Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 39
n Semanur vildi skilnað n Orhan svaraði með líflátshótun S emanur Sircasi sýndist framtíðin ekki vera björt, sunnudaginn 3. júní 2012, þar sem hún var í íbúð sinni og eiginmanns síns í Kreutz- berg í miðborg Berlínar. Íbúð hjón- anna var í fjölbýlishúsi, veggir hússins ekkert nema veggjakrot og þar sat hún þennan morgun, ásamt börnum sínum sex, bar hið sjöunda undir belti, og lífið einkenndist af fjárskorti, ástleysi og löngu horfnum lífsvilja. Ástæða þessa mikla vonleysis Semanur var ekki flókin. Þunga- miðjan var eiginmaður hennar, Or- han, sem á árum áður hafði verið sagður kvennamaður mikill en væri nú einungis sagður lausgirtur deli, haldinn þeirri firru að hann væri guðs gjöf til allra kvenna. Þegar þarna var komið sögu bjó Orhan hálfa vikuna með annarri konu og lét ekki svo lítið að halda því leyndu fyrir eiginkonu sinni eða öðrum. Til að bæta móðgun við mein- gjörð þá hirti Orhan ekkert um börnin sín og hafði ekki sýnt sig í heila viku. „Ég ætla að skilja við þig“ Semanur sat með hendur í kjöltu sér, þá þrítug, margra barna móð- ir, og sá að við þetta yrði ekki búið. „Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?“ spurði hún sjálfa sig. Nú var tími til kominn að grípa til sinna ráða og binda endi á hjónaband hennar og þessa duslimennis. Semanur ákvað að senda Orhan smáskilaboð: „Ekki koma aftur. Ég ætla að skilja við þig.“ Oft er siður bleyðimenna að stjórna þeim sem minna mega sín með ofbeldi og kúgun, ekki síst inn- an veggja sinnar eigin staðfestu. Or- han var þar engin undantekning og vart hafði hann lesið skilaboðin þegar hann fuðraði upp í reiði sem hann veitti útrás með svarinu: „Ef þú ferð frá mér, þá drep ég þig. Ég mun skilja höfuð þitt frá búknum.“ Uppnám að næturþeli Semanur var þungt í sinni þegar hún kom börnum sínum í háttinn þetta kvöld og ekki laust við að hún beygði af þegar hún lagði höfuð sitt á svæfilinn. En það átti ekki fyrir henni að liggja að hvílast þessa nótt því klukk- an eitt vaknaði hún við miklar bar- smíðar. Var þar Orhan mættur og lét hann hnefana dynja á for- stofuhurðinni og krafðist inngöngu. „Opnaðu dyrnar. Opnaðu þær eða ég drep börnin. Ég mun leggja íbúðina í rúst,“ öskraði hann utan af stigaganginum. Börnin vöknuðu við háreystina, risu upp við dogg í rúmum sínum og nudduðu stírurnar úr augunum. Æði virtist hafa runnið á Orhan og hélt hann áfram að berja allt að utan. Ljós voru kveikt í öðrum íbúðum og gluggar voru opnir; nágrannarnir þekktu vel til ofstopa Orhans. Að endingu sá Semanur sér ekki annað fært en að opna dyrnar fyrir eiginmanninum sem var orðinn viti sínu fjær. Dauðaþögn Upphófst þá mikill hávaði því und- anlátssemi Semanur hafði ekki náð að sefa reiði og ofsa Orhans. Hann ruddist inn í íbúðina með öskrum og skeytti skapi sínu á innanstokks- munum. En skyndilega bættust ný hljóð við hávaðann – Semanur virt- ist vera að biðjast vægðar. Nokkrum nágrönnum var þá nóg boðið og hringdu á lögregluna, enda gátu þeir sem bjuggu gegnt íbúð Semanur bæði heyrt öskrin og séð þegar Orhan gekk í skrokk á henni. En skyndilega datt allt í dúna- logn – dauðaþögn lagðist yfir fjöl- býlishúsið. Tíu mínútum síðar renndi lög- reglan í hlað og hafði vart stöðv- að bifreið sína þegar rödd ómaði í næturrökkrinu og barst að ofan: „Eruð þið að leita að mér? Jæja, hér er ég.“ Nágrannar þyrptust nú út á götu og beindu augum sínum upp með fimm hæða húsinu. Þar mátti greina skuggamynd sem bar við næturhimininn – Ohran stóð þar á þakbrúninni, öskrandi og veifandi einhverju hnattlaga sem ekki var hægt að sjá hvað var. Stóð við hótun sína Orhan stóð sigri hrósandi á þak- brúninni og sem í sigurvímu kastaði hann torkennilegum hlut út í loftið og máttu þeir sem niðri stóðu hafa sig alla við að fá hann ekki í hausinn. Hluturinn skall á gangstéttinni og blóð spýttist í allar áttir og fólkið hrökk frá með skelf- ingarsvip því um var að ræða höf- uðið af Semanur. Líflaus augun virtust beinast að hverjum og einum áhorfendanna þegar höfuðið rúllaði hægt eftir gangstéttinni. Konurnar veinuðu og karlmenn snéru sér undan – Orhan hafði staðið við hótun sína. Á meðal lögreglan hljóp upp stigann fór Orhan niður í íbúðina og var hann að lokum króaður af út á svölum. Hann var vígreifur mjög og reyndi að bægja lögreglunni frá með blóðugum hníf, en varð að lok- um að játa sig sigraðan. Sundurhlutað lík Inni í íbúðinni var lík Semanur og hafði verið skorið í nokkra hluta. Veggir og gólf, og jafnvel loftið, báru ummerki þess óhugnanlega verkn- aðar sem þar hafði verið framinn skömmu áður. Börnin sex, á aldrinum átján mánaða til þrettán ára, hjúfruðu sig saman í einu skoti íbúðarinnar og gat lögreglan ekki annað en von- að að þau hefðu ekki þurft að horfa upp á óhugnaðinn. Sjálfur virtist Orhan lítt snort- inn, enda nokkuð ljóst að þar fór ekki merkilegur pappír. Fólk sem til hans þekkti sagði að hann hefði ekki verið spar á ofbeldi gagnvart Semanur og bæði sparkað í hana og barið með krepptum hnefum ef honum hugnaðist ekki framkoma hennar – ekki síst ef hann hafði neytt áfengis. „Ég gat ekki afborið þá skömm sem hefði fylgt skilnaði,“ var haft eftir Orhan við handtökuna. Hann bætti við: „Ég iðrast einskis.“ n afhöfðuð í heift Semanur Sircasi Vildi betra líf og bjartari framtíð. Orhan Ofbeldishneigður og lausgirtur eiginmaður. „Ég mun skilja höfuð þitt frá búknum Af vettvangi Lík Sem- anur flutt úr íbúðinni. 39xxx xxx gamalmenni dóu fyrir hendi Arnfinns Nesset, framkvæmdastjóra dvalarheimilis aldraðra í Orkdal í Syðri-Þrændalögum í Noregi. Var hann dæmdur fyrir morðin árið 1983 og afplánaði 10 ár af 12 ára fangelsisvist. Talið er að fórnarlömb hans kunni að vera tæplega 140 alls.22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.