Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 18
n Sjálfsvígstíðni hjá transfólki er há n Kynleiðréttingaraðgerðir greiddar af ríkinu T ransfólk á Íslandi er mótfallið því að það sé greint með geð- sjúkdóm. Eins og málum er háttað á Íslandi í dag er grein- ingin þó stór ástæða fyr- ir þátttöku ríkisins í kostnaði við kyn- leiðréttingu. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna '78, segir grein- inguna tímaskekkju, en ekki er langt síðan samkynhneigð var einnig skil- greind sem geðsjúkdómur. Blaðamaður DV ræddi við Önnu Pálu og Uglu Stefaníu Jónsdóttur, for- mann samtakanna Trans Ísland, og ráðfærði sig auk þess við Óttar Guð- mundsson geðlækni um stöðu trans- fólks á Íslandi í heilbrigðiskerfinu. „Ekki geðsjúkdómur“ Kynáttunarvandi er greindur sam- kvæmt DSM-greiningarkerfinu (e. Di- agnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) en skiptar skoðan- ir eru á því hvort hann eigi heima þar yfirhöfuð. Ekki er langt síðan samkyn- hneigð var flokkuð á sama hátt en hún var tekin út úr DSM-greiningarvið- miðunum árið 1973. Raunin er þó sú að nauðsynlegt er fyrir einstaklinga að vera greindir með kynáttunarvanda til þess að mega fara í kynleiðréttingu og þurfa þar með að sætta sig við að vera greindir með geðröskun. Ugla Stefanía Jónsdóttir, formaður samtakanna Trans Ísland, segir ekki eðlilegt að kynáttunarvandi sé flokk- aður sem geðröskun og að starfsmenn heilbrigðiskerfisins taki í raun og veru ekki á málefnum fólks eins og um geðsjúkdóm sé að ræða. „Þeir líta í rauninni ekki endilega á þetta sem geðsjúkdóm því að þó þetta sé flokkað svoleiðis samkvæmt ein- hverjum stöðlum þá er þetta náttúru- lega ekki geðsjúkdómur og ætti ekki að vera flokkaður sem slíkur. Samkyn- hneigð var náttúrulega flokkuð sem geðsjúkdómur á sínum tíma þannig að hér er sama sjúkdómsvæðing í gangi,“ segir hún. „Lífsnauðsynleg aðgerð“ Ugla segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir þessari flokkun. „Í mörgum löndum er borgað er fyrir aðgerðir og fleira og ástæðan fyrir því er einmitt sú að þetta er flokkað sem geðsjúkdómur. Þá taka sjúkra- tryggingar þátt í kostnaðinum.“ Hormónameðferð þurfa einstak- lingar á Íslandi að greiða úr eigin vasa. Ríkið greiðir aðeins kynleiðréttingar- aðgerðina sjálfa. „Það er bara sjálf kynleiðréttingar- aðgerðin sem er borguð. Og það er náttúrulega ekkert bara af því að þetta er flokkað sem geðsjúkdómur því þetta er lífsnauðsynleg aðgerð fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda.“ Úrelt viðhorf Ugla telur að ástæða þess að kynáttun- arvandi sé flokkaður sem geðröskun sé að mestu leyti vegna úreltra viðhorfa í samfélaginu. „Þetta hefur verið sjúkdómsvætt í gegnum tíðina og heitir ennþá kynátt- unarvandi. Á ensku heitir þetta líka „gender identity disorder“ þannig að þetta eru bara leifar af einhverjum gömlum fræðum og gömlum pæling- um. Ég held að það sé helsta ástæðan fyrir því að þetta er enn flokkað sem geðsjúkdómur. Núna eru reyndar ein- hverjar umræður í gangi um það að breyta heitinu úr „gender identity dis- order“ yfir í það sem kallast „gender dysphoria“ en það er í rauninni heiti yfir kvíðann og þunglyndið sem fólk fær við það að vera í röngum líkama.“ Ugla segir flest transfólk finna fyrir mikilli vanlíðan enda sé kynleiðrétting bæði langt og erfitt ferli. „Flestir sem ganga í gegnum ein- hvers konar kynleiðréttingarferli upp- lifa einhvers konar þunglyndi eða óánægðu með það að vera í röngum líkama. Þó það fái ekki allir alvarlegt þunglyndi þá þjást nú flestir af ein- hvers konar óánægju og depurð. Það er meira en að segja það að vera í röng- um líkama.“ Viðkvæmt mál En af hverju hafa Trans Ísland, Sam- tökin '78 og fleiri ekki mótmælt þessari greiningu? „Þetta er dálítið viðkvæmt mál af því að sjúkratryggingarnar borga sjálfa aðgerðina og ef þessu væri breytt núna án þess að þetta færi í gegnum ein- hverjar fleiri breytingar þá myndu sjúkratryggingarnar bara hætta að taka þátt í þessu. Þannig að það er dá- lítið viðkvæmt mál hvernig á að snúa sér í þessu. Peningar eru alltaf við- kvæmt mál,“ segir Ugla en bætir við að málefni transfólks séu stutt á veg kom- in og að margt eigi eftir að ávinnast í baráttunni. „Það voru náttúrulega bara sett lög um einstaklinga með kynáttunar- vanda árið 2012 og það var kannski svona fyrsta skrefið í einmitt því að breyta þessu. Þannig að þessi lög voru bara fyrsta skrefið en það er alveg á planinu að reyna að fara fram á ein- hverjar breytingar hvað þetta varðar.“ Ugla segist bjartsýn á að flokkunin verði endurskoðuð. „Ég held að það sé bara tímaspurs- mál hvenær þessu verður breytt. Ef viljinn er fyrir hendi þá er ekkert mál að breyta þessari flokkun þannig að það er bara spurning um að láta verða af því.“ Snýst um líf og dauða En er eðlilegt að slíkar aðgerðir séu greiddar af sjúkratryggingum? „Það eru mjög margir sem mót- mæla því að þessar aðgerðir séu greiddar af ríkinu og finnst að transfólk eigi að borga fyrir þær sjálft en þetta eru bara svo gríðarlegar upphæðir að einstaklingar myndu ekki hafa efni á því og þetta eru það lífsnauðsynlegar aðgerðir fyrir þá sem þurfa á þeim að halda að þetta snýst eiginlega bara um líf og dauða. Ef fólk getur ekki lifað í réttu kyni þá eru ekkert margir sem sjá tilgang og það sést best á því að sjálfs- vígstíðni hjá transfólki er alveg gríðar- lega há. Þess vegna er afskaplega mik- ilvægt að þetta sé borgað og að fólk hafi tækifæri til þess að geta undirgengist heilbrigðisþjónustu vegna þessa.“ Ugla segist sjálf myndu vilja fá ýmsu breytt hvað varðar málefni transfólks. „Það er ýmislegt sem þarf að bæta og breyta og ég myndi vilja sjá breytingar á lögunum og svona. En eins og ég segi þá lít ég ekki á þetta sem geðsjúkdóm og ég held að það geri það enginn sem veit almennilega um hvað þetta snýst. Og sömuleiðis líta Tímaskekkja Anna Pála segir það tímaskekkju að greina kynáttunarvanda sem geðsjúkdóm. 18 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Kynáttunarvandi floKKaður sem geðrösKun Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Viðtal „Það er meira en að segja það að vera í röng- um líkama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.