Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 21
málaákvæði brjóti í bága við ófrá- víkjanlegar reglur vsl. og yrði af þeim sökum vikið til hliðar, en þar sem ekki hafi verið byggt á þeirri málsástæðu af hálfu aðila yrði að telja skilmálaákvæðið gilt í lög- skiptum vátryggðs og vátrygginga- félagsins. Má mikið vera úr því að Hæstiréttur sér ástæðu til að benda aðila málsins á það, að tiltekna málsástæðu hafi í raun skort í málatilbúnaði hans. Í forsendum dóms Hæstaréttar í málinu nr. 397/2000 segir að samn- ingsfrelsi ríki varðandi það til hvaða sviðs vátrygging nær, og að aðilum sé því frjálst að semja um að vátryggingin gildi ekki við til- teknar aðstæður. Á þetta má fallast með Hæstarétti. Vátryggingafélag- inu er t.a.m. heimilt að undanskilja ábyrgð sinni slys sem verða af völdum eldinga, styrjalda, náttúru- hamfara o.s.frv. án tillits til hug- lægrar afstöðu vátryggðs eða ann- arra þegar slysið verður. Í framhaldinu segir í dómi Hæstaréttar að telja verði ákvæði skilmálanna um að félagið bæti ekki slys, sem tryggður verður fyr- ir í handalögmálum, til slíkra hlut- rænna ábyrgðartakmarkana, enda sé undanþágan óháð því hvort vangá hins tryggða er um að kenna ef slys verður í handalög- málum. Á þetta verður ekki fallist með Hæstarétti. Þrátt fyrir að í fljótu bragði verði ekki séð að und- anþáguákvæði vegna handalög- mála séu frábrugðin undanþágu- ákvæðum vegna eldinga, styrjalda, náttúruhamfara o.fl. þá er hér skils- munur á. Eins og áður er nefnt er almennt talið að vátryggingafélaginu sé heimilt að takmarka og afmarka þá áhættu, sem það tryggir gegn, án tillits til huglægrar afstöðu vá- tryggðs eða ófrávíkjanlegra reglna vsl. Undanþáguákvæði vegna slysa sem verða af völdum eldinga, styrj- alda, náttúruhamfara o.fl. fela í sér slíkar hlutlægar ábyrgðartakmark- anir. Undanþáguákvæði vegna handalögmála er hins vegar annars eðlis að mati greinarhöfundar. Hugtakið handalögmál felur í sér vísan til tiltekinnar háttsemi af hálfu beggja (eða allra) aðila handalögmálanna, ekki ósvipað og hugtökin slagsmál, rifrildi, bardagi o.s.frv. Verður að telja það hug- taksskilyrði, að báðir (eða allir) að- ilar handalögmálanna hafi haft til- tekna (ofbeldiskennda) háttsemi í frammi. Að öðrum kosti er vart um handalögmál að ræða. Hug- takið handalögmál gerir m.ö.o. kröfu um að hinn slysatryggði hafi lagt eitthvað af mörkum til þess að hendur skiptu. Tildrög handalög- mála geta verið mismunandi og menn geta lent í þeim af ýmsu til- efni. Menn geta átt upptökin að þeim með ofbeldi, stríðni o.þ.h., menn geta orðið fyrir líkamsárás og eftir atvikum veitt mótspyrnu í einhverjum mæli og menn geta sammælst um að efna til handalög- mála sín í milli, til að mynda í því skyni að útkljá deiluefni. Að mati greinarhöfundar er atburðarásin þannig svo nátengd háttsemi hins slysatryggða og huglægri afstöðu hans (hugsanlegri sök), að eðlilegt er að skýra undanþáguákvæðið með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum vsl. í stað þess að telja ákvæðið fela í sér hlutlæga tak- mörkun á ábyrgð vátryggingafé- lagsins, líkt og Hæstiréttur gerir. Hér er m.ö.o. átt við, að eðlilegra sé að meta í hverju tilviki hvort hinn slysatryggði hafi sýnt af sér sök, sem leitt hafi til þess að hann slasaðist í handlögmálum. Niður- staðan um hvort bætur verða greiddar úr tryggingunni eður ei veltur þá á því hvort sök er fyrir hendi. Niðurstaða Hæstaréttar leiðir aftur á móti til þess, að þeir sem slasast í handalögmálum eiga ekki rétt til bóta úr slysatryggingu, þrátt fyrir að þeir hafi ekki sýnt af sér neina sök. Vert er að benda á, að niðurstaða Hæstaréttar kann jafnvel að ganga svo langt að fela í sér að fórnar- lömb líkamsárása eigi ekki rétt til slysatryggingarbóta, þar sem halda má því fram að þar hafi verið handalögmál á ferð. Á það eink- um við um þá, sem verða fyrir lík- amsárás, en ná að verjast árás- armanninum að einhverju leyti, enda þarf vart að deila um að þar hafa átt sér stað handalögmál. Sýnist höfundi skýring Hæstaréttar á undanþáguákvæðinu ekki falla vel að þeim sjónarmiðum, sem búa að baki ófrávíkjanlegum reglum vsl., og er að meginstefnu til ætlað að veita vátryggðum vernd þegar hann hefur ekki sýnt af sér sök. Hér verður einnig að hafa í huga, að hefði ætlun vátryggingafélags- ins verið sú að undanþiggja ábyrgð sinni öll slys, sem verða við lík- amsárás eða önnur ofbeldisverk, þá hefði félaginu verið í lófa lagið að orða undanþáguna á þann hátt. Sanngirnisrök og andskýringar- regla samninga- og vátrygginga- réttar skjóta því enn styrkari stoð- um undir rétt vátryggðs að þessu leyti. Undanþága vegna handalög- mála er nefnilega annars eðlis en undanþága vegna „allra ofbeldis- verka“, eins og rakið er hér að framan, vegna hinnar sterku vísun- ar hugtaksins handalögmál til hegðunar hins slysatryggða. Það er rétt að taka fram, að fræðimenn á Norðurlöndunum hafa ekki verið á einu máli um skýringu undanþáguákvæða vegna handalögmála og svipaðra tilvika í skilmálum slysatrygginga. Þannig eru sumir á þeirri skoðun, að rétt sé að telja ákvæðin til hlutlægra takmarkana á ábyrgð félagsins. Margir þeirra hafa talið sanngjarnt að skýra ákvæðin út frá orsaka- reglu, þannig að fullar bætur greið- ist að öðrum skilyrðum uppfyllt- um, ef slysið verður ekki beinlínis rakið til handalögmálanna, sem hinn slysatryggði var í er hann slas- aðist. Tekur Hæstiréttur undir þá skoðun í dómi sínum. Aðrir fræði- menn eru á sömu skoðun og greinarhöfundur, og telja að und- anþáguákvæði vegna handalög- mála feli í sér kröfu um að hinn slysatryggði hafi sýnt af sér sök svo að félagið losni úr ábyrgð. Það er síðan sérstakt álitaefni hvaða reglur vsl. það eru, sem taka best til undanþáguákvæða vegna handalögmála. Hér eru ekki tök á ítarlegum vangaveltum þar um, en 21Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.