Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 19
I. Þann 1. mars 2001 kvaðHæstiréttur Íslands upp dómí málinu nr. 397/2000. Í mál- inu krafðist maður nokkur greiðslu slysatryggingarbóta úr hendi vá- tryggingafélags vegna líkamlegra afleiðinga þess, að hann hafði fengið hnefahögg í andlitið. Sá sem veitt hafði honum höggið hafði verið með glas í hönd, og við höggið hafði það brotnað með þeim afleiðingum að maðurinn skaddaðist á auga. Það sem greinarhöfundi þykir markverðast við dóm Hæstaréttar er skýring hans á undanþágu- ákvæði í skilmálum slysatrygging- arinnar, sem undanþiggur vátrygg- ingafélagið ábyrgð vegna slysa, sem verða í handalögmálum. II. Málavextir voru nánar á þá leið, að stefndi fyrir Hæstarétti (stefnandi fyrir Héraðsdómi, hér eftir X) var staddur á bar þegar A sló hann í andlitið með glasi. Við höggið skaddaðist X á auga, og voru af- leiðingarnar metnar honum til nokkurs varanlegs miska. Er atvik málsins gerðust var X slysatryggð- ur hjá vátryggingafélaginu V. Höfðaði X mál á hendur vátrygg- ingafélaginu F, sem tekið hafði við réttindum og skyldum V, og krafð- ist greiðslu bóta úr tryggingunni. F hafnaði kröfu X um greiðslu bóta, og krafðist sýknu af kröfum hans með vísan til ákvæðis í skilmálum tryggingarinnar, þar sem sagði: „Fé- lagið bætir ekki: [. . .] Slys, er sá, sem tryggður er, verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsi- verðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og eiturlyfja eða í ölæði, nema sannað sé, að ekkert sam- band hafi verið milli ástands þessa og slyssins“. Byggði F á því, að tjón X yrði fyrst og fremst rakið til þess að hann hefði verið ölvað- ur og hefði staðið fyrir handalög- málum við A, sem leitt hefðu til áverkans. X byggði hins vegar á því, að A hefði veist að honum og áreitt hann með því að vísa til slæmrar umfjöllunar um X í blaða- grein. X kvaðst hafa þá ýtt í öxl A með flötum lófanum og beðið hann að hætta þessu, en engum togum hafi skipt að A hafi slegið X í andlitið með glasinu. Þá byggði X á því, að hvað sem öðru liði gætu rök F einungis leitt til lækk- unar bóta, sbr. 18. gr. laga um vá- tryggingarsamninga nr. 20/1954. Vísaði X einnig til 20. gr. sömu laga máli sínu til stuðnings, og þess að ákvæði þeirrar greinar settu heim- ild félagsins til að semja sig undan bótaábyrgð þröngar skorður. Héraðsdómari taldi fram komið í málinu, að X hefði verið undir áhrifum áfengis þegar umræddur atburður átti sér stað. Hins vegar taldi héraðsdómarinn að ekkert lægi fyrir um áfengisástand hans og teldist því með öllu ósannað að ölvunarástand hans hafi verið á svo háu stigi að flokkaðist undir ölæði í merkingu 20. gr. laga um vátryggingarsamninga. Þá taldi héraðsdómarinn sannað að X hefði átt upptökin að þeim ryskingum sem áttu sér stað milli hans og A með því að slá A í andlitið. Hins vegar taldi héraðsdómarinn að sú háttsemi X að veita A högg í andlit hefði ekki gefið tilefni til þeirrar fólskulegu árásar er X hefði orðið fyrir og hlotið mikla áverka af. Taldi héraðsdómarinn í framhaldi af því, að með hliðsjón af 20. gr. laga um vátryggingarsamninga yrði ekki talið að framangreint ákvæði í skilmálum tryggingarinnar tak- markaði ábyrgð F eins og á stæði. Var F því dæmt til greiðslu slysa- tryggingarbóta í samræmi við kröfu X. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að ljóst væri af gögnum málsins, að X hefði verið undir áhrifum áfengis umrætt kvöld væri ósannað að hann hefði verið í ölæði er um- ræddur atburður átti sér stað. Taldi Hæstiréttur í ljós leitt, að A hefði ögrað X með orðum og X svarað með því að greiða A hnefahögg í höfuðið. Því hafi A svarað með því að slá X í andlitið með glas í hönd. Lagði Hæstiréttur í fram- haldi af því til grundvallar, að til handalögmála hafi komið á milli þeirra, og að X hafi orðið fyrir slysi sínu í þeim handalögmálum. Að því er varðar framangreint undan- þáguákvæði skilmála tryggingar- innar taldi Hæstiréttur, að í því fælist hlutræn ábyrgðartakmörkun, og að undanþágan væri óháð því hvort um væri að ræða vangá hins tryggða ef slys yrði í handalögmál- um. Taldi Hæstiréttur undanþágu- ákvæðið eiga við í málinu, og sýknaði F af kröfum X. III. Það sem greinarhöfundi þykir markverðast við dóminn er skýring Hæstaréttar á undanþáguákvæði vátryggingarskilmálanna, sem þiggur félagið m.a. undan ábyrgð vegna slysa, sem verða „í handa- 19Lögmannablaðið Viðar Lúðvíksson hdl. Handalögmál og ábyrgðartak- markanir í skilmálum vátrygginga Viðar Lúðvíksson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.