Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 7
stæðingsins eina ráða för. Einnig reyndi þar á skyldu lögmanns skv. 17. gr. siðareglna, um trúnað við skjólstæðing. Hvað ef lögmaður hefði hag af því að upplýsa um at- vik, sem færi í bága við hagsmuni félags að upplýst yrði um, til að fría sig af ábyrgð sem stjórnarmað- ur? Þeirri aðstöðu má einfaldlega ekki bjóða heim. Jafnvel þótt lög- manni tækist að vera algerlega hlutlægur í mati sínu, svo sem hon- um er skylt að 10. gr. siðareglna, væri augljóslega boðið heim hætt- unni á því, að hlutlægni hans yrði með réttu í efa dregin. Lögmenn eiga að segja sig frá málum til þess að afstýra slíkri hættu. Sama niður- staða á við um hverja ákvörðun slíkrar stjórnar, sem orka kynni tví- mælis eða ágreiningur að rísa um og kæmi til nánari skoðunar. Þetta er enn augljósara í málum sem rekin eru fyrir dómstólum þar sem reynir á störf stjórnar. Það get- ur ekki verið skjólstæðingi fyrir bestu, að stjórnarmaður flytji slík mál. Lögmaðurinn býður þá heim þeirri hættu að þurfa að réttlæta og verja eigin verk og illa gæti hann gefið skýrslu í máli sem hann flytti sjálfur, þótt þess séu reyndar dæmi. Lögmaður, sem jafnframt er stjórnarmaður, á ekki að sinna lög- mennsku fyrir félagið í málum þar sem störf stjórnarinnar varða ein- hverju um niðurstöðuna eða kunna að koma til skoðunar við leit að niðurstöðu. Með því að gera það væri lögmaðurinn tvímæla- laust að selja sig undir þá gagnrýni, sem lýst var að framan og höfð hefur verið uppi gagnvart stóru al- þjóðlegu endurskoðunarskrifstof- unum. Slíkur lögmaður ætti altént að forðast að kasta grjóti. Auk þess sem farið væri á svig við siða- reglur, má segja að enska orðtakið a lawyer who represents himself has a fool for a client eigi hér við. Þessi niðurstaða mín breytir engu um það, að ég tel það geta nýst hlutafélögum afar vel að hafa starfandi lögmenn í stjórnum sín- um og að lögmenn eigi að bera sig eftir slíkum störfum. Stjórnarsetan þarf ekki að girða fyrir að lögmað- urinn sinni að einhverju marki dæmigerðum lögmannsstörfum fyrir félagið. Þeir geta gengið frá tilkynningum til hlutafélagaskrár, stjórnað fundum, annast skjala- gerð, tekið þátt í vinnu við yfirtöku annars félags o. fl. Þeir gætu jafn- vel flutt mál fyrir félagið, væri ljóst að í slíku máli kæmu störf stjórnar- innar ekkert til skoðunar. Þar dett- ur mér í dæmaskyni í hug mál sem t. d. varða rétt til skrásetningar vörumerkis eða til varnar hug- verkarétti í eigu félags, þ. e. mál þar sem einfaldlega er gætt hags- muna félags án þess að til álita komi að stjórn beri á einhvern hátt ábyrgð á því að hagsmunir séu ekki svo tryggir sem vera ætti. Við mat á því hvaða störf lögmenn, sem sitja í stjórn félags, taka að sér fyrir félagið ber þó að fara mjög varlega. Það þekkja allir af eigin raun, að oft er örðugt í upphafi að sjá nákvæmlega hvernig mál þróast og á hvað muni reyna. Séu menn í vafa ættu þeir því að segja sig frá verkum. Þá er augljóst, að stjórn ætti erfiðara með að gagnrýna verk samstjórnanda en utanaðkomandi lögmanns, sem fer almennt í bága við hagsmuni félagsins. Niðurstaða mín er því sú, að ekkert sé að því að lögmenn taki að sér stjórnarsetu í hlutafélögum. Heppilegra er hins vegar að lög- mennskan felist aðallega í stjórnar- setunni og einföldum ágreinings- lausum verkefnum sem af henni leiða en að hún sé afleiðing þess að menn hafi gegnt lögmennsku fyrir félag. Þá aðstöðu ber að var- ast. Lögmenn eiga ekki að setjast í stjórn félaga sem verið hafa um- bjóðendur þeirra nema að vel at- huguðu máli. Þeir verða að gera sér grein fyrir því, að stjórnarsetan hlýtur að breyta sambandi við fé- lagið sem umbjóðanda. Þá verða þeir að segja sig frá málum sem lögmenn, telji þeir minnstu hættu á að hagsmunaárekstur sé eða kunni að verða fyrir hendi. Kjarni málsins er því einfaldlega sá að lögmenn hafi siðareglurnar að leiðarljósi, í þessum störfum sínum sem öðrum. Með því einu verður málflutningur okkar um yf- irburði gagnvart samkeppnisstétt- unum líka trúverðugur. [1] Þátíð er notuð vísvitandi. Svo virð- ist sem ákvörðun bandaríska verð- bréfaeftirlitsins, sem kvað á um að- skilnað ráðgjafarstarfsemi og endur- skoðunar, hafi falið í sér nokkur vatnaskil í þessu efni. [2] Um þetta vísast nánar til rits Stefáns Más Stefánssonar, prófessors, um hlutafélög og einkahlutafélög, 22. kafla. 7Lögmannablaðið Lögmaður, sem jafnframt er stjórnarmaður, á ekki að sinna lögmennsku fyrir félagið í málum þar sem störf stjórnarinnar varða einhverju um niðurstöðuna Útleiga á fundarsal Lögmenn geta fengið leigðan fundarsal á jarð- hæð í húsnæði félagsins undir t.d. skiptafundi, gerðardómsmál o.fl. Salurinn rúmar u.þ.b. 20-25 manns ef setið er við borð en annars eru sæti fyrir um 35-40 manns. Leiguverðið er 2.500 krónur fyrir klukkustund- ina auk virðisaukaskatts. Einnig er hægt að panta kaffiveitingar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.