Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 45
A lþjóða geðheilbrigðis­ dagurinn var í gær, 10. október, í ár með áherslu á geðheilsu á efri árum. Um­ ræða um mikla geðlyfja­ notkun aldraðra var áberandi í fréttum nýlega, en minni um vax­ andi fjölda fullorðinna sl. misseri sem enda á örorkubótum vegna at­ vinnumissis og félagslegra erfið­ leika tengdum þunglyndi. Mjög lítil umræða er hins vegar um þann stóra hluta þjóðfélagsþegna á öllum aldri sem þurfa að taka orðið þung­ lyndislyf daglega vegna langvarandi kvíða og einangrunar í þjóðfélaginu. Hverjar eru helstu ástæður þung­ lyndis sem ekki voru jafn algengar áður? Er hugsanlegt að hluti af skýr­ ingunni séu ofgreining og ofnotkun á nýju SSRI­þunglyndislyfjunum eins og sumir vilja halda eða er vöntun á öðrum úrræðum? Danir hafa haft miklar áhyggjur af geðlyfjanotkun sinni sem hefur ítrekað verið til umfjöllunar í danska ríkissjónvarpinu sl. sumar (Dan­ mark på piller). Umfjöllun um mik­ ilvæg heilbrigðismál sem ríkisfjöl­ miðlarnir hér á landi mættu gjarnan taka sér til fyrirmyndar. Tólfti hver Dani notar þunglyndislyf, en hingað til hefur verið áætlað að aðeins 10– 20% einstaklinga eigi við tímabund­ ið þunglyndi að stríða, einhvern tím­ ann á lífsleiðinni. Tíu prósent þjóðar á hverjum tíma eins og lyfjanotkun Dana bendir til, leiðir auðvitað hug­ ann að ofnotkun þessara lyfja. Eins þar sem notkun þunglyndislyfja hef­ ur aukist um helming meðal unga fólksins. Eða eru skýringarnar aðrar? Óhóflegt álag og áreiti Rannsóknir sýna að langvarandi kvíði og spenna getur auðveldlega leitt til þunglyndis. Þunglyndi virðist þannig geta átt rætur í minni mann­ legum tengslum, sem og oft óhóf­ legu álagi og áreiti í nútímaþjóðfé­ lagi. Meira en mannlegur máttur ræður við og við höfum þróast sem félagsverur til að þola. Á sama tíma og hvert okkar eyðir miklu meiri tíma í rafræna huggun og samskipti, ekki augliti til auglitis. Þar sem maður er líka manns gaman. Endalaust tal við sjálfan sig og tölvuna eða snjallsím­ ann sem getur varla boðað gott til lengdar. Helstu einkennin eru síðan depurð, viðkvæmni og neikvæðni og síðan verkkvíði, lækkað sjálfsmat og skerðing á allri samskiptalegri færni. Nokkuð sem sálfræðimeð­ ferðin reynir fyrst og fremst að laga og styrkja. Meðal annars með stuðn­ ingsviðtölum, hugrænni atferlis­ meðferð, íhugun og góðum hughrif­ um (gjörhygli) ásamt djúpslökun og jafnvel dáleiðslu. Að fokusera á styrk­ leikann og það jákvæða. Aukinn kostnaður samfélags Áhugaverð grein birtist í Fréttablað­ inu fyrir tveimur árum eftir Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðing sem benti á þá staðreynd að örorka vegna geðraskana hefði aukist hratt hér á landi, þrátt fyrir mikla aukn­ ingu á notkun geðlyfja, sem greini­ lega væri þá ekki nægjanleg lækning. Hann benti m.a. í greininni á þá stað­ reynd að hátt í tvöfalt fleiri endi á ör­ orku í dag vegna þunglyndis en fyrir tveimur áratugum síðan, þ.e. meðal kvenna úr 14% í 29% allra helstu orsaka fyrir örorku og meðal karla úr 20% í 35%. Vísaði hann þar til rann­ sóknar sem íslenskir aðilar stóðu að (Sigurð Thorlacius og félaga, Journal of Mental Health). Svipaðrar þróun­ ar gætir einnig í Bandaríkjunum, en á undanförnum tveimur áratugum hefur örorka vegna geðraskana þar í landi þrefaldast, og er orðin önn­ ur algengasta ástæða örorku. Fjöldi örorkulífeyrisþega á Íslandi er nú rúml.15.000 og hefur þeim fjölgað um tæplega helming á síðustu 10 árum. Aukinn kostnaður samfélags­ ins vegna þessarar þróunar nemur mörgum milljörðum króna á ári. Því er líka til mikils fjárhagslega ávinn­ ings að vinna ef koma má í veg fyrir stóran hluta örorku með félagslegum úrræðum og sem annars geta leitt til þunglyndis og varanlegrar örorku. Fjárhagsáhyggjur og þunglyndi Sennilega eru samverkandi þættir sem skýra best í dag mikla notkun þunglyndislyfja hér á landi. Lyfin (að­ allega svokölluð SSRI­lyf) eru einnig notuð á aðrar geðraskanir en hreint þunglyndi, tengt kvíða og spennu. Eins m.a. ADHD (athyglisbrest með ofvirkni) hjá börnum og unglingum. Betra aðgengi að lyfjunum, á sama tíma og skortur er á félags­ og sál­ fræðilegum úrræðum sem styrkt geta félagsleg tengsl og sjálfsbjargarvið­ leitni. Væg þunglyndiseinkenni geta líka komið fram hjá flestum fullorðn­ um ef fjárhagslegar áhyggjur eru of miklar og langvarandi, ekki síst þegar við bætist efnahagsleg óvissa í þjóðfélaginu öllu og yfirvofandi at­ vinnumissir margra. Lyfjameðferð er þó í flestum tilfellum aðeins beitt vegna langvarandi þunglyndisein­ kenna sem geta þá oft hjálpað mikið í byrjun. Lyfin hjálpa oft einstaklingi í byrjun að taka fyrstu skrefin, áður en viðkomandi er tilbúinn að vinna betur í sínum sálfræðilegu málum, með sálfræði­ og félagslegri með­ ferð ef hún á annað borð er í boði. Ís­ lenskir geðlæknar hafa enda komist að þeirri niðurstöðu (2004) að hröð aukning á ávísun þunglyndislyfja hér á landi minnki ekki þann mikla vanda sem þunglyndi sjálft veldur til lengri tíma. Þunglyndi og hópuppsagnir Vinnan er öllum mikilvæg, starfs­ ánægjunnar vegna og til félagslegrar styrkingar. Á tímum eins og við nú lifum hafa hópuppsagnir fyrir­ tækja verið nær daglegt brauð. Þá er sérstaklega mikilvægt að að vera vel á verði og að ekki sé ruglað saman félagslegum réttindum vegna atvinnumissis og endurhæf­ ingar­ og örorku mati vegna heilsu­ brests til vinnu. Eitt af hlutverkum heilsugæslunnar er engu að síður atvinnuheilsuvernd í þeim skilningi að viðhalda starfshæfni einstak­ lingsins og reyna að koma í veg fyr­ ir ótímabæra örorku, ekki síst vegna geðraskana. Hvað varðar félags­ færni og menntun er það síðan ekk­ ert síður mál bæjar­ og sveitarfélaga að veita framfærslustyrki og önnur úrræði þegar rétt til atvinnuleysis­ bóta þrýtur sem margir standa nú frammi fyrir í dag. Þjóðfélag að niðurlotum komið Heimilislæknar skilgreina vanda sjúklings ekkert síður út frá líðan og getu, en ákveðnum sjúkdóms­ greiningum. Allir hljóta að sjá að fólki sem atvinnan er kippt und­ an, ekki síst því sem unnið hefur langa starfsævi hjá sama fyrirtæk­ inu, á ekki marga kosti í stöðunni. Sér í lagi ef heilsan er ekki upp á það besta eins og gengur. Verkalýðsfélög­ in og starfsmannasamböndin koma þessu fólki nú í dag til hjálpar með boði um starfsendur hæfingu hjá VIRK og mati sem byggist á fjölþátta­ endurhæfingu, sálfræðihjálp, félags­ ráðgjöf og sjúkraþjálfun í samvinnu við heilsugæsluna. Myndarlega hef­ ur verið staðið að þessu verkefni frá því það byrjaði fyrir um 3 árum sem þegar hefur komið í veg fyrir varan­ lega örorku vegna kvíða og þung­ lyndis hjá mörgum. Ekkert síður en ómarkvissari og meiri notkun geð­ lyfja vegna utanaðkomandi erfið­ leika í þjóðfélaginu sjálfu sem því miður virðist í dag sjálft að niðurlot­ um komið. Hlúum betur að unga fólkinu Mikil og vaxandi notkun þunglyndis­ lyfja endurspeglar þannig vaxandi félagslegan vanda í okkar þjóðfé­ lagi í dag sem á sennilega eftir að aukast eftir því sem líður á kreppuna. Vandi sem sýndi sig best eftir krepp­ una í Finnlandi fyrir þremur áratug­ um. Kvíði, spenna og skortur á ham­ ingju á heimilum sýndi sig þannig vera stærsti áhættuþátturinn í geð­ og félagslegum erfiðleikum barna og unglinga, en sem kom best í ljós löngu síðar og þá hjá kynslóðinni sem stundum hefur verið kölluð týnda kynslóðin. Finnar eru enn í dag að fást við þessar afleiðingar. Reynsla þeirra á að vera okkur hvatning til að gera ekki sömu mistökin og hlúa strax betur að fjölskyldugildunum, og unga fólkinu sem erfa á landið. n Lífsstíll 45Helgarblað 11.–13. október 2013 Vilhjálmur Ari Arason Af sjónarhóli læknis Þunglyndi þjóðar Rafræn huggun Einkenni þess að einangrast frá mannlegum samskiptum geta verið alvarleg. Helstu einkennin eru síðan depurð, við- kvæmni og neikvæðni og síðan verkkvíði, lækkað sjálfsmat og skerðing á allri samskiptalegri færni. „Endalaust tal við sjálfan sig og tölv- una eða snjallsímann sem getur varla boðað gott til lengdar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.