Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 20
lögmáli“. Þetta álitaefni varðar mörkin annars vegar á milli frelsis vátryggingafélaga til að takmarka ábyrgð sína með ákvæðum skil- mála (svokallaðra hlutlægra eða hlutrænna ábyrgðartakmarkana) og hins vegar þeirra skilmálaá- kvæða, sem skýra ber með hlið- sjón af þeim reglum laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga (vsl.), sem kalla má einu nafni ófrávíkjanlegar. Það eru einkum fjórir flokkar reglna í vsl., sem skipta máli að þessu leyti og kallast einu nafni ófrávíkjanlegar. Í fyrsta lagi eru það reglur 4. – 10. gr. laganna um upplýsingagjöf við töku tryggingar, í öðru lagi reglur 18. – 20. gr. lag- anna um þau tilvik þegar vátrygg- ingaratburðinum er valdið af ásetn- ingi eða gáleysi, í þriðja lagi regl- ur 45. – 50., 99. og 121. gr. laganna um aukna áhættu, og í fjórða lagi reglur 51. og 124. gr. laganna um varúðarreglur. Langt mál þarf til að skýra til hlítar hvar mörkin liggja á milli samningsfrelsis vá- tryggingafélagsins annars vegar og þeirrar verndar, sem ófrávíkjanleg- ar reglur vsl. veita vátryggðum hins vegar, enda telja margir fræðimenn að hér sé á ferðinni eitt erfiðasta úrlausnarefni vátryggingaréttar. Taka má undir þá skoðun margra fræðimanna, að ófrávíkjan- legar reglur vsl. veiti vátryggðum (og vátryggingartaka) vernd að því leyti, að þegar skilmálaákvæði varða með einum eða öðrum hætti hegðun hans og/eða huglæga af- stöðu, þá losni vátryggingafélagið ekki úr ábyrgð nema að uppfyllt- um skilyrðum hinna ófrávíkjanlegu reglna vsl. um saknæma hegðun (þ.m.t. athafnaleysi). Breytir þar engu þótt viðkomandi skilmála- ákvæði feli að forminu til í sér hlut- læga takmörkun á ábyrgð vátrygg- ingafélagsins. Til nánari skýringar skal tekið dæmi: Skilmálaákvæði brunatrygg- ingar, sem kveður á um að ábyrgð vátryggingafélagsins sé alfarið háð því að eldfim efni séu tryggilega geymd, er svo nátengt hegðun vá- tryggðs og huglægri afstöðu hans, að rétt er að telja það til varúðar- reglu í skilningi 51. gr. vsl. Í því felst að vátryggingafélagið losnar ekki úr ábyrgð á grundvelli skil- málaákvæðisins nema að uppfylltu því skilyrði 51. gr. vsl. að vátryggð- ur (eða annar maður „sem skylt var að gæta sömu varúðar“) hafi sýnt af sér gáleysi. Umrætt skilmála- ákvæði telst m.ö.o. ekki til hlut- lægrar takmörkunar á ábyrgð fé- lagsins þrátt fyrir orðalag þess, og verður ekki talið hafa gildi eftir orðanna hljóðan. Af því leiðir m.a. að vátryggingafélagið ber að öðr- um skilyrðum uppfylltum fulla ábyrgð vegna tjóns, sem rakið verður til þess, að vanhöld voru á geymslu eldfimra efna, ef það verður ekki metið vátryggðum (eða öðrum sem hann verður tal- inn bera ábyrgð á) til sakar. Til frekari skýringar má nefna algengt ákvæði í skilmálum húf- tryggingar bifreiða og slysatrygg- ingar ökumanns, sem kveður á um að félagið sé laust úr ábyrgð vegna tjóns eða slyss, sem verður þegar ökumaður ökutækisins hafði ekki ökuréttindi. Fræðimenn á Norður- löndunum eru almennt sammála um að slík „ökuskírteinisákvæði” feli í sér varúðarreglur, sem skýra beri með hliðsjón af 51. eða 124. gr. vsl. Vátryggingafélagið losnar því ekki úr ábyrgð þrátt fyrir að ökumaður bifreiðar hafi ekki haft ökuréttindi nema að uppfylltum skilyrðum síðastnefndra greina vsl., meðal annars um sök og or- sakatengsl. Skilmálaákvæði sem þessi hafa stundum verið nefnd skjulte hand- lingsklausuler, sem þýða má sem „dulbúnar hegðunarreglur”. Með því hugtaki er átt við skilmála- ákvæði, sem orðuð eru líkt og um hlutlæga ábyrgðartakmörkun sé að ræða, en fela hins vegar í sér vísan til tiltekinnar hegðunar og/eða huglægrar afstöðu vátryggðs (eða annarra) og ber að skýra með hlið- sjón af ófrávíkjanlegum reglum vsl. Hér er ekki rúm til að brjóta til mergjar þau sjónarmið, sem styðj- ast má við þegar afmarka skal samningsfrelsi vátryggingafélaga að þessu leyti. Í stuttu máli eru fræðimenn hins vegar almennt sammála um að vátryggingafélög- um sé heimilt að takmarka ábyrgð sína án tillits til ófrávíkjanlegra reglna vsl. að því er varðar eftirtal- in atriði: 1. Áhættan sem tryggt er gegn. Vátryggingafélaginu er t.a.m. heimilt að ákveða í skilmálum brunatryggingar húseignar, að tryggingin bæti tjón á húseign af völdum eldsvoða og eldinga o.s.frv. 2. Vátryggingarandlagið - hvað er tryggt. Vátryggingafélaginu er heimilt að afmarka vátryggingar- andlagið, t.a.m. með því að kveða svo á um í skilmálum húf- tryggingar bifreiðar, að trygging- in taki einungis til nánar til- greindra hluta bifreiðarinnar. 3. Gildistími vátryggingarinnar - hvenær gildir tryggingin. Samningsákvæði um upphaf og lok gildistíma vátryggingar eru að meginstefnu til gild óháð ófrávíkjanlegum reglum vsl. 4. Landfræðileg takmörkun á gild- issviði vátryggingar - hvar gild- ir tryggingin. Vátryggingafélag- inu er frjálst að ákveða í skilmál- um sínum hvar viðkomandi trygging gildir, svo sem í tilteknu landi eða landsvæði. Er þá rétt að víkja aftur að dómi Hæstaréttar, sem er tilefni þessara skrifa. IV. Það er óvenjulegt, en jafnframt gleðiefni, að sjá umfjöllun Hæsta- réttar um gildissvið ófrávíkjanlegra reglna vsl. Rýr dómaframkvæmd á þessu sviði hér á landi kann að skrifast á reikning lögmanna, því fátítt er að þeirri málsástæðu sé hreyft í dómsmálum á hendur vá- tryggingafélögum að tiltekið skil- málaákvæði gangi gegn ófrávíkjan- legum reglum vsl. Án þess að hér verði nefnd ákveðin tilvik má jafn- vel sjá þess (merkileg) dæmi í dómum Hæstaréttar, að Hæstiréttur hafi séð sérstaka ástæðu til að taka fram berum orðum að tiltekið skil- 20 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.