Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 25
Sport 25Helgarblað 11.–13. október 2013 8 möguleikar í stöðunni Koma svo stráKar! 1 Ísland vinnur Kýpur og Noreg Stig í riðlinum: 19 Ekkert getur komið í veg fyrir að Ísland nái að minnsta kosti öðru sæti riðilsins. Sviss þarf að tapa tveimur síðustu leikjunum sínum (gegn Albaníu úti og Slóveníu heima) til að Ísland nái efsta sætinu. 2 Ísland vinnur Kýpur en gerir jafntefli við Noreg Stig í riðlinum: 17 Þetta gæti nægt Íslandi ef önnur úrslit verða hagstæð. Aðeins Slóvenía getur náð Íslandi að stigum. Slóvenía þarf bæði að vinna Nor- eg á heimavelli og Sviss á útivelli. Þá hefur Slóvenía 18 stig þegar upp er staðið. 3 Ísland vinnur Kýpur en tapar fyrir Noregi Stig í riðlinum: 16 Þetta gæti nægt Íslandi. Ísland þarf að treysta á að bæði Noregur og Slóvenía tapi stigum í tveimur síðustu leikjunum. Þjóð- irnar mætast innbyrðis svo ljóst er að önnur þjóðin, hið minnsta, tapar stigum. Vinni önnur þjóðin báða leikina (Slóvenía vinnur Noreg og Sviss eða Noregur vinnur Slóveníu og Ísland) missir Ísland af öðru sætinu. Einnig skal haft í huga að Albanía getur með því að vinna Sviss og Kýpur náð 16 stigum í riðlinum eins og Ísland. Ef hvorki Slóvenía né Noregur nær 16 stigum ræður markatala því hvort Albanía eða Ísland kemst í umspil. Fyrir leikina á Ísland eitt mark á Albaníu. 4 Ísland tapar fyrir Kýpur en vinnur Noreg Stig í riðlinum: 16 Slóvenar geta með jafntefli og sigri (gegn Noregi og Sviss) náð jafn mörgum stigum og Íslendingar. Þá ræður markatalan röðinni. Albanía getur einnig náð 16 stigum með tveimur sigrum (gegn Sviss og Kýpur). 5 Ísland gerir jafntefli við Kýpur og Noreg Stig í riðlinum: 15 Ísland getur komist áfram ef Noregur og Slóvenía gera jafntefli í sínum leik og Slóvenía vinnur ekki Sviss í lokaleiknum. Þá má Albanía ekki vinna báða sína leiki (gegn Sviss og Kýpur). 6 Ísland tapar fyrir Kýpur og gerir jafntefli við Noreg Stig í riðlinum: 14 Það er hugsanlegt að Ísland komist áfram. Til þess þurfa önnur úrslit að vera Íslandi í hag. Noregur og Slóvenía þurfa að gera jafntefli og Slóvenía má ekki fá stig á móti Sviss í lokaleik sínum. Ef Slóvenía gerir jafntefli við Sviss þá eru Ís- land og Slóvenía jöfn að stigum. Slóvenar verða þá með hagstæðara markahlutfall. Þá má Albanía ekki vinna báða sína leiki. 7 Ísland gerir jafntefli við Kýpur og tapar fyrir Noregi Stig í riðlinum: 14 Ísland kemst ekki í umspil, sama hvernig aðrir leiki spilast. Noregur myndi alltaf hafna ofar en Ísland, í það minnsta á markatölu. 8 Ísland tapar bæði fyrir Kýpur og Noregi Stig í riðlinum: 13 Ísland kemst ekki í umspil, sama hvernig aðrir leiki spilast. n Ísland mætir Kýpur í dag og Noregi á þriðjudag n Erum í bílstjórasætinu n Allir bestu leikmenn liðsins eru heilir M ér líst vel á þetta og hef góða tilfinningu fyrir leikj- unum,“ segir þingmað- urinn og knattspyrnu- þjálfarinn fyrrverandi Willum Þór Þórsson. Hann hefur fulla trú á því að strákarnir klári verkefnin sem fram undan eru. Mikill stígandi hafi verið í liðinu og stemningin verið góð, bæði innan liðsins og á meðal þjóðarinnar. Willum nefnir sem dæmi um góðan anda í hópnum hve strákar á borð við Eggert Gunnþór Jóns- son og Guðlaug Victor Pálsson séu ánægðir með að vera komnir í landsliðshópinn. Það sé virkilega eftirsóknarvert að verða fyrir valinu. „Það er ríkjandi mikil virðing leik- manna fyrir því að fá að vera með í þessu. Það er ofboðslega mikilvægt.“ Lars og Heimir hafa aldrei þessu vant úr öllum sínum bestu mönn- um að moða. Willum segir að „góð- ur bekkur“ sé mjög mikilvægur. Því sterkari sem hann sé þeim mun öfl- ugra sé byrjunarliðið. Willum segir að mikil og jákvæð þróun hafi orðið á leikaðferð liðsins. Í hreinskilni sagt hafi liðið leikið nokkra leiki í keppninni illa en að einstaklingsframtak hafi skipt sköp- um. Gylfi hafi til að mynda klárað tvo útileiki í keppninni. Frá og með síðari hálfleiknum gegn Sviss – þar sem Kolbeinn Sigþórsson hafi gefið tóninn – hafi verið allt annað að sjá til liðsins. „Kolbeinn kemur okkur þannig inn í leikinn gegn Sviss að það gjörbreytir trú leikmanna inni á vellinum. Jóhann Berg spilar svo eins og í ævintýri. Þetta er breyting á landsliðinu og hefur gefið leik- mönnum feiknamikla trú á sjálfum sér og liðinu.“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur leikið ákaflega vel með landsliðinu undanfarið en svo gæti farið að þegar þjálfararnir velji byrjunarliðið geti valið staðið á milli hans og Al- freðs Finnbogasonar. Willum seg- ir að það skipti ekki endilega öllu máli hvor þeirra byrji. Þeir geti báð- ir komið inn á sem varamenn fyrir hinn og breytt gangi leikjanna. Þetta sé jákvætt „vandamál“ fyrir Lars. „Ég myndi láta þetta ráðast af því hverju fram vindur á æfingum,“ segir hann. Þá muni hann eflaust hafa Nor- egsleikinn í huga, þegar kemur að vali á liðinu og spilatíma leikmanna. „Eiður er orðinn það reynslumikill að það gæti vel verið að Lars muni einfaldlega meta það með honum; fara ærlega yfir stöðuna á honum, með þessa báða leiki í huga.“ sjálfsagt líka hafa í huga að nota leikmenn sem geti komist í gegnum báða leikina. „Þetta er hans höfuð- verkur,“ segir Bjarni léttur í bragði. „Drengir sem vilja meira“ Bjarni segir að þó Ísland eigi að sjálf- sögðu að bera virðingu fyrir Kýpur sem andstæðingi þá eigi strákarnir að vinna leikinn. „Oft er það þannig að lið ranka við sér þegar þau skipta um þjálfara en það á ekki að skipta máli. Við eigum ekkert að pæla mikið í þeim, heldur fókusa á okk- ur.“ Bjarni segir að handbragð góðs þjálfarateymis megi sjá á liðinu og hann segist mjög hrifinn af því starfi sem þeir hafi unnið. Nú þegar ögurstundin í riðlinum nálgast er viðbúið að taugar leik- manna verði þandar. Bjarni er þó á því að þeir leikmenn sem skipi landslið Íslands í dag láti það ekki á sig fá. Þeir stefni hærra en svo að fara á taugum í svona leikjum. Þeir hafi líka upplifað það með yngri landsliðum að spila mikilvæga leiki. „Þetta eru drengir sem vilja meira og þeir mæta ekkert með tauga- endana fram úr ermunum í þessa leiki. Þeir fara í gegnum þetta á eig- in verðleikum – og það eru góðir verðleikar,“ segir Bjarni, sannfærður um að liðið nái öðru sætinu. n Jákvæð þróun á leikaðferð liðsins n Willum Þór Þórsson segir viðsnúning hafa orðið í síðari hálfleik gegn Sviss „Þetta er breyting á landsliðinu og hefur gefið leikmönnum feiknamikla trú á sjálfum sér og liðinu Ari Freyr Jóhann Berg Birkir Már Birkir Hannes Þór Kári Eiður Smári Aron Einar Kolbeinn Gylfi Þór Ragnar Líklegt byrjunarlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.