Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 42
42 Menning 11.–13. október 2013 Helgarblað Bráðskemmtilegur Jeppi í eðalmeðferð Þ að þarf ansi frjóa leikhús­ menn til að dusta rykið af 300 ára gömlum gamanleik og láta hann smellpassa inn í þjóðfélagsumræðu sam­ tímans. Benedikt Erlingsson tilheyr­ ir tvímælalaust þeim hópi leikhús­ manna, það hefur hann fyrir löngu sannað og uppsetning hans á Jeppa á Fjalli er enn ein staðfesting þess að hann kann til verka í leikhúsinu og það betur en margir aðrir. Það sem einkennir góða leikstjóra er hæfileiki þeirra til að velja með sér rétta sam­ starfsfólkið hverju sinni, raða réttu fólki á mikilvægustu póstana. Hér hefur það tekist, ekki aðeins í aðal­ hlutverkið Jeppa, sem leiksýningin hlýtur að standa og falla með, held­ ur líka í undirstöðuna, nýja þýðingu á gömlum texta danska höfundarins Ludwigs Holbergs. Fyndinn og frumlegur texti Bragi Valdimar Skúlason var hár­ réttur maður í að koma þessum texta til okkar í dag og mikið lifandis skelf­ ing hvað það var gaman að heyra leikarana fara með hann, smjatta á honum, toga hann og teygja í all­ ar áttir með viðeigandi hreyfing­ um og hljóðum. Textinn var fyndinn og frumlegur, fullur að nýyrðum og skemmtilega klúru orðfæri, sem hæfði einkar vel fyllerískjaftinum á Jeppa. En svo er ekki verra að fá til liðs við sig reyndan trúbador, músík­ skáld og orðsins mann til að semja söngtexta leiksins sem voru margir og jafnvel fluttir með smá megasar­ bragði á tungunni að minnsta kosti var hægt að heyra það og finna í flutningi Ingvars E. Sigurðsson­ ar. Og svo er það Gretar Reynisson, höfundur leikmyndarinnar, sem Benedikt hefur unnið áður með, sælla minninga í Draumleik Strind­ bergs, alveg gjörólíku verki, þar sem jarðarkúlan snerist um sjálfa sig á stóra sviði Borgarleikhússins eins og risahnöttur. Í þetta sinn hefur Gretar smíðað einhvers konar lottóhjól sem stendur fast á miðju leiksviðinu um­ flotið haug af flöskulíkum sem Jeppi hefur sálgað gegnum ævina. Lífsins ólukkuhjól Og þetta hjól með allri sinni margræðu merkingu er meginuppi­ staða leikmyndarinnar og enginn smágripur. Það verður bókstaflega að lífsins ólukkuhjóli, þar sem ólánspés­ inn, fyllirafturinn Jeppi, og meðvirka konan hans, hún Nilla, snúast hring eftir hring í reglulegum fyllerístúrum alkóhólismans. Og þótt þeir endi alltaf með fyllerísdauða og útþurrk­ uðu minni alkans um þann „óraun­ veruleika“ sem hann og allir fíklar sækjast hvað eftir annað í, eins og Guðmundi Andra Thorssyni verður tíðrætt um í ágætri grein í leikskrá, þá rís Jeppi alltaf upp á ný, Nillu sinni til mikillar gremju. Ilmur Kristjándótt­ ir leikur þennan aðstandanda alkó­ hólistans eins og hún kynnir sig strax í upphafi sýningarinnar og er þar vitnað beint í þá fundi sem margir aðstandendur alkóhólista sækja reglulega sér til sáluhjálpar í því helvíti sem veruleikafirring makans oftast er. En hún Nilla, ekki frekar en aðrir aðstandendur, kann engin ráð við drykkju húsbónda síns, ann­ að en að öskra og berja hann ræki­ lega með „meistaranum“ samblandi af svipu og kylfu, eina vopninu sem dugar á hann þegar hann vaknar upp í timburmönnunum. Vald og valdaleysi Sagan af Jeppa á Fjalli er þó ekki að­ eins saga af alkóhólisma, heldur af svo mörgu öðru sem okkar mann­ lega tilvera fjallar um. Þrátt fyrir allt gamanið sem hér er nánast sett upp eins og skemmtiþáttur eða revía þar sem hljómsveit og söngvarar eru óaðskiljanlegur hluti af uppfærsl­ unni, liggur annað og meira að baki öllu gamninu. Með verkinu sem ef til vill er kennsluleikrit um lýðræði í aðra röndina, sýnir höfundurinn fram á hvað geti gerst ef valdastéttin skiptir um hlutverk við lágstéttina og ómenntaður og drykkfelldur bónda­ durgur eins og Jeppi flyst upp um stétt og verður að valdamiklum bar­ ón. Aðalsnilldin í þessu verki er að láta Jeppa halda þegar hann vaknar á óðalssetri barónsins eftir enn eitt fylleríið, að hann hafi aldrei verið bóndi, að hann hafi bara dreymt það eða verið svo fullur að hann muni ekki að hann er aðalsmaður. Með þessu dramatíska bragði getur höf­ undurinn einmitt velt upp spurn­ ingum um sannleika og lygi, vald og valdaleysi, kúgun og stétta­ mun. Hvaða áhrif hefur það á hugs­ un, hegðun og tilfinningar þegar maður eins og Jeppi, auðgast óvænt og skyndilega og heldur áfram að drekka? Eðalmeðferð Benedikt Erlingsson fullnýtir þessa meginhugmynd verksins þegar hann gerir baróninn og þjóna hans, Eirík og Albert, að einhvers konar sviðsmeisturum sem halda uppi fjörinu, það eru þeir sem setja þetta allt á svið fyrir okkur og Jeppa. Þeir setja hann í „sviðsetta meðferð“, ekki endilega til að hann hætti að drekka, (þótt sú gæti orðið raunin eftir allt sem hann gengur í gegnum) heldur meðferð sem á kenna honum að of­ metnaður og hroki kemur þeim í koll sem ekki á raunverulega innistæðu í veruleikanum (eða þess vegna hluta­ bréf í sólarlaginu), hvort sem hún er í formi menntunar, heilsu eða pen­ inga. Tríóið sem tekur Jeppa í þessa eðalmeðferð samanstóð af þeim Bergþóri Pálssyni, Bergi Þór Ingólfs­ syni og nýgræðingnum Arnmundi Ernst Backmann og fóru þeir hrein­ lega á kostum í leik sínum. Þeir taka á sig ýmis hlutverk, þykjast vera aðr­ ir en þeir eru til að kenna Jeppa sína lexíu, leika á hann hvað eftir annað og beita alls kyns brögðum, allt frá yfir vegaðri kaldhæðni til trúðaleiks og kynusla. Dásamlegur samleikur Bergur Þór og Arnmundur Ernst áttu dásamlegan samleik sem þjónar, hjúkrunarkonur og lögspekingar, beittu röddum sínum og orðfimi þannig að áhorfendum svelgdist á af undrun og hlátri. Gerviréttarhöldin yfir Jeppa eru með því fyndnasta sem sést hefur í leikhúsi lengi og minnir mann enn og aftur á að leikarinn og færni hans er kjarni leikhússins. Það var líka aðdáunarvert að sjá hvernig þeim tókst að ráða við margréttaða músíkina, sem spannaði allt frá rokki og salsa til kráarsöngva og reynd­ ar flutt í útsetningum sem ýtti undir þessa sprellfjörugu leikhúsupplifun og minnti stundum á bresku leik­ hústónlistarmennina í Tiger Lilies. Það var snjallt að fá Bergþór Pálsson í hlutverk barónsins sem stjórnar meðferðinni á Jeppa með aristókrat­ ískum töktum eins og sannur Master of Ceremonies og hann var auðvitað ómissandi í söngnúmerum sýningar­ innar. Ef eitthvað var, hefði kannski mátt fækka þeim og þá helst fram­ an af, því þau slitu þráðinn óþarflega oft í sundur og hægðu á tempói sem þessi sýning þarf á að halda. Tilfinningaskali alkans Þær eru margar stjörnurnar sem skína í þessari sýningu, en aðalstjarn­ an er þó Ingvar E. Sigurðsson sem með ótrúlegri fimi, jafnt líkamlegri sem raddlegri, tekst að skapa og sýna okkur vesalings Jeppa, þennan dóma­ dags alka, sem öskrar, hlær og grætur af sjálfsvorkunn og sjálfsréttlætingu, þræðir sig lúbarinn og kjökrandi úr þynnkunni yfir í fullan mann, stig af stigi. Þegar hann vaknar upp í hvítu og hreinu rúmi barónsins og hefur loks­ ins áttað sig á að hann er ekki kom­ inn til himna dauður og fer að trúa því sjálfur að hann sé ekki fyllibyttan Jeppi, eykst gervisjálfstraustið með hverjum eðaldrykknum sem þjóna­ teymið réttir honum í takt við rudda­ skapinn og vaxandi kvensemi þar til hann deyr áfengisdauða í konu klofi. Allt þetta hafði leikarinn góði á valdi sínu og sýndi okkur allan tilfinninga­ skala alkans af list sem einkennir einungis þá sem hefur tekist að sam­ eina hæfileika sína og reynslu með ríku framlagi til sviðslistanna. Ekki spillti fyrir ánægjunni að sjá Ingvar spila á nikku eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Jeppi á Fjalli er bráð­ skemmtileg leiksýning þar sem leik­ stjórinn hefur haldið vel utan um alla þræði og fengið það besta bæði út úr Holberg og leikhóp og öllum aðstand­ endum. Borgarleikhúsið á hrós skilið fyrir þessa sýningu og efnismikil leik­ skráin var til mikils sóma.n Jeppi á Fjalli Höfundur: Ludvig Holberg Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason Tónlist og textar: Megas og Bragi Valdimar Skúlason Sviðsmynd: Gretar Reynisson Búningar: Agnieszka Baranowska Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjórn: Stefán Már Magnússon Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Leikarar og tónlistarmenn: Ingvar E. Sigurðs- son, Bergur Þór Ingólfsson, Ilmur Kristjánsdótt- ir, Bergþór Pálsson, Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst B. Leiklist Hlín Agnarsdóttir Aðalstjarnan Þær eru margar stjörnurnar. Aðalstjarnan er Ingvar E. Sigurðsson sem með ótrúlegri fimi, jafnt líkamlegri sem raddlegri, tekst að skapa og sýna okkur vesalings Jeppa, þennan dómadags alka, sem öskrar, hlær og grætur af sjálfsvorkunn og sjálfsréttlætingu, þræðir sig lúbarinn og kjökrandi úr þynnkunni yfir í fullan mann, stig af stigi. MynD GríMur BjArnASon„Borgarleikhúsið á hrós skilið fyr- ir þessa sýningu og efn- ismikil leikskráin var til mikils sóma. At the Gates á Eistnaflugi Tónlistarhátíðin Eistnaflug fagnar 10 ára afmæli sínu næsta sumar en hátíðin hefur vaxið með hverju árinu og sannað sig sem einn af lykilviðburðunum í ís­ lensku tónlistarlífi. Hátíðin fer fram í Neskaup­ stað dagana 10.–12. júlí 2014 og er markmið hennar að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indírokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlend­ ar sveitir. Aðstandendur hátíðarinnar hafa þegar hafið undirbúning Eistnaflugs 2014 og hafa stað­ fest fyrstu átta hljómsveitir há­ tíðarinnar. Meðal hljómsveita eru sænska hljómsveitin At the Gates og svissneska sveitin Zatokrev sem eru stór númer í þungarokkinu á heimsvísu. Þá hafa jafnframt íslensku sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, HAM, Brain Police, The Vintage Caravan, Momentum, Dimma og Gone Postal verið staðfestar. Eistnaflug hefur virkað sem stökkpallur fyrir þær íslensku hljómsveitir sem þar koma fram. Nýlega fengu The Vintage Caravan og Momentum boð um að spila á virtri tónlistarhátíð, Roadburn í Hollandi, í apríl á næsta ári. The Vintage Caravan gerði gott betur en það þegar hljómsveitin skrifaði undir plötu­ samning við útgáfufyrirtækið Nuclear Blast á dögunum. „Kleinuhringja- vetrarbraut“ Myndlistarkonan Anna Hrund Másdóttir opnar sýninguna Don­ ut Galaxy í Listamönnum galleríi á Skúlagötu á morgun. Sýningin verður opnuð klukkan 17.00. Anna Hrund hefur skemmti­ legan bakgrunn, lærði stærð­ fræði og myndlist á Íslandi, þessi fög segir hún eiga það sameig­ inlegt að þau snúast bæði um sannleikann og Anna Hrund gerir það að verkefni sínu að skilgreina hann og setja fram á skiljanlegan hátt. Hún starfar sem myndlistarmaður en kenn­ ir stærðfræði ásamt því að reka Kling & Bang gallerí. Nýlega sýndi hún þar ný verk ásamt Hildigunni Birgisdóttur í sýn­ ingu þeirra Nacho Cheese og framundan er viku viðvera í MoMA PS1 Colony með Ragnari Helga Ólafssyni, Ingibjörgu Sig­ urjónsdóttur og Magnúsi Sig­ urðssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.