Lögmannablaðið - 01.05.2001, Qupperneq 17

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Qupperneq 17
kenningunni og afleiðing þess hef- ur m.a. verið sú að ekki er litið á ensk einkahlutafélög sem reka meginstarfsemi sína í Þýskalandi sem löglega stofnuð félög. Þau telj- ast ekki lögaðilar samkvæmt þýsk- um rétti. Þá gerði Karsten að um- talsefni þá viðleitni einstakra aðild- arríkja Evrópusambandsins, eins og t.d. Hollands, að takmarka svig- rúm svokallaðra sýndarfélaga (pro forma eða pseudo-foreign compa- nies) til að hefja atvinnustarfsemi án þess að hafa uppfyllt lágmarks- reglur hollenskra laga t.d. um stofnfé og greiðslu þess. Í Hollandi tóku gildi þann 1. janúar 1998 lög (Pro Forma Foreign Companies Act) sem miða að því að vernda kröfuhafa og viðskiptamenn er- lendra félaga sem hafa meginstarf- semi sína í Hollandi og annars engin tengsl við landið þar sem þau voru stofnuð í. Til samanburðar vék Karsten að reglum félagaréttar í Bandaríkjun- um þar sem einstök aðildarríki setja sér sína eigin félagaréttarlög- gjöf. Þar er enn fremur byggt á skráningarkenningunni við ákvörðun félagsforms og því gildir félagaréttarlöggjöf þess ríkis sem félagið er stofnað og skráð í. Í Bandaríkjunum hefur þróunin orð- ið sú að ríkið Delaware hefur leit- ast við að setja reglur sem laða að fyrirtæki og eins og Karsten gerði nánari grein fyrir eru menn ekki á einu máli hvort það hafi leitt til samkeppni um lökustu eða bestu reglurnar (race for the bottom or to the top). 3. Stofnsetningarrétturinn og Centros-málið Kveikjan að erindi Karstens er fyrr- greindur dómur Evrópudómstóls- ins þann 9. mars 1999 í máli nr. C- 212/97, svonefndu Centros máli. Í því reyndi á inntak reglunnar um stofnsetningarrétt sem tryggir mönnum og lögaðilum rétt til að hefja og stunda atvinnustarfsemi í aðildarríkjum Evrópusambandsins eða evrópska efnahagssvæðisins eftir sömu reglum og gilda í við- komandi ríki með stofnun dóttur- félags, útibús eða umboðsskrif- stofu, sbr. 43. gr., sbr. 48. gr. (áður 52. gr. og 58. gr. Rómarsáttmálans (Rs). Stofnsetningarrétturinn gildir einnig hér á landi, samkvæmt 31. gr., sbr. 34. gr. EES-samnings sem lögfestur var með lögum nr. 2/1993. Til að komast fram hjá reglum dönsku einkahlutafélagalaganna um lágmarksstofnfé að fjárhæð 200.000 danskar krónur höfðu dönsk hjón stofnað enskt einka- hlutafélag, Centros Ltd., í því skyni að reka atvinnustarfsemi í Dan- mörku. (Sökum þess að 2. félaga- réttartilskipunin tekur aðeins til hlutafélaga er það á valdi einstakra aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins hvort þau setja sérstakar reglur um stofn- fé einkahlutafélaga og vernd þess.) Danska fyrirtækja- og félagaskráin taldi að um ólögmæta sniðgöngu danskra reglna væri að ræða og synjaði því skráningu útibúsins. Þessi ákvörðun braut gegn stofn- setningarréttinum samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Dómurinn benti á að þær að- stæður að félag, stofnað í einu að- ildarríki eftir þess löggjöf með skráð heimili þar, sem vill stofna útibú í öðru aðildarríki félli undir evrópurétt (forsenda 17). Því var hafnað að sú staðreynd að félagið ræki ekki starfsemi í Englandi fæli í sér misbeitingu á stofnsetningar- réttinum (forsenda 29). Samkvæmt dóminum felst það í stofnsetning- arréttinum að ríkisborgari eins að- ildarríkis getur valið að stofna félag í öðru aðildarríki þar sem hann tel- ur að reglurnar séu minnst íþyngj- andi og síðan að stofna útibú í öðru aðildarríki (forsenda 27). Þá taldi Evrópudómstóllinn enn frem- ur að synjun skráningar með vísun til nauðsynjar þess að vernda hags- muni kröfuhafa væri ekki réttlæt- anleg samkvæmt 46. gr. Rs (áður 56. gr.), sjá einnig 33. gr. EES (for- sendur 32-34). 4. Afleiðingar Centros Eftir að hafa gert grein fyrir atvik- um Centros-málsins og niðurstöðu Evrópudómstólsins gerði Karsten afleiðingar dómsins að umtalsefni. Hann taldi ljóst að miðað við for- sendur dómsins væri svigrúm ein- stakra aðildarríkja til að koma í veg fyrir að reglur þeirra séu snið- gengnar mjög lítið og vafasamt að unnt sé með löggjöf í einstökum aðildarríkjum að gera ríkari kröfur til útibúa erlendra félaga frá aðild- arríkjum ESB og EES, þ.á m. svo- kallaðra sýndarfélaga (pseudo-for- eign companies). Allar líkur væru t.d. á því hollensku lögin frá 1998 brytu gegn stofnsetningarréttinum og einnig umdeild dönsk skatta- löggjöf sem sett var í kjölfar Centros. Í þeim er gerð skattarétt- arleg fjármagnskrafa til erlendra fyrirtækja sem hyggjast reka virðis- aukaskattskylda starfsemi í Dan- 17Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.