Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 12
P ia Prytz Phiri, fram- kvæmdastjóri umdæmis- skrifstofu Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna í Norður- Evrópu, segir íslenska ríkið ítrekað brjóta á mannréttind- um flóttafólks sem leitar að hæli hér á landi. Eins og DV hefur greint frá er það regla frekar en undantekning að flóttamenn séu dæmdir í fangelsi fyrir skjalafals stuttu eftir að komuna til Ís- lands. „Ég vil að það sé mjög skýrt að við teljum þetta ekki vera réttlætan- legt,“ segir Pia í samtali við DV, en hún kom hingað til lands á dögunum til þess að kynna sér aðstæður hælisleit- enda og fylgja eftir skýrslu um stöðu ríkisfangslausra á Íslandi. „Það er alveg skýrt að það á ekki að refsa flóttamönnum fyrir ólöglega innkomu til landsins. Þessi vinnu- brögð eru ekki í samræmi við alþjóða- lög og þau eru ekki í samræmi við 31. grein Flóttamannasamningsins,“ segir Pia. Ísland fullgilti samning um rétt- arstöðu flóttamanna (flóttamanna- samning Sameinuðu þjóðanna) árið 1956. Í 31. grein samningsins segir meðal annars að aðildarríkin skuli ekki beita refsingum gagnvart flótta- mönnum vegna ólöglegrar komu þeirra til landsins. Þrátt fyrir það eru flóttamenn ítrekað handteknir við komuna til landsins fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og færðir fyr- ir dómara þar sem þeir eru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi. Þetta er eitt af þeim atriðum sem veldur talsmanni Flóttamannahjálp- arinnar áhyggjum, en hún tók málið meðal annars fyrir á fundi sínum með innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Viðgengst ekki í nágrannaríkjum Fólk sem er að koma frá landi þar sem lífi þeirra eða frelsi var ógnað, ferðast oftar en ekki á fölsuðum skilríkjum. Ástæður þess eru mismunandi en þar getur verið um að ræða fólk sem er í ónáð hjá ráðandi stjórnvöldum eða fólk sem hefur ekkert ríkisfang. Pia segir að flóttamannasamningurinn kveði á um að fólki á flótta skuli ekki refsað fyrir það eitt að hafa beitt tiltæk- um ráðum til þess að komast leiðar sinnar. Ef vafi leiki á um ástæður flótt- ans eða sannleiksgildi frásagna, sé sérstaklega tilgreint að fólk eigi að fá að njóta vafans. Pia segir engu máli skipta hvort viðkomandi einstaklingar séu að koma með flugi frá Danmörku, London eða Damaskus í Sýrlandi, ákvæði samningsins geri ráð fyrir því að til staðar sé rými fyrir fólk til að komast til þess lands þar sem það vill óska eftir hæli. Hún segist ekki vita til þess að þessi vinnubrögð hafi fengið að viðgangast annars staðar í ríkjum Norður-Evrópu: „Þetta þekkist ekki í Svíþjóð, ekki í Danmörku og í raun- inni í afar fáum ríkjum sem við höfum skoðað. Flóttamenn eru ekki hand- teknir svona og settir beint í varð- hald fyrir það eitt að framvísa fölsuð- um skilríkjum.“ Hún segir þetta í raun liggja í augum uppi: „Þeir eiga oftar en ekki nein vegabréf og hefðu aldrei náð að flýja ef ekki hefði verið fyrir þessi fölsuðu skilríki.“ Hæstiréttur ósammála Rauði kross Íslands hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum af þessari þróun sem virðist vera orðin að reglu hér á landi. Þá hafa samtökin óskað eftir því að kannað verði á hvaða grundvelli lögreglan ákveði að kæra flóttafólk og hælisleitendur. Ragnar Aðalsteins- son hæstaréttarlögmaður lét reyna á 31. grein flóttamannasamningsins fyrir Hæstarétti Íslands í fyrra, í máli drengja frá Marokkó og Alsír sem dæmdir voru í þrjátíu daga fangelsi við komuna til landsins. Flóttamanna- hjálpin kom að því máli, meðal annars með því að útskýra 31. grein flótta- mannasamningsins í bréfi sem sent var fyrir dóminn. „Það var ekki tekið til greina. Niðurstaða Hæstaréttar Íslands var sú að alþjóðalög hefðu ekki verið brotin. En við ætlum ekki að gefast upp, við höldum áfram að fylgjast með þróun- inni í þessum málum,“ segir Pia sem bætir því við að Flóttamannahjálpin líti svo á að með því að beita þess- um aðferðum, að því er virðist kerfis- lægt, sé ítrekað verið að brjóta 31. grein flóttamannasamningsins. Þá segir hún einnig gott að skoða nýlega endurskoðun Evrópulöggjafarinnar í þessu ljósi, en þar sé skýrt kveðið á um að flóttamenn skuli einungis sendir í varðhald í mjög sérstökum tilfellum: „Og þá er líka sérstaklega tiltekið við hvaða aðstæður slík tilfelli geti kom- ið upp.“ Beint á sakaskrá Pia segir mikilvægt að komið verði í veg fyrir að þetta verklag fái að við- gangast áfram hér á landi. Mörg rök hnígi að því að þetta sé ekki síður slæmt fyrir móttökulandið en flótta- fólkið sjálft. Þannig sé kerfislægt verið að glæpgera flóttafólk við kom- una til landsins sem hafi síðar þær af- leiðingar að það eigi erfiðara með að aðlagast landinu. „Þetta er auðvitað ekki gott upphaf á veru þinni í landinu ef staða þín sem flóttamaður er síð- ar viðurkennd,“ segir Pia og bætir því við að þetta hafi verið eitt af því sem hælis leitendur á gistiheimilinu Fit sögðu við hana þegar hún heimsótti heimilið í vikunni. „Þeir sem höfðu verið handteknir við komuna voru augljóslega í verra ásigkomulagi andlega en þeir sem höfðu ekki verið fangelsaðir. Og þeir voru að spyrja hvers vegna þeir hefðu verið settir í varðhald? Einn mannanna lýsti þessu fyrir okkur: „Ég sagði þeim [lögreglunni] að þetta væri ekki vegabréfið mitt. Ég sagði þeim að ég væri að nota það vegna þess að ég gat ekki annað“.“ Önnur afleiðing af þessum dómum yfir flóttafólki sé sú að það fari beint á sakaskrá við kom- una til landsins. Þetta er bagalegt að mati Piu: „Og jafnvel þó fólk sé síðar viðurkennt með stöðu flóttamanns, og það hafi rétt á að sækja um ríkis- borgararétt, getur þessi „ sakaferill“ þeirra komið í veg fyrir að það fái hann.“ Afganskur drengur fangelsaður Aðspurð hvað hægt sé að gera til þess að breyta þessari þróun segir Pia: „Það er hægt að breyta lögunum þannig að þetta hætti að verða viðvarandi regla í samskiptum við þá sem koma til landsins í leit að hæli. Við höfum reynt að benda á hvernig hægt sé að gera það vegna þess að við trúum því stað- fastlega að reyna skuli allar aðrar leiðir áður en gripið sé til þess að dæma fólk í varðhald.“ DV greindi frá því í vikunni þegar drengur frá Afganistan var dæmdur í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Drengurinn sagðist vera rúmlega sautján ára en samkvæmt niðurstöðu úr læknisfræðilegri aldurs- greiningu var hann „fræðilega 19,7 ára gamall, með 1,4 ár í staðalfrávik.“ Pia segir að í slíkum tilfellum eigi viðkom- andi að fá að njóta vafans og vísar hún meðal annars í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna í þeim efnum, sem Ísland hefur einmitt fullgilt. „Það er ekki nóg að gera bara læknisfræðilegt mat. Það verður líka að byggja niðurstöðuna á viðtali við manneskjuna þar sem þroskastig hennar er skoðað og svo framvegis. Það eru mjög ítarlegar leiðbeiningar um hvernig slíkar aldursgreiningar eiga að fara fram í Barnasáttmálanum, og þeim er ekki alltaf fylgt eftir.“ Funduðu með ráðherrum Pia kom hingað til lands í upphafi vikunnar ásamt Karolinu Lindholm Billing, lögfræðingi umdæmisskrif- stofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu. Þær heim- sóttu meðal annars flóttafólk og hælis- leitendur, fulltrúa Rauða krossins á Íslandi, sem er samstarfsaðili Flótta- mannahjálparinnar hér á landi, lög- fræðinga sem og utanríkis- og inn- anríkisráðherra. Þær segjast hafa átt góða fundi og eru bjartsýnar á að bætt verði úr því sem farið hefur aflaga í þessum málaflokki hér á landi. Eins og greint var frá í upphafi greinar voru þær meðal annars að fylgja eftir skýrslu um stöðu ríkis- fangslausra á Íslandi sem unnin var í samstarfi Mannréttindastofnunar Há- skóla Íslands og umdæmisskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norður-Evrópu, að beiðni fyrrverandi innanríkisráð- herra, Ögmundar Jónassonar. Nú er nýr ráðherra yfir málaflokknum, Hanna Birna Kristjánsdóttir, en hún hyggst fylgja málinu eftir. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru að minnsta kosti tólf milljónir ríkisfangslausra í heiminum í dag. Ísland hefur ekki fullgilt samn- ing um stöðu fólks án ríkisfangs frá 1954 og samning um að draga úr ríkis- fangsleysi frá árinu 1961. Þá hefur skil- greiningin á ríkisfangslausum einstak- lingi ekki verið lögfest hér á landi. Í niðurstöðu skýrslunnar kemur meðal annars fram að opinber tölfræðigögn hér á landi veiti einungis takmarkaðar niðurstöður um raunverulegan fjölda og uppruna ríkisfangslausra einstak- linga hér á landi. Pia tilgreinir ýmislegt fleira sem bæta megi í málaflokki flóttafólks og hælisleitenda í samtali sínu við blaða- mann en fjallað verður frekar um þau atriði í DV í næstu viku. n Íslenska ríkið brýtur á rétti flóttamanna n Pia Prytz Phiri segir fangelsun flóttafólks vegna falsaðra skilríkja brot á alþjóðalögum„Það er alveg skýrt að það á ekki að refsa flóttamönnum fyrir ólöglega innkomu til landsins. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Brot á alþjóðalögum Pia Prytz Phiri, fram- kvæmdastjóri umdæmis- skrifstofu Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, segir íslenska ríkið ítrekað brjóta á réttindum flótta- fólks. Mynd Sigtryggur Ari 12 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.