Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Svikahrappur ákærður á ný n Halldór Viðar Sanne á sér langa sögu svika og pretta H alldór Viðar Sanne, fertug- ur karlmaður sem dæmd- ur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku vegna umfangsmikilla fjársvika þar í landi, hefur verið ákærður fyrir fjársvik á Íslandi. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu en sam- kvæmt ákæru voru brotin fram- in á árunum 2008 til 2011. Ákær- an er í sex liðum og nema kröfur á hendur Halldóri mörgum millj- ónum króna. Halldór á að baka langan feril svika og pretta og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra ára fangels- isvist. Brottrækur frá Danmörku Í mars síðastliðnum var Halldór dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar í Danmörku fyrir umfangsmikil svik í Kaupmanna- höfn. Hann var sakfelldur fyrir 97 brot og má ekki koma aftur til Dan- merkur að lokinni afplánun dóms- ins. Halldór afplánar dóm sinn nú á Kvíabryggju en ekki er óalgengt að Íslendingar sem fengið hafa dóm erlendis fái að afplána hann hér á landi. Fjársvik Halldórs voru ansi um- fangsmikil en hann sveik fé út úr fólki, alls um 110 milljónir íslenskra króna, með því að sannfæra það um að kaupa fyrir sig iPhone-síma frá Apple sem hann myndi svo selja áfram á Íslandi fyrir hærra verð. Þannig væri hægt að græða talsvert á mismuninum og voru margir sem létu blekkjast, en símarnir sem Hall- dór sveik út úr fólki voru á bilinu sex til átta hundruð talsins. Hver sími kostar um fjögur þúsund danskar krónur, en það samsvarar um 90 þúsund íslenskum krónum. Hall- dór var handtekinn í október í fyrra í miðborg Kaupmannahafnar og var lögreglurannsóknin vegna málsins nokkuð umfangsmikil, enda margir sem höfðu látið blekkjast af svik- um Halldórs og viðmælendur lög- reglunnar því ekki fáir. Fjörugar flugferðir Líkt og fyrr sagði er ákæran á hend- ur Halldóri í sex liðum og er hann sakaður um að hafa, með ýmsum hætti, svikið út sem nemur rúm- lega 20 milljónum króna á þriggja ára tímabili; frá árslokum 2008 til ársloka 2011. Í fyrsta lagi er hann sakaður um að hafa svikið út sex flugfarmiða með Icelandair, sam- tals að andvirði rúmlega 500 þús- und króna, með því að gefa upp númer á greiðslukorti föður síns við kaup á flugmiðunum í gegnum vef flugfélagsins og þannig látið skuld- færa andvirði miðanna á greiðslu- kortareikning föðurins. Var það gert í blekkingarskyni og án heimild- ar korthafa. Þá er hann einnig sak- aður um að hafa í þrjú skipti svikið út vörur, samtals að andvirði rúm- lega 100 þúsund króna, í verslunum Saga Shop um borð í flugvélum Icelandair. Það gerði Halldór með því að framvísa innistæðulausu fyrirframgreiddu greiðslukorti sem lokað hafði verið og skilgreint sem vákort og nýtti sér þar með að greiðslukortavélar um borð í flug- vélum eru ótengdar síma og er því ekki hægt að hringja jafnóðum eftir heimild til úttekta. Tíu milljóna fjársvik Í öðru lagi er Halldór sakaður um að hafa fengið íslenskan mann til að greiða 2,6 milljónir króna sem hlutafé í tveimur óstofnuðum fé- lögum. Um var að ræða 25 prósenta hlut í SmartMedia annars vegar og fimm prósenta hlut í Smart Media Denmark hins vegar, en aldrei varð þó af stofnun félaganna og nýtti Halldór féð í eigin þágu sem og í rekstur eigin félaga samkvæmt ákæru. Í þriðja lagi er Halldór ákærður fyrir fjársvik og tilraun til fjársvika með því að fá Íslending, sem stadd- ur var hér á landi, til að slá inn greiðsluupplýsingar í posa sem tengdur var við íslenska fyrirtækið Borgun hf., en Halldór hafði þá komist yfir upplýsingar um fjöl- mörg greiðslukort og lét taka út af þeim án heimildar korthafa. Posinn var tengdur við reikning annars Ís- lendings sem gert hafði samning við Borgun hf. um leigu á posanum og rann féð því inn á reikning í hans eigu. Sjálfur var Halldór staddur í Danmörku þegar meint brot voru framin og fékk þess vegna menn- ina tvo, sem einnig eru ákærðir, í lið með sér við verknaðinn. Færslurn- ar voru alls 25 talsins og með þessu tókst Halldóri og félögum að svíkja út 9,6 milljónir króna. Þó greiddi Borgun einungis rúmar 7,6 millj- ónir króna inn á reikning manns- ins því eftirstöðvum var haldið eftir þegar upp komst um málið. Keypti Apple-vörur Í fjórða lagi er Halldór ákærður fyrir sams konar svik gagnvart Valitor og hann framdi gagnvart Borgun. Er hann sakaður um að hafa kom- ist yfir upplýsingar um greiðslu- kort átta einstaklinga og tekið út af greiðslukortum þeirra án heimildar en færslurnar voru alls 18 tals- ins og með þessu tókst Halldóri að svíkja út rúmar 4,5 milljónir króna. Í fimmta lagi er Halldór sakaður um sams konar verknað gagnvart Borg- un en með sama hætti tókst hon- um að svíkja út rúmar 580 þúsund krónur. Bæði Borgun og Valitor fara fram á að Halldóri og vitorðsmönn- um hans verði gert að endurgreiða féð að fullu ásamt vöxtum. Í sjötta lagi er Halldór sakaður um að hafa svikið út vörur, alls að andvirði rúmlega 2 milljóna króna, úr verslunum Apple á Íslandi. Þetta gerði Halldór með því að kom- ast yfir greiðslukortaupplýsingar Dana og gefa þær upp við kaup á hinum ýmsu vörum. Tókst honum þannig að kaupa sér sex snjallsíma af gerðinni iPhone 4S, þrjár tölvur af gerðinni Macbook Pro og einn snjallsíma af gerðinni iPhone 4. Útrás til Bandaríkjanna Halldór hefur að mestu verið bú- settur erlendis síðan snemma á tí- unda áratug síðustu aldar. Hann var um tíma markaðsstjóri Skífunn- ar en hefur komið víða við og var til að mynda forstjóri og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins SmartSMS sem stofnað var árið 2001. Fyrir- tækið seldi smáskilaboðaþjónustu á yfirverði og bauð meðal annars upp á hringitóna, leiki og tákn fyrir farsímanotendur hérlendis. Halldór ætlaði sér stóra hluti með SmartSMS í bæði Bandaríkjunum og á megin- landi Evrópu og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið árið 2003 að gerð- ur hefði verið samningur við banda- ríska fjarskiptafyrirtækið Electronic for Imagine um starfsemi þar vest- anhafs. Af því tilefni hygðist hann flytja búferlum til Los Angeles í Kali- forníu þar sem fyrstu skrefin yrðu stigin. Lítið sem ekkert hefur spurst til SmartSMS síðan en undanfarin ár hefur Halldór að mestu verið bú- settur í Danmörku. Framleigði íbúðir Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hall- dór er sakaður um svik hérlendis. DV hefur áður fjallað um mál hon- um tengd og sögðu viðmælendur blaðsins, sem þekkja til Halldórs, að hann hafi stundað vafasöm við- skipti af ýmsu tagi um árabil. Árið 2008 fjallaði DV til dæmis um mál einstæðrar móður langveiks barns sem sagðist hafa leigt íbúð af Halldóri sem hún taldi að væri í hans eigu. Borgaði hún Halldóri 400 þúsund krónur fyrir- fram í tryggingu, en þá tryggingu átti hún svo að fá greidda til baka að leigutíma liðnum. Síðar kom þó í ljós að Halldór var í raun að framleigja íbúðina til konunnar, án vitundar réttra eigenda, og fékk konan trygginguna aldrei endur- greidda. Sagði hún einnig að Hall- dór hafi platað sig og vin hennar til þess að kaupa hlutabréf í fyrirtæk- inu Smart Entertainment Group, sem hann sagðist vera forstjóri í. Tók konan tæplega 700 þúsund króna lán fyrir hlutabréfunum en þegar hún setti sig í samband við umrætt fyrirtæki og spurði um Halldór og hlutabréfin fékk hún þau svör að ekki hefði sést til hans í marga mánuði. Lenti konan í mikilli skuldasúpu vegna þessa og var að vonum afar ósátt með fram- göngu Halldórs. n Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Ákærður Halldór er ákærður fyrir að hafa svikið út rúmlega 20 milljónir króna með margvíslegum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.