Lögmannablaðið - 01.05.2001, Side 26

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Side 26
ur hópur manna undir forystu Jakobs R. Möller hrl. gripu til þess ráðs að yfirgefa bifreiðina og ganga þann spöl sem eftir var á hótelið. Var sá hópur kominn fyrr á áfangastað en hinir sem biðu þol- inmóðir í rútunni. Sendiherrahjónin tóku höfðing- lega á móti okkur í smekklegum húsakynnum og voru veitingarnar glæsilegar. Ekki var skipulagt borð- hald eftir móttökuna hjá Þorsteini Pálssyni og Ingibjörgu Þ. Rafnar hrl. Undirritaður fór með hópi fólks á ítalskan veitingastað og naut hópurinn röggsamrar leið- sagnar Braga Björnssonar hdl. sem bjó í London og var gerkunnugur öllum staðháttum. Föstudagurinn hófst með heim- sókn í Old Bailey (The Central Criminal Court Old Bailey). Þar fengum við góða leiðsögn undir stjórn Ian Fry. Þessi heimsókn var eftirminnileg. Leiðsögumaðurinn skemmtilegur og fróður auk þess sem áhugavert var að sjá þetta fræga dómhús. Hópnum var skipt upp í tvo hluta og fór hinn hluti hópsins í The Royal Courts of Just- ice með stuttri viðdvöl á kaffistof- unni í The Law Society of England and Wales. Þar var bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Óneitanlega kom mönnum í hug Álftamýri 9 þegar þangað kom. Sá hópur sem undirritaður fór með í The Royal Courts of Justice var viðstaddur þinghald í refsi- máli. Þar var verið að yfirheyra sér- fræðing. Við frekari athugun kom í ljós að hér var verið að yfirheyra Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Tekið skal fram að í dómhúsinu er fjöldi dómsala og hópurinn gekk inn í þennan dómsal af algerri til- viljun. Það var sérstaklega minnis- stætt að sjá ensku lögmennina að störfum og þá ekki síst kurteisi þeirra í samskiptum sín í milli og við dómara málsins. Þó var langt frá því að lögmennirnir gæfu nokkuð eftir við að fylgja sínu máli eftir með spurningum fyrir vitnið. Hádegisverður var síðan í boði Clifford Chance lögmannsstofunn- ar. Sú lögmannsstofa er verulega stór á íslenskan mælikvarða. Með- eigendur eru 650 og starfa 2900 lögfræðingar hjá fyrirtækinu um heim allan. Lögmannsstofan sam- einaðist stofu í Bandaríkjunum og annarri frá Þýskalandi í janúar 2000. Fundarsalurinn var á efstu hæð 17 hæða byggingar og var okkur tjáð að fasteign þessi væri of lítil fyrir starfsemina og að nýtt hús væri í byggingu. Á móti okkur tóku þrír af eigendum stofunnar. Beið hópsins glæsilegt hádegis- verðarborð en að málsverði lokn- um voru haldin þrjú erindi sem má 26 Lögmannablaðið Jóna K. Kristinsdóttir, fulltrúi félagsdeildar LMFÍ, Þóra Bjarnadóttir og Kristín Jónsdóttir í Sendiráði Íslands. Ásgeir Thoroddsen hrl. Ragnar H. Hall, hrl., Þorsteinn Pálsson sendiherra og Svala Thorlacius hrl. Fulltrúar The Law Society auk Ásgeirs Thoroddsen hrl. formanns LMFÍ. Formaður LMFÍ afhendir fulltrúum Clifford Chance þakklætisvott fyrir móttökurnar.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.