúlega marg­ þætt. Fyrst er HIV talinn sjúkdóm­ ur samkynhneigðra og sprautufíkla. Svo fara gagnkynhneigðir að smitast og börn. Heilbrigðisstarfsmenn voru í sóttvarnargallanum að meðhöndla sjúklinga, föt sjúklinganna voru brennd og það var svolítilmóðursýki sem einkenndi meðferðina í byrjun.“ Vill rífa af plásturinn Alma segist vilja tækla fordómana sem hafa fylgt sjúkdómnum. „Á tí­ unda áratugnum fer fólk að deyja. Þeir sem greinast með HIV telja sig hafa fengið dauðadóm. En árið 1996 koma lyf á markað sem virka. Þá fóru sumir frá því að vera við dauðans dyr í að eiga langt líf fyrir höndum. Þeir sem smitast glíma þó enn við for­ dóma og því hefur verið leynd yfir samtökum HIV­jákvæðra. Mig langar til að rífa af plásturinn og takast á við fordómana.“ n Tekst á við fordóma „Mig langar til að rífa af plásturinn og takast á við fordómana,“ segir Alma um nýjasta verkefni sitt. „Hann er jákvæður og styður mig í því sem ég er að gera. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is 44 fengu styrk Forvarna­ og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! hefur að markmiði að styrkja þá, sem átt hafa við geð­ ræn veikindi að stríða, til náms. Í gær, á Alþjóða geðheilbrigðisdeg­ inum, veitti sjóðurinn 44 einstak­ lingum námsstyrki. Aldrei áður hafa svo margir hlotið styrk. Allir styrkþegar eru í eflingarmeðferð og námi í háskólum, tónlistarskól­ um og tækniskólum. Styrkirnir eru veittir í samvinnu við meðferðar­ aðila og eru notaðir til að greiða skólagjöld, kaupa skólabækur og tölvur. Fjármagn til sjóðsins fékkst með styrktartónleikum þar sem helstu tónlistarmenn lands­ ins gáfu vinnu sína. Á laugardags­ kvöld verður sýnt frá tónleikun­ um í sjónvarpinu og viðtöl verða við nokkra styrkþega. Einnig flytja Ingvar E. Sigurðsson og Vigdís Finnbogadóttir stutt ávarp. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði styrkþega og blés þeim andann í brjóst. Hélt þjóðhátíð Yslands Jón Gunnar Geirdal blés til veislu í Tjarnarbíói og skemmtistaðnum Dollý á fimmtudag. „Ég held þjóð­ hátíðargleði Yslands og býð öllum að fagna með mér,“ sagði Jón Gunnar glaður í bragði í Tjarnar­ bíói þar sem hann bauð upp á veitingar frá veitingastað sínum Lemon. Kærir vinir Jóns Gunnars voru ekki fjarri og var mannmargt. Á Dollý spiluðu svo Unnsteinn Manúel, Kaleo, Kajak, Bakkelsi og Dj Margeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.