Lögmannablaðið - 01.05.2001, Síða 11

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Síða 11
manna væru ekki tengd skulda- stöðu þeirra. Þannig héldust rétt- indin þó svo félagsgjöld væru ekki greidd. Sagði hann stjórn félagsins veigra sér við því að losa félagið við skuldseiga félagsmenn með þeim hætti, að svipta þá réttindum sínum með gjaldþrotaúrskurði. Orsök vanskilanna væri oftast óregla viðkomandi skuldara, harm- ur og óhamingja. Sömuleiðis væri óráðlegt að leggja í dýrar inn- heimtuaðgerðir sem fyrirfram væri vitað að bæru engan árangur. Ef til vill væri nafnabirting vænlegust til árangurs, en ákvörðun um fram- kvæmd slíks væri einnig erfið þeim sem sæti í stjórn félagsins á hverj- um tíma og myndi hann sjálfur ekki treysta sér til þess. Varðandi þóknun lögmanna, kvað formað- urinn að oft hafi verið reynt að gera könnun á rekstrarkostnaði lögmannsstofu, og væri það verk- efni næstu stjórnar að vinna kostn- aðargrunn. Því fylgdi þó sá vandi, að kostnaður pr. klst. væri í raun svo mikill að lögmenn ættu sjálfir erfitt með að trúa því, hvað þá að hægt væri að koma venjulegum launamönnum eins og dómurum í skilning um það. Gunnar Jónsson hrl. taldi að innheimta félagsgjalda gengi ekki eins illa og almennt sé talið. Kvaðst hann sammála for- manni um að þýðingarlaust væri að ganga að þeim sem fyrirfram sé vitað að muni ekki greiða. Hugsan- lega megi við endurskoðun lög- mannalaga kveða á um að fella megi þá lögmenn af félagaskrá sem ekki greiði félagsgjöld sín. Jónas Haraldsson, hdl. ítrekaði enn þá skoðun sína að félaginu beri að sækja á um innheimtu vangoldinna félagsgjalda, og taldi óhamingju hinna skuldseigu félagsmanna ekki eiga að leysa þá undan greiðslu- skyldu, frekar en hann sjálfan. Kosningar Ásgeir Thoroddsen hrl. gaf kost á sér til endurkjörs til embættis for- manns félagsins og þar sem ekki var um fleiri framboð að ræða, lýsti fundarstjóri Ásgeir réttkjörinn for- mann. Auk Ásgeirs voru kjörnir í aðalstjórn til næstu tveggja ára, þau Helgi Jóhannesson, hrl. og Lára V. Júlíusdóttir, hrl. Auk þeirra sitja áfram í stjórn félagsins þeir Helgi Birgisson, hrl. og Ársæll Haf- steinsson, hdl. Í þriggja manna varastjórn voru kjörin þau Aðal- steinn Jónasson hrl., Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og Steinunn Guð- bjartsdóttir hdl. Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Pet- ersen hrl. voru kjörnir endurskoð- endur, en Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., til vara. Í Laganefnd voru kjörin þau Jakob R. Möller, hrl., Er- lendur Gíslason, hrl., Ólafur Har- aldsson, hdl., Ragnar H. Hall, hrl. og Sif Konráðsdóttir hrl., Aðalfundur félagsdeildar Lögmannafélags Íslands Í framhaldi af aðalfundi Lögmanna- félagsins var haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ, samkvæmt auglýstri dagskrá. Fundarstjóri var Pétur Guðmundarson hrl. og Björg Rúnarsdóttir, hdl., fundarritari Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam- þykktum félagsins. Vísað var til þess að reikningar hafi þegar verið kynntir samhliða afgreiðslu sömu dagskrárliða skyldubundna hluta félagsins á aðalfundi félagsins. Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum dagskrárliðum og var reikningar félagsins samþykktir samhljóða. 11Lögmannablaðið Til leigu Skrifstofuherbergi. Hentugt húsnæði undir lögfræðistofur í Aðal- stræti ca. 140 fm. Upplýsingar gefur Jón Einar Jakobsson, hdl. í síma 561 5969. Til leigu Skrifstofuaðstaða í miðborginni. Björt skrifstofa á lögmannsstofu á 4. hæð í lyftuhúsi við Lækjartorg, er laus til leigu. Innan við mínútu göngufæri frá Héraðsdómi Reykjavíkur Til staðar eru: Húsgögn, sími, laserfaxtæki, laserprentari, ljósritunarvél og sítenging við internet Frekari upplýsingar veitir: Einar Sigurjónsson hdl. E. Sigurjónsson lögmannsstofu ehf. í síma 552 5590 Til leigu Til leigu hjá Lögfræðiþjónustunni ehf. 2-3 góð samliggjandi skrifstofuherbergi. Vandað húsnæði með góðum húsgögnum. Samtengdar tölvur geta fylgt. Sameiginleg afnot af kaffistofu, góðu fundarherbergi og móttöku með símaþjónustu. Upplýs- ingar hjá Lögfræðiþjónustunni ehf. í síma 520 5588. Ingólfur Hjartarson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.