Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 2

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 2
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf. Námsefni er að mestu leyti á íslensku auk hliðsjónarefnis á öðrum tungumálum, einkum Norðurlandamálum. Góð íslenskukunnátta er mikil- væg. Stúdentar, sem hafa náð 5,0 eða hærri einkunn í al- mennri lögfræði á árinu 1995 eða síðar, þurfa ekki að taka grunnnámskeiðið almenn lögfræði fyrir lögritara, heldur fá eldra próf sitt í almennri lögfræði metið í stað grunnnámskeiðsins. Skrásetning: Skrásetning nýrra stúdenta til náms við Háskóla Ís- lands háskólaárið 2001-2002 fer fram í Nemendaskrá Háskólans (á fyrstu hæð Aðalbyggingar) dagana 22. maí til 5. júní 2001. Umsóknareyðublöð fást í Nem- endaskrá, sem opin er kl. 10-15 hvern virkan dag. Eyðublöðin er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Nemendaskrár, http://www.hi.is/stjorn/nemskra/ Námið og námstilhögun: Lögritaranámið jafngildir 45 einingum og er miðað við, að nemendur geti lokið því á 3 misserum. Lögritaranámið er á ábyrgð lagadeildar og byggist upp á námskeiðum, sem kennd eru við lagadeild (LD), viðskipta- og hagfræðideild (VH), félagsvísindadeild (FD) og heimspekideild (HD / TM). Í lögritaranáminu er nemendum gerð grein fyrir grundvallarhugtökum lögfræðinnar, réttarheimildum og beitingu þeirra og þeir fræddir um meginreglur er gilda um meðferð dómsmála og stjórnsýslumála. Enn- fremur er nemendum veittar leiðbeiningar um lög- fræðilega skjalagerð, rekstur, bókhald og skjalastjórn- un, þeim kennd öflun upplýsinga og úrvinnsla úr lög- fræðilegum heimildum, þ. á m. á Netinu. Mikil áhersla er lögð á notkun íslensks máls svo og kennslu í erlend- um tungumálum, einkum í lagamáli. Markmið: Lögritaranámi við lagadeild er ætlað að gera þá, sem því hafa lokið, færari til þess að veita lögfræðingum aðstoð við að rita lögfræðilegan texta, semja lögfræði- leg skjöl, afla heimilda og upplýsinga og vinna úr þeim, færa bókhald, annast skjalastjórnun og hafa um- sjón með rekstri, t.d. á lögmannsstofum. Starfsvettvangur: Þeir, sem lokið hafa námi sem lögritarar, ættu að hafa mun betri möguleika en aðrir til þess að fá störf sem sérhæfðir ritarar og aðstoðarmenn á lögmanns- stofum og sem sérhæfðir ritarar og skjalaverðir hjá dómstólum, ráðuneytum og öðrum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, hjá einkafyrirtækjum á borð við banka og aðrar fjármálastofnanir, tryggingafélög og fasteignasöl- ur og hjá hvers kyns samtökum. Námskeið í lögritaranámi, skyldunámskeið og valnámskeið: Skyldunámskeið í lögritaranámi vega 36 e og þar til viðbótar taka stúdentar valnámskeið úr öðrum há- skóladeildum, sem vega minnst 9 e, og tengjast nám- inu. Skyldunámskeið á haustmisseri 1. árs: LD 03.29.01-006 Almenn lögfræði fyrir lögritara 10 e Önnur skyldunámskeið á haustmisseri 1. og/eða 2. árs: LD 03.29.04-016 Upplýsingaöflun og heimildavinna 2,5 e HD 05.40.61-016 Hagnýt íslenska 5 e VH 04.41.02-956 Reikningshald I 3 e Skyldunámskeið á haustmisseri 2. árs: LD 03.29.02-016 Réttarfar – formreglur 2,5 e LD 03.02.13-996 Stjórnsýsluréttur I 2,5 e Tillögur að valnámskeiðum á haustmisseri 1. og/eða 2. árs: VH 04.41.01-956 Rekstrarhagfræði I 3 e VH 04.44.18-956 Viðskiptaenska I 3 e TM 05.77.01-996 Hagnýt danska I 3 e Skyldunámskeið á vormisseri: LD 03.29.03-010 Lögfræðileg skjalagerð 2,5 e FD 10.01.14-020 Skjala- og upplýsinga- stjórn hjá fyrirt. og st. 3 e HD 05.40.19-000 Málnotkun (í íslensku) 5 e Tillögur að valnámskeiðum á vormisseri: HD 05.44.61-000 Meðferð talaðs máls (í íslensku) 3 e VH 04.41.09-960 Reikningshald II (forkröfur: Reikningshald I) 3 e VH 04.41.07-020 Upplýsingatækni – tölvunotkun 3 e VH 04.44.39-960 Viðskiptaenska II 3 e TM 05.77.02-000 Hagnýt danska II 3 e Allar nánari upplýsingar um lagadeild, laganám, lögritaranám og háskólanám almennt er að finna á heimasíðu lagadeildar, http://www.hi.is/nam/laga/ 2 Lögmannablaðið Diplómanám fyrir aðstoðarfólk lögfræðinga / lögritara

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.