Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 15
Niðurstaða prófessors Sörensen var að ákvæði í innanlandsskatta- lögum gætu verið hindranir á því frjálsa flæði vöru, fólks, fjármagns og þjónustu sem Rómarsáttmálinn og afleiddar gerðir hans og Samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið eiga að stuðla að. Átti hann von á að fleiri mál verði borin und- ir Evrópudómstólinn á komandi árum. Eftir hið ágætasta erindi í alla staði gaf fyrirlesarinn fundarmönn- um færi á því að koma að fyrir- spurnum. Það olli ekki mikilli undrun að fundarmenn sátu á sér í byrjun enda er slíkt lenska hér auk þess sem ávallt er erfiðara að koma með fyrirspurnir á fundi þar sem talað er annað mál en móðurmálið. Prófessor Sörensen var ekkert að tvínóna við hlutina og bætti nokkrum fróðleiksmolum við er- indi sitt og þá stóð ekki á mönn- um. Það var eins og hafði verið skrúfað frá krana því eftir að fyrsti fundarmaðurinn hafði riðið á vað- ið með sína fyrirspurn komu fimm fyrirspurnir í kjölfarið. Fyrirspurn- irnar voru af ýmsum toga þó að megináhersla þeirra hafi verið á fyrirtækjaskatt. Þó var ein fyrir- spurn sem kom inn á frjálsan flutn- ing fólks innan EES svæðisins en það var Ólafur Kristinsson sem bar fram þá fróðlegu fyrirspurn hvort ákvæði tekjuskattslaga um sölu- hagnað íbúðarhúsnæðis væri brot á EES samningnum. Prófessorinn taldi að hér gæti verið um brot á samningnum að ræða og þakkaði góða fyrirspurn. Fundarmenn voru mjög frjóir og fyrirspurnirnar því af ýmsum toga, s.s. um alþjóðleg við- skiptafélög og skattalega stöðu úti- búa í ljósi Saint-Gobain dómsins. Í lok fundarins þakkaði prófess- orinn fyrir sig og lýsti yfir ánægju með fundinn og þökkuðu fundar- menn honum fyrir hið fróðlegasta erindi og klöppuðu honum lof í lófa. Það var alveg ljóst að fundar- menn voru mjög ánægðir með fyr- irlesturinn og vonandi verður þess ekki langt að bíða að fundarhaldar- ar standi fyrir fyrirlestrum í þá veru sem þarna var. Ég vil að lokum þakka kærlega fyrir þetta lofsverða framtak 15Lögmannablaðið Fundarmenn voru mjög frjóir og fyrirspurnirnar því af ýmsum toga, Hjördís Harðardóttir, formaður Félags lögfræðinga í fjármálafyrir- tækjum, Ásgeir Thoroddsen, formaður LMFÍ, Karsten Engsig Sörensen og Áslaug Björgvinsdóttir, lektor.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.