Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 16
Karsten Engsig Sørensen,LL.m. Ph.D., prófessor viðViðskiptaháskólann í Árós- um, kom til Íslands í lok mars sl. á vegum lagdeildar HÍ, Lögmannafé- lagsins, Lögfræðingafélagsins og Félags lögfræðinga í fjármálafyrir- tækjum. Auk þess að kenna í nám- skeiðunum Félagaréttur II og Verð- bréfamarkaðsréttur við lagadeild efndu lagadeild og félögin til funda þar sem Karsten hélt erindi. Báðir fundirnir voru vel sóttir og greini- legt að umfjöllunarefni þeirra vöktu áhuga manna. Þetta samstarf lagadeildar og lögfræðingafélag- anna var lagadeild mikilvægt og ber að þakka það. Einnig er það ánægjulegt hve mikinn áhuga fyrr- greind félög sýna fræðastarfi og félagsmennirnir sömuleiðis. Á fundinum sem lagadeild HÍ, Lögmannafélagið og Lögfræðinga- félagið efndu til þann 28. mars sl. hélt Karsten erindi um áhrif Evr- ópuréttarins á félagaréttarlöggjöf aðildarríkjanna og áhrif dóms Evr- ópudómstólsins frá 9. mars 1999 í máli nr. C-212/97, Centros Ltd. gegn dönsku fyrirtækja- og félaga- skránni. Dómurinn hefur vakið gríðarlega athygli í nágrannalönd- um okkar og hefur þýðingu hans fyrir félagarétt verið líkt við áhrifin sem Cassis de Dijon-málið hafði fyrir þróun reglunnar um frjáls vöruviðskipti. Karsten, sem hefur sinnt rannsóknum og kennslu á sviði Evrópu- og félagaréttar, hefur kannað sérstaklega áhrif Centros- málsins og m.a. skrifað um það í greininni Centros Ltd-afgørelsen og dens konsekvenser sem er birt í Nordisk tidskrift for selskabsret, 2. hefti 1999, bls. 92-109. Verður nú gerð grein fyrir Centros-málinu og því helsta sem fram kom í erindi Karstens. 1. Réttarsamræming á sviði félagaréttar er mark- mið ESB Í erindi sínu byrjaði Karsten á að fjalla um tilgang og bakgrunn rétt- arsamræmingar reglna á sviði fé- lagaréttar sem er eitt af yfirlýstum verkefnum og markmiðum Evr- ópusambandsins. Í því skyni hafa verið settar tilskipanir til að sam- ræma reglur um félagaform sem þegar eru til staðar í aðildarríkjun- um og þá einkum reglur um hluta- félög. Það má nefna að við endur- skoðun hlutafélagalaga og setn- ingu einkahlutafélagalaganna árið 1994 voru félagaréttartilskipanirnar innleiddar í íslenskan rétt í sam- ræmi við skyldur Íslands sam- kvæmt EES-samningnum. Til að greiða fyrir samstarfi og flutningi fyrirtækja milli aðildarríkja eru reglugerðir einnig notaðar til að skapa ný yfirþjóðleg evrópuréttar- leg félagaform fyrir samstarf fyrir- tækja fleiri en eins aðildarríkis, sbr. t.d. reglugerð um evrópsk fjárhags- leg hagsmunafélög sem lögleidd var hér á landi með lögum nr. 159/1994 en það er eina reglugerð- in um ný félagaform sem hefur enn verið samþykkt. 2. Hindranir á flutningi starfsemi og samruna yfir landarmæri – ólíkar laga- skilareglur Enda þótt réttarsamræming á sviði félagaréttar sé umtalsverð benti Karsten á að félagaréttarlöggjöf að- ildarríkjanna væri enn í veigamikl- um atriðum ólík og ennþá væru ýmsar hindranir í vegi atvinnurek- endenda sem hefðu hug á að flytja starfsemi sína til annars aðildarrík- is innan Evrópusambandsins eða sameinast fyrirtækjum í öðrum að- ildarríkjum. Vegna þess að ólíkar reglur gilda um félög í aðildarríkj- unum þá er nauðsynlegt að ákveða þjóðerni félaga til að vita hvaða landsreglur taka til þeirra. Í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins eru í höfuðatriðum í gildi tvær meginkenningar um ákvörð- un þjóðernis félaga og þar með hvaða landsreglur gilda um starf- semi þeirra. Hér er annars vegar um að ræða skráningar- og stofn- unarkenninguna (the incor- porations theory) og hins vegar höfuðstöðvakenninguna (the real seat theory). Karsten gerði grein fyrir þessum kenningum og þá einkum afleiðingum þess þegar einstök ríki byggja á höfuð- stöðvakenningunni. Samkvæmt skráningarkenning- unni gilda um félag reglur þess lands sem það er stofnað og skráð í, en samkvæmt höfuðstöðakenn- ingunni gilda reglur þess lands sem félagið hefur höfuðstöðvar sínar. Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Portúgal beita höfuðstöðvar- 16 Lögmannablaðið Áslaug Björgvinsdóttir, lektor. Stofnun erlendra félaga fyrir innlenda starfsemi Erindi Karsten Engsig Sørensen prófessor um þýðingu Evrópuréttar fyrir félagarétt og þróun réttarsamræmingar Áslaug Björgvinsdóttir lektor

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.