Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 11.–13. október 2013 Helgarblað n Bakteríur, veirur og sníkjudýr geta valdið usla n Hægt að fá heilabólgu eftir flugnastungu Í slendingar ferðast víða erlendis þar sem þeir geta smitast af ýms- um bakteríum og veirum auk þess sem sníkjudýr svo sem bandorm- ar geta líka gert usla í líkamanum. Mikilvægt er að undirbúa vel ferðir til fjarlægra landa með því að láta bólu- setja sig tímanlega og taka jafnvel sýklalyf áður en lagt er í hann. Sýkingar, sem fólk getur fengið á ferðum sínum erlendis, geta verið öndunarfærasýkingar, niður- gangspestir, kynsjúkdómar og blóð- bornir sjúkdómar en mismun- andi sýklar geta valdið þessum sjúkdómum; bakteríur, veirur og sníkjudýr svo sem ormar. „Það skiptir í fyrsta lagi máli hvert viðkomandi er að fara; til hvaða lands eða landa og í hvaða álfu þau eru,“ segir Þórólfur Guðnason smitsjúk- dómalæknir. „Smithættan á mismun- andi sjúkdómum er ólík eftir lönd- um og jafnvel svæðum innan landa og er ég þá að tala um Asíu, Afríku og Suður- Ameríku. Smithættan er líka mismunandi eftir árstíðum. Það þarf stöðugt að fylgjast með því hvaða sjúkdómar eru í gangi á þessum stöðum og hvaða varnir eru þá bestar. Þá þarf að hafa í huga hvort fólk ætli að gista á fimm stjörnu hótelum í stórborgum eða hvort það ætli að gista í þorpum eða jafnvel undir berum himni í frumskógi.“ Undirbúa sig tímanlega Þórólfur segir það geta verið flók- ið að fara í gegnum það sem þarf að gera til að undirbúa sig sem best fyr- ir slíka ferð en best er að huga að því í tíma; helst nokkrum mánuðum áður en farið er í ferðina. „Það er ekki nóg að íhuga bólusetningar nokkrum dögum áður en farið er af stað; það getur verið allt of seint. Þessu er sinnt á nokkrum stöðum. Það er í fyrsta lagi heilsugæslan og innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er svokölluð Miðstöð sóttvarna sem hefur sér- hæft sig í þessum sjúkdómum. Þá má einnig nefna einkafyrirtæki eins og Heilsuvernd, Ferðavernd og Vinnu- vernd. Þá eru upplýsingar um smit- hættu og helstu sýkingar á vef emb- ættis landlæknis, landlaeknir.is, sem og hlekkir inn á aðrar vefsíður.“ Taka þarf tillit til heilsufars við- komandi ef hætta er t.d. á að hann fari illa út úr vissum sýkingum í tengslum við undirliggjandi sjúk- dóma. Fara þarf í gegnum grunn- bólusetningar; við hverju hann hef- ur verið bólusettur og hvort þar vanti eitthvað upp á. „Síðan þarf að hafa í huga hvaða sjúkdómar eru í gangi á viðkomandi stöðum og hvort viðkomandi þurfi sérstaka bólusetningu. Það þarf þó fyrst og fremst að huga að hreinlæti þegar út er komið, huga vel að handþvotti og gæta þess hvað viðkomandi setur ofan í sig en margir af þessum sjúkdómum smitast með matvælum ef fólk gætir ekki að sér og borðar illa útbúinn mat og drekkur mengað vatn.“ Salmonella, malaría … Salmonellubakterían veldur niður- gangi en þótt hann sé tiltölulega væg- ur getur fólk verið lengi að ná sér. Salmonella getur valdið alvarlegri sýkingu annars staðar í líkamanum svo sem í liðum, beinum og öðrum líffærum. Shigella veldur líka niður- gangi auk þess sem algengar orma- sýkingar geta valdið meltingarfæra- sýkingum. Malaría smitast með biti moskító- flugna og látast hundruð þúsunda einstaklinga árlega af völdum sjúk- dómsins í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku. Ástandið er verst í Afríku, sunnan Sahara. Ekki er til bóluefni gegn malaríu og frumdýrin sem valda malaríu eru sum hver ónæm fyrir sýklalyfjum. Viðkomandi þarf hins vegar að taka sýklalyf í forvarnarskyni ef hann fer til landsvæða þar sem malaría er landlæg. Þá eru ýmis önn- ur ráð fyrir hendi svo sem að bera á sig áburð sem moskítóflugur forðast, vera í síðerma skyrtum og síðbuxum og svo má úða flugnaeitri í þau her- bergi sem fólk er í. Þá er nauðsynlegt að sofa undir flugnaneti. Ýmsar aðrar bakteríur og veirur geta borist með flugum sem stinga. Veirur geta líka borist með flóm sem stinga. Skógarmítill getur borið með sér bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur lagst á taugakerfið og valdið alvarlegum taugasjúkdómi og jafnvel lömun. Um fimm prósent mítla bera borellíu-bakteríu sem getur valdið Lyme-sjúkdómnum sem getur valdið varanlegri örorku. Skógarmítil er að finna hér á landi en ekki hefur fundist mítill með þessari bakteríu eða veiru. Þá er hægt að fá heilabólgu í kjöl- far flugnabits. „Sýkingin gengur yfir í flestum tilvikum án þess að mikilla einkenna verði vart. Sumir geta þó fengið alvarleg einkenni sem fylgir skerðing á heilastarfsemi.“ Stunda ekki óvarið kynlíf „Það er til aragrúi af mismunandi veirum og nánast allar veirurnar eru þannig að það er ekkert hægt að með- höndla þær; ekki er til nein sértæk aðferð og ekki til nein lyf við þeim.“ Þórólfur segir að það séu tilvik þar sem menn telja að HIV hafi hugsan- lega smitast með flugnastungu en það hefur þó ekki verið sannað. „Veir- an þarf að vera í dálítið miklu magni til að sýkja en hún er í litlu magni í flugunni.“ Fólk þarf að passa sig á að stunda ekki óvarið kynlíf til að koma í veg fyrir að smitast af kynsjúkdómum og HIV sem er algengur í Afríku. Þá þurfa sprautufíklar að huga vel að hreinlæti á nálum. Þórólfur segir að lifrarbólga sé al- geng í Asíu en hún smitast aðallega með blóðblöndun auk þess sem fólk getur smitast með kynmökum. Hreinlæti mikilvægt Sníkjudýr eins og ormar geta smitast með svínakjöti og geta farið úr meltingarveginum og þaðan inn í vöðva og sest þar að. Amöbur geta valdið slæmum einkennum frá meltingarvegi. Íslendingar sem fara til fjarlægra landa smitast af og til af eggjum band- orma sem geta fullvaxnir orðið meira en metri á lengd. Miserfitt getur verið að losna við ormana. „Það eru til mis- munandi tegundir af þessum ormum og þarf að senda orm og egg í grein- ingu til að sjá hvaða tegund um er að ræða og þá sést hvaða lyf passa best. Skaðinn sem af ormunum hlýst er misjafn eftir tegundum. Ormarnir geta valdið óþægindum og blóð- leysi. Þeir nærast í görninni og geta farið þaðan inn í lifrina og jafnvel inn í lungun, skriðið síðan þar upp og far- ið svo aftur niður í meltingarveginn. Það getur því verið ákveðin hringrás í líkamanum og valdið alls konar ein- kennum, truflunum og vandamál- um.“ Berklar – sem kallaðir voru hvíti dauði – drógu marga til dauða á árum áður. Þennan skæða sjúk- dóma er enn að finna á vissum stöð- um. „Berklar eru t.d. í Austur- Evrópu og þá aðallega á meðal fanga og fólks í ákveðnum þjóðfélagsstéttum. Berklafaraldrar geta blossað upp á ákveðnum stöðum erlendis og það gildir það sama – hægt er að verjast smiti með því að huga vel að hrein- læti. Það er aðalvörn hins almenna ferðamanns.“ n Svava Jónsdóttir Smithætta í útlöndum Þórólfur Guðnason „Smithættan á mis- munandi sjúkdómum er ólík eftir löndum og jafnvel svæðum innan landa og er ég þá að tala um Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Smithættan er líka mismunandi eftir árstíðum.“ Mynd SiGtryGGUr ari Grensásvegi 8 - Sími 553 7300 Opið mánudaga – fimmtudaga 12–18 föstudaga 12–19 og laugardaga 12–17 SOHO/MARKET Á FACEBOOK Stuttur jakki 9.990 kr. Ruffle jakki 11.990 kr. Jakkaslá 19.990 kr. Kápa 11.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.