Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 26
26 Sport 11.–13. október 2013 Helgarblað A-riðill Belgar eru í lykilstöðu í riðlinum með 22 stig og þá vantar í raun að- eins eitt stig til að tryggja sér sigur. Króatar eru hins vegar öruggir í 2. sæti riðilsins með 17 stig þar sem Serbar (11 stig) og Skotar (8 stig) eiga einn leik eftir en Króatar tvo. Líklegt í 2. sætið: Króatar eru öruggir. Eins og staðan er núna eru þeir með 11 stig inn í umspilið þar sem þeir unnu báða leikina gegn Wales sem er neðst. Króatar eiga eftir að mæta Belgum og Skotum. B-riðill Ítalir hafa tryggt sér sigur í riðlinum og eru öruggir á HM. Fjögur lið berjast hins vegar um 2. sætið; Búlgarar, Dan- ir, Tékkar og Armenar. Búlgarar eru í lykil stöðu með 13 stig, Danir eru með 12 og Tékkar og Armenar 9 stig. Búlgar- ar eiga eftir að leika gegn Armenum úti og Tékkum heima en Danir eiga eft- ir leiki gegn Ítölum heima og Möltu- mönnum heima. Malta lendir í neðsta sæti riðilsins sama hvað gerist. Líklegt í 2. sætið: Baráttan verður á milli þriggja liða. Danir og Búlgarar eru þó líklegastir til að landa 2. sætinu. Eins og staðan er núna tækju Búlgarar með sér 7 stig í umspilið en Danir 9 stig. Danir eiga þó enn eftir að mæta botnliði riðilsins, Möltu, og þurfa því helst að vinna Ítali til að taka með sér fleiri en 9 stig. Tékkar gætu stolið 2. sætinu en eins og staðan er núna geta þeir mest tekið með sér 8 stig í umspilið þar sem þeir eiga eftir að leika gegn Möltu. C-riðill Þjóðverjar eru nánast búnir að tryggja sér sigur í C-riðli þar sem þeir eru með 22 stig. Baráttan um 2. sætið er á milli Svía (17 stig) og Austurríkismanna (14 stig). Þessi lið mætast innbyrðis á föstudag og fari Svíar með sigur af hólmi er annað sætið tryggt. Í lokaleik riðilsins mæta Svíar Þjóðverjum á meðan Austur- ríkismenn heimsækja Færeyinga. Líklegt í 2. sætið: Svíþjóð. Svíar tapar fáum heimaleikjum og ættu að ná 2. sætinu. Eins og staðan er núna taka þeir með sér 11 stig í umspilið eins og Austurríkismenn sem eiga þó eftir að mæta stigalausum Færeyingum. D-riðill Hollendingar hafa tryggt sér sigur í riðlinum og eru með 22 stig. Bar- áttan um 2. sætið stendur á milli þriggja liða; Ungverja (14 stig), Tyrkja (13 stig) og Rúmena (13 stig). Ungverjar eiga eftir að mæta Hollandi úti og Andorra heima. Tyrkir eiga eftir að mæta Eistum úti og Hollendingum heima og Rúmen- ar eiga eftir að mæta Andorra úti og Eistlandi heima. Líklegt í 2. sætið: Rúmenar verða að teljast líklegir. Þeir eiga tvo tiltölulega auðvelda leiki eftir í ljósi þess að bæði Tyrkir og Ungverjar eiga eftir að mæta firnasterkum Hollending- um sem enn eru taplausir. Rúmenar tækju með sér 10 stig í umspil eins og staðan er núna, Ungverjar 11 stig en Tyrkir 7 stig. F-riðill Rússar (18 stig) og Portúgalar (17 stig) eru í harðri baráttu um efsta sætið. Ísraelsmenn (12 stig) eygja veika von um 2. sætið. Rússar eru í kjörstöðu í baráttunni um efsta sætið en þeir eiga eftir að mæta Lúxemborg úti og Aserbaídsjan úti. Portúgal á eftir Ísrael heima og Lúx- emborg heima. Líklegt í 2. sætið: Líklegt verður að teljast að Rússar klári sína leiki og því verður það hlutskipti Portúgals að fara í umspil. Eins og staðan er núna tækju Portúgalar með sér 11 stig í umspilið. G-riðill Bosnía og Grikkland eru efst og jöfn með 19 stig og eru örugg með ann- að af tveimur efstu sætum G- riðils. Bosníumenn eiga eftir að mæta Liechtenstein heima og Litháen úti en Grikkir eiga eftir Slóvakíu heima og Liechtenstein heima. Spurningin er því aðeins hvort liðið, Bosnía eða Grikkland, fer með sigur af hólmi í riðlinum. Líklegt í 2. sætið: Bosníumenn eru með mikið betri markatölu en Grikkir og ættu bæði lið að vinna sína leiki. Eins og staðan er núna er því líklegast að Grikkir endi í 2. sæti þar sem þeir tækju með sér 16 stig í um- spilið hið minnsta. Fari svo að Bosníumenn misstígi sig tækju þeir með sér sextán stig í umspilið líkt og Grikkir. H-riðill Baráttan í H-riðli er gríðarleg og fjögur lið sem eiga möguleika á efsta sætinu: Englendingar (16 stig), Úkraínumenn (15 stig), Svartfell- ingar (15 stig) og Pólverjar (13 stig). Englendingar, sem jafnan eru sterkir heima, eiga eftir Svartfellinga og Pól- verja heima. Svartfellingar eiga svo Moldóvu heima á meðan Úkraínu- menn eiga eftir Pólverja heima og San Marino úti. Pólverjar eiga einnig eftir að mæta Úkraínu úti og því eru möguleikar þeirra ansi litlir. Líklegt í 2. sætið: Í ljósi þess að Englendingar eiga tvo heimaleiki eftir er erfitt að ætla annað en að þeir vinni riðilinn. Úkraínumenn eru líklegastir í 2. sætið í ljósi þess að þeir eiga eftir heimaleik gegn Pól- verjum og útileik gegn lakasta liði riðilsins, San Marino. Eins og staðan er núna myndu Úkraínumenn taka með sér 12 stig í umspilið. I-riðill Spánverjar og Frakkar berjast um efsta sætið. Bæði lið eru með 14 stig en Spánverjar eiga tvo leiki eftir en Frakk- ar aðeins einn. Spánverjar munu að öllum líkindum vinna riðilinn í ljósi þess að þeir eiga eftir tvo heimaleiki, gegn Hvíta-Rússlandi og Georgíu. Líklegt í 2. sætið: Frakkland. Frakkar eru öruggir með 2. sætið þar sem Finnar, sem eru í 3. sæti, geta ekki náð þeim að stigum. Þar sem aðeins fimm lið eru í I-riðli er það ekki þannig að stigin gegn neðsta liðinu telji ekki. Því eru Frakkar öruggir með minnst 14 stig í umspilið. Þau berjast um laus sæti á HM n Hörð barátta um að komast í umspil n Íslendingar í fínni stöðu L ínur eru farnar að skýrast í flestum riðlum undankeppn- innar fyrir HM í Brasilíu. Ítal- ía, Sviss og Holland eru þegar búin að tryggja sæti sitt á HM og í raun er aðeins formsatriði fyrir þjóðir á borð við Þýskaland og Spán að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Fjölmörg lið eru hins vegar í harðri baráttu um annað sætið. Um 20 þjóð- ir berjast um átta laus sæti í umspil- inu, þar af eru fjögur lið í riðli með Ís- landi. DV skoðar hér stöðuna í öðrum riðlum en E-riðli, sem Ísland leikur í, og skoðar möguleikana fyrir lokaleik- ina í riðlunum. Flest liðin eiga eftir að leika tvo leiki. Ísland gæti mætt Grikklandi Eins og staðan er núna eru Króatar, Portúgalar, Grikkir, Svíar, Frakkar, Úkraínumenn, Ungverjar, Ís- lendingar og Búlgarar í 2. sæti í sín- um riðlum. Ef við gefum okkur að þessar þjóðir verði einnig í 2. sæti eft- ir riðlakeppnina munu Búlgarar ekki komast í umspil þar sem þeir eru með fæst stig, eða 7 talsins, gegn öðr- um liðum en botnliðinu í sínum riðli. Þjóðunum átta sem enda í 2. sæti að lokinni riðlakeppninni verður skipt í tvo hópa fyrir umspilsleikina; í öðr- um hópnum verða fjórar sterkustu þjóðirnar samkvæmt styrkleikalista FIFA en í hinum hópnum verða fjór- ar lökustu þjóðirnar. Eins og stað- an er núna eru Króatar, Portúgalar, Grikkir og Svíar í fyrri hópnum en Frakkar, Úkraínumenn, Ungverjar og Íslendingar í þeim síðari. Því er ljóst – að því gefnu að þetta verði lokastaðan eftir riðlakeppnina – að andstæðing- ur Íslands í umspilinu verður Króatía, Portúgal, Grikkland eða Svíþjóð. Hafa ber í huga að margt getur gerst og meiri líkur en minni eru á að röð- un liða muni breytast og aðrar þjóðir, sem ekki eru taldar upp hér að fram- an, nái þessu mikilvæga 2. sæti í sín- um riðlum. Nánar er farið í möguleik- ana hér að neðan. n Staðan í A - riðli Leikir Markatala Stig Belgía 8 15 2 22 Króatía 8 11 5 17 Serbía 9 13 10 11 Skotland 9 6 12 8 M.dónía 8 6 10 7 Wales 8 7 19 6 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Staðan í B - riðli Leikir Markatala Stig Ítalía 8 15 5 20 Búlgaría 8 13 6 13 Danmörk 8 9 10 12 Tékkland 8 8 8 9 Armenía 8 8 10 9 Malta 8 4 18 3 Staðan í C - riðli Leikir Markatala Stig Þýskaland 8 28 7 22 Svíþjóð 8 14 8 17 Austuríki 8 16 8 14 Írland 8 13 13 11 Kasakstan 8 4 17 4 Færeyjar 8 3 25 0 Staðan í D - riðli Leikir Markatala Stig Holland 8 24 4 22 Ungv.land 8 18 12 14 Tyrkland 8 14 7 13 Rúmenía 8 13 12 13 Eistland 8 6 16 7 Andorra 8 0 24 0 Staðan í F - riðli Leikir Markatala Stig Rússland 8 15 4 18 Portúgal 8 16 8 17 Ísrael 8 17 12 12 N. Írland 8 8 14 6 Lúxemb. 8 7 19 6 Aserbaíds. 8 4 10 5 Staðan í G - riðli Leikir Markatala Stig Bosnía 8 25 5 19 Grikkland 8 9 4 19 Slóvakía 8 9 7 12 Litháen 8 7 10 8 Lettland 8 8 16 7 Liechtenst. 8 3 19 2 Staðan í H - riðli Leikir Markatala Stig England 8 25 3 16 Úkraína 8 19 4 15 Svartfjallal. 8 15 8 15 Pólland 8 18 9 13 Moldóva 8 4 15 5 San Marínó 8 1 43 0 Staðan í I - riðli Leikir Markatala Stig Spánn 6 10 2 14 Frakkland 7 12 6 14 Finnland 7 5 6 9 Georgía 7 3 8 5 H.Rússland 7 6 14 4 Grikkir eru í bestu stöðunni Staðan er svona Þjóð Stig í umspil Styrkleikalisti 1. Grikkland 16 12 2. Frakkland 14 25 3. Ísland 13 54 4. Úkraína 12 26 5. Portúgal 11 11 6. Svíþjóð 11 22 7. Króatía 11 10 8. Ungverjal. 11 30 –- 9. Búlgaría 7 64 Ekki öryggir Svíar eru í fínni stöðu en þó ekki öruggir með sæti í umspilinu. Vill Totti í landsliðið Gianluigi Buffon, markvörð- ur Juventus og ítalska lands- liðsins, vill að hinn aldni höfðingi, Francesco Totti, fái tækifæri aftur með landsliðinu. Totti, sem er 37 ára, hefur verið frábær með Roma á leiktíðinni; skorað þrjú mörk og lagt upp sex í sjö deildarleikj- um. Þrátt fyrir það var hann ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Dönum og Armenum um helgina. Buffon telur að Totti geri tilkall til sætis í HM-hópi Ítala næsta sum- ar. „Totti er sannur meistari og er í frábæru formi þessa dagana. Ef hann heldur áfram á sömu braut verður ekki hægt að horfa framhjá honum,“ segir Buffon. Totti hætti með landsliðinu eftir HM 2006, en gaf það í skyn árið 2009 að hann væri reiðubúinn að snúa aftur í landsliðið. Van Persie tæpur vegna meiðsla Svo gæti farið að Robin van Persie, framherji Manchester United og hollenska landsliðsins, missi af síðustu leikjum Hollands í undankeppni HM. Van Persie er meiddur í tá, en í fyrstu var ótt- ast að hann væri brotinn. Van Persie meiddist í leik Manchest- er United og Shakthar Donetsk í síðustu viku en lék þrátt fyrir það í sigri United gegn Sunderland um síðustu helgi. Robin van Persie vantar einungis tvö mörk til að jafna markamet Patricks Kluivert með hollenska landsliðinu. Hol- lendingar hafa þegar tryggt sér sæti á HM í Brasilíu næsta sumar. Skotar vildu fá Rooney Berti Vogts, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Skotlands, reyndi eitt sinn að fá Wayne Rooney til að velja skoska landsliðið fram yfir það enska. Þetta segir Vogts sjálf- ur, núverandi landsliðsþjálfari Aserbaídsjan, sem stjórnaði Skot- um árin 2002 til 2004. Amma Rooney er skosk og því hefði Rooney verið gjaldgengur í landslið Skota. Rooney, sem þá var 16 ára, hafnaði tilboðinu og valdi enska landsliðið í staðinn eins og flestum er kunnugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.