Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 27
segja að hafi verið kynning á lög- mannsstofunni og þeim sjónarmið- um sem rekstur hennar er byggist á. Erindin voru öll fróðleg og skemmtileg. Vinnuálag ungra lög- fræðinga bar á góma í kjölfar upp- lýsinga og fyrirspurna um þann fjölda lögfræðinga sem starfa hjá fyrirtækinu. Ljóst er að vinnuálagið er töluvert miðað við þær lýsingar sem við fengum. Í kjallara hússins er líkamsræktarstöð fyrir starfs- menn og matvöruverslun. Við fengum að vísu ekki aðgang að þessum húsakynnum en Gestur Jónsson hrl. upplýsti undirritaðan um þessa staðreynd. Má því segja að menn eigi ekkert erindi út fyrir veggi stofunnar nema til að kasta sér þær fáu stundir sem gefast til þess. Síðdegis þennan dag hélt hópur- inn í kynningu hjá The Law Society of England and Wales. Að sögn þeirra sem þangað fóru var viður- gjörningur allur hinn glæsilegasti og kynningin skemmtileg í alla staði. Að móttöku lokinni héldu flestir í sameiginlegan kvöldverð á ítalsk- an veitingastað. Þar voru karoke- græjur og til þess ætlast að gestir tækju lagið. Íslendingarnir létu ekki sitt eftir liggja og sungu allir a.m.k. eitt lag hver. Var gerður góður rómur að söng lögmanna og þeirra gesta. Að öðrum ólöstuðum er mér sagt að Halldór Backman hdl. hafi sungið Delila með þvílík- um tilburðum með aðstoð for- mannsins og Atla Gíslasonar hrl. að Tom Jones megi fara að vara sig. Fer engum sögum af því hvort konur hafi kastað af sér fatnaði eins og á tónleikum kappans. Laugardagurinn var frjáls eins og áður segir. Ég veit fyrir víst að nokkrir úr hópnum fóru á knatt- spyrnuleik. Ég fór t.d. við þriðja mann til Coventry í þeim erindum að sjá heimamenn keppa við Chel- sea. Allt skipulag ferðarinnar var til fyrirmyndar og er þar einkum að þakka mjög ákveðinni stjórn Jónu K. Kristinsdóttur og eru henni færðar bestu þakkir. Stjórn hennar var svo ákveðin að þegar einn úr hópnum varð viðskila við hópinn í miðri London á föstudeginum, þá var ekki við annað komandi en að aka um svæðið og leita að hinum týnda. Þrátt fyrir ítrekaðar ábend- ingar manna í hópnum í þá átt að það væri vonlaust verk að leita að manni í 60 manna rútu í miðri London gaf Jóna sig ekki. Viti menn eftir um það bil 15 mínútna akstur fannst maðurinn. Ferð þessi var hin ánægjulegasta og sérstaklega fyrir þær sakir hversu vel hún var skipulögð og ekki sakaði að hafa laugardaginn sem frídag til þess að menn gætu sinnt áhugamálum hvort sem var að fara í leikhús, hlusta á óperu eða sjá ballett. Hér með hvet ég LMFÍ að skipu- leggja ferðir sem þessa sem oftast. 27Lögmannablaðið Hópurinn hlýðir á kynningu Clifford Chance. Gunnar Gunnarsson lögmaður hjá Vegagerðinni virðir fyrir sér bóka- safn Law Society. Þátttakendur fá sér að snæða af hlaðborði sem Clifford Chance bauð upp á í hádeginu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.