Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 6
Íslandsbanki veðjaði á Karl 6 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Hildur aftur sett í bann „Ég er reyndar í sumarfríi á Spáni og hef bara frekar gott af því að vera laus við Facebook. Og sennilega hafa vinir mínir í kuldanum heima líka bara gott af því að ég geti ekki montað mig með strandarmynd- um. En jú, auðvitað er þetta fárán- legt,“ segir baráttukonan Hildur Lilliendahl sem á miðvikudags- kvöld var sett í enn eitt bannið á Facebook, í þetta sinn í 30 daga. Hildur var sett í bann fyrir að hlekkja á myndaumfjöllun ungrar konu sem tekur myndir af eigin leggöngum og leghálsopi dag- lega. Myndirnar birtast á síðunni Beautiful Cervix Project. Þar eru nokkur myndaalbúm sem sýna ólíkar konur, sem hafa tekið mynd- ir af leghálsi og leghálsopi sínu. „Þarna eru ekki klámfengnar myndir eða dónalegar. Þetta eru myndir af einhverju inni í manns- líkamanum,“ segir Hildur. Hildur segir bannið þó fyrst og fremst afhjúpa gildismat Facebook, sem hefur oft þótt fljótt að bregðast við ef það telur efni vera klámfeng- ið, en þykir seint að bregðast við of- beldisfullum myndum eða jafnvel kynþáttaníði. Bjarni Ben í Washington Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendi- nefnd fjármála- og efnahagsráðu- neytisins sem sækir ársfund Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans. Fundurinn hefst í dag, föstudag, og lýkur honum á sunnudag. Á fundinum er fjallað um stöðu og þróun efnahagsmála á heims- vísu. Íslenska sendinefndin fund- ar meðal annars með fjármála- ráðherrum, fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og starfsfólki AGS. Í framhaldi af fundinum í Washington fer Bjarni fyrir sendi- nefnd sem sækir ársfund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn verður haldinn í Lúxemborg hinn 15. október. Íslenskir búddistar í sárum n „Þetta var einhver stórkostlegasti maður sem ég hef hitt“ Þ etta er mjög sárt,“ segir Dag- mar Vala Hjörleifsdóttir, einn stjórnarmanna Hug- leiðslu og friðarmiðstöðvar- innar í Reykjavík. Á þriðjudaginn bárust þær fréttir frá Kína að Akong Tulku Rinpoche, bróður- sonur hans og bílstjóri, hefðu ver- ið myrtir í borginni Chengdu. Borgin er í suðvesturhluta Kína og í sömu borg búa þúsundir búddista, oft flóttamenn frá Tíbet. Akong Tulku Rinpoche var tíbeskur Rinpoche og átti sér marga fylgjendur. Mennirnir voru allir breskir ríkisborgarar, en bíl- stjórinn var munkur og bróður- sonur Akong var Lama. Akong Tulku flúði frá Tíbet árið 1959. Árið 1967 stofnaði hann fyrsta erlenda tíbeska búdda- klaustrið í Skotlandi. Dagmar Vala þekkti Akong Tulku Rinpoche og hafði lært af honum en Hugleiðslu og friðar- miðstöðin í Reykjavík var stofnuð að frumkvæði hans. Samkvæmt heimildum BBC voru mennirn- ir þrír stungnir til bana af þremur tíbeskum mönnum. Árásar- mennirnir hafa játað, en segja að árásin hafi verið gerð eftir þrætur um peninga. Dagmar bendir á að Akong hafi gefið mest allt það fé sem hann aflaði sér til góðgerðamála og lét það renna áfram til að styðja við starf sitt. „Við báðum fyrir þeim öllum í gær í miðstöðinni, fórnarlömbun- um þrem og morðingjunum líka. Mennirnir hafa skapað sér skelfi- legt karma með þessu og það er mikilvægt að fyrirgefa og hjálpa þeim líka,“ segir Dagmar. Akong var lærimeistari Dag- marar og segir hún hann hafa ver- ið mikilvægan mann og setur hann á svipaðan stall og Dalai Lama. „Munurinn er sá að Akong var ekki pólitískur,“ segir Dagmar. „Hann fékk leyfi til að gera meira og fór út um allan heim. Hann lét ekkert stoppa sig. Þetta var ein- hver stórkostlegasti maður sem ég hef hitt, fyrir utan Dalai Lama,“ segir hún. n Mikil sorg Akong Tulku Rinpoche var lærimeistari Dagmarar. Mynd Wikipedia n Gengið til samninga við Karl og skuldirnar lækkaðar um milljarð Í slandsbanki mat stöðuna svo að Karl Wernersson, eigandi og for- stjóri Lyfja og heilsu, væri líkleg- ur til að geta stýrt lyfjasölukeðj- unni þannig að bankinn myndi hámarka endurheimtur sínar á lán- um félagsins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Íslandsbanka. Líkt og DV greindi frá á mánudaginn af- skrifaði bankinn rúman milljarð króna af skuldum móðurfélags Lyfja og heilsu við endurskipulagningu fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingunum frá Íslandsbanka þá fylgdist sér- stök eftirlitsnefnd Alþingis með fjárhagslegri endurskipulagningu móðurfélags Lyfja og heilsu, Aurláka ehf., og gerði ekki athugasemdir við áframhaldandi eignarhald Karls á fyrirtækinu við fjárhagslega endur- skipulagningu þess. Þá er tekið fram, líkt og margoft hefur komið fram opinberlega áður, að við fjár- hagslega endurskipulagningu fyrir- tækja hjá íslenskum bönkum eftir hrunið 2008 er ekki farið í mann- greinarálit í þeim skilningi að einstaklingar sem kunna að vera með vafasama fortíð í viðskipta- lífinu séu útilokaðir frá eignarhaldi fyrirtækja. Bankar „hugsa“ kalt í slíkum efnum. kaup kaups Líkt og DV greindi frá á miðviku- daginn þá hefur Aurláki gengið í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu sem fól það í sér að einn af kröfuhöfum félagsins, eignarhaldsfélagið Leiftri, sem skráð er í skattaskjólinu Seychelles, afskrifaði kröfu sem það átti á félag- ið upp á tæpan milljarð króna. Þau viðskipti fóru þannig fram að Friðrik Arnar Bjarnason, sem er vinur Karls Wernerssonar, eignaðist Leiftra og afskrifaði svo kröfu félags- ins á hendur Aurláka. Í staðinn get- ur Leiftri eignast tveggja prósenta hlut í Aurláki gangi fjárhagsleg endurskipulagning félagsins eftir. Þannig getur Friðrik fengið eitthvað í endurgjald fyrir að taka félagið fyr- ir hönd Karls. Líkt og Karl sagði í DV á miðvikudaginn þá fannst honum „betra“ að einhver annar en hann ætti Leiftra þegar krafan á hend- ur Aurláka væri afskrifuð því ekki væri heppilegt að hann væri allan „ hringinn“ í viðskiptunum. Íslandsbanki gerði þá kröfu að aðrar skuldir Aurláka en þær sem eru við bankann og eru á fyrsta veð- rétti með tryggingu í hlutabréfun- um í Lyfjum og heilsu væru þurrk- aðar upp til að bankinn myndi afskrifa skuldir félagsins á móti. Þetta var svo gert með áðurnefnd- um Leiftrasnúningi. Málinu vísað frá Þrotabú Milestone, fjárfestingar- félags Karls Wernerssonar, hefur höfðað riftunarmál gegn Aurláka út af viðskiptunum með hlutabréf- in í Lyfjum og heilsu í mars 2008. Þá seldi eitt af dótturfélögum Mile- stone, L&H Eignarhaldsfélag, lyfja- sölukeðjuna út úr samstæðu Mile- stone. Milestone varð svo gjaldþrota eftir hrun og hefur verið í þrota- meðferð síðan. Skiptastjóri Milestone reynir nú að rifta sölunni á lyfjaversluninni og snýst hluti málaferlanna um að búið fái greitt til sín, frá Aurláka, millj- arð króna sem dótturfélag Mile- stone fékk aldrei greiddan þegar Lyf og heilsa var seld út úr sam- stæðunni. Málaferli vegna þessa milljarðs standa nú yfir og bein- ast að Aurláka, Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Friðriki Arnari Bjarnasyni. Á miðvikudaginn úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur þrotabúi Milestone í vil í málinu þegar hann hann hafnaði frávísunarkröfu frá Karli, Steingrími, Aurláka og Frið- riki í málinu. Deilan um umræddan milljarð, sem þrotabú Milestone vill fá greiddan, verður því tekin fyrir fyrir dómi. Svo gæti farið að Aurláki þurfi á endanum að greiða búinu milljarðinn. n afskrifað hjá félagi karls Móðurfélag Lyfja og heilsu fær afskrift og Karl Wernersson heldur verslununum. Bankinn telur hann líklegan til að hámarka endurheimtur bankans. „Bankar „hugsa“ kalt í slíkum efnum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 9. október 2013 Skotið á hús í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók aðfaranótt fimmtudags mann í tengslum við skotárás í Vestmannaeyjum. „Málið er í rannsókn,“ sagði Halldór Sveins- son, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, í samtali við DV um málið. Samkvæmt heimildum DV var skotið á hús við Fífilgötu í Vestmannaeyjum um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags og staðfestir Halldór það. Var skotinu hleypt af úr loftriffli og handtók lögreglan einstakling í tengslum við málið skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslu lögreglunn- ar. Hann hefur síðan verið kærður vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.