Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað niðurfærslu skulda n Viðsnúningur hjá útgerð á Patreksfirði Ú tgerðarfélagið Oddi hf. á Pat­ reksfirði hefur rétt úr kútn­ um eftir rúmlega 2,2 millj­ arða niðurfærslu á skuldum félagsins á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtæk­ isins fyrir árið 2012 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í sumar. Viðskiptabanki Odda er Arion banki. Vegna þessarar skuldaniðurfær­ slu skilaði Oddi bókfærðum hagnaði í fyrra upp á meira en 1.740 milljón­ ir króna. Í ársreikningi félagsins kem­ ur fram að hagnaðurinn sé vegna „endurútreiknings langtímalána“ en skuldir félagsins voru að stærstu leyti í erlendum myntum þar til niður­ færslan átti sér stað. Sigurður Viggósson, eigandi og framkvæmdastjóri Odda, segir að staða útgerðarinnar hafi vænkast talsvert á milli ára en hann segir út­ gerðina ekki komna fyrir vind enn­ þá og bendir hann þar á skuldsetn­ ingu þess. „Við erum komnir á aðeins lygnari sjó. Félagið er ennþá skuldsett en það kom inn nýtt hlutafé. Já, þetta lítur allt betur út hjá okkur.“ Viðsnúningur upp á rúma tvo milljarða Oddi á og rekur þrjú skip og er með fiskvinnslu á Patreksfirði. Auk þess að vinna eigin afla fer afli nokkurra annarra skipa einnig í gegnum fisk­ vinnslu fyrirtækisins. Rúmlega 70 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslur til þeirra rúm­ lega 387 milljónum króna í fyrra. Félagið var illa statt vegna gengis­ tryggðra lána þar til í fyrra og var eigin fjárstaða þess neikvæð um nærri 1.800 milljónir króna árið 2011. Með niðurfærslunni á skuldunum fór eiginfjárstaðan hins vegar upp í rúmlega 245 milljónir króna í plús. Fjárhagsleg endurskipulagning Niðurfærslan á hluta skulda Odda var liður í fjárhagslegri endur­ skipulagningu útgerðarinnar sem fram fór á síðasta ári. Í ársreikningn­ um sést að félagið greiddi niður lang­ tímalán upp á meira en 4,3 milljarða króna og tók ný langtímalán upp á ríflega 2,6 auk þess sem skuldir voru færðar niður um áðurnefnda tölu. Þá kom inn nýtt hlutafé í félagið upp á 300 milljónir króna. Segja má að félagið hafi farið í gegnum „þvottavél“ viðskiptabanka síns í þessari fjárhagslegri endur­ skipulagningu: Nýtt hlutafé kom inn og skuldir voru færðar niður á móti. Fyrir vikið lítur staða Odda hf. ágæt­ lega út í dag og núverandi hluthaf­ ar, Sigurður V. Viggósson og Skjöldur Pálmason, halda fyrirtækinu. Mörg fyrirtæki í landinu fara nú í gegnum slíka fjárhagslega endur­ skipulagningu um þessar mundir, bæði útgerðir og fyrirtæki í öðrum greinum. Fyrir skömmu greindi DV til dæmis frá því að gasfyrirtæki Bjarna Ármannssonar hefði farið í gegnum slíka endurskipulagningu þar sem skuldir voru færðar niður og komið var inn með nýtt hlutafé. Eignuðust kvóta fyrir 635 milljónir Á sama tíma og Oddi fór í gegnum þessa fjárhagslegu endurskipulagn­ ingu með tilheyrandi skuldaniður­ færslu eignuðust forsvarsmenn fyrir­ tækisins kvóta fyrir rúmlega 635 milljónir króna árið 2012. Þetta kem­ ur fram í ársreikningi félagsins. Á þessu eru þó skýringar sem tengjast fjárhagslegri endurskipulagningu fé­ lagsins. Sigurður Viggósson segir að ekki sé um að ræða kaup á nýjum kvóta heldur hafi Arion banki gert kröfu um að dótturfélög Odda hf. rynnu inn í útgerðina vegna fjárhagslegr­ ar endurskipulagningar þess. Fyrir vikið þá eykst bókfærð kvótaeign Odda um 635 milljónir króna vegna þeirra aflaheimilda sem voru inni í dótturfélögunum. „Það er bara ver­ ið að sameina félög sem við áttum. Bankinn gerði kröfu um þetta. Þetta eru ekki nein ný kaup heldur er verið að færa kvóta á milli.“ Staða Odda í dag er sú að félagið á eignir upp á tæpa 4,3 milljarða króna en skuldar rúma 4. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við erum komnir á aðeins lygnari sjó. Niðurfærsla hjá Odda Oddi á Patreksfirði fékk skuldaniðurfærslu upp á rúmlega á 2,2 milljarða króna. MyNd Sigtryggur Ari Oddi braggast eftir K O R T E R . I S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.