Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 14
14 Lögmannablaðið Þann 29. mars síðastliðinnstóðu Lagadeild HÍ, félags-deild Lögmannafélags Ís- lands og Félag lögfræðinga í fjár- málafyrirtækjum fyrir fyrirlestri Karsten Engsig Sörensen, prófess- ors við Viðskiptaháskólann í Árós- um, um skattalegar hindranir á frjálsu flæði vöru fólks, fyrirtækja og fjármagns innan EES. Eins og lögmönnum er kunnugt var um- fjöllun um Karsten Engsig Sören- sen í 1. tbl. Lögmannablaðsins 2001 þar sem jafnframt kom fram að umræddir aðilar myndu halda tvo fundi þar sem Karsten yrði fyrirlesari. Í upphafi fundar kynnti formað- ur LMFI, Ásgeir Thoroddsen, fyrir- lesarann. Um 80 manns sóttu fund- inn og er þetta fjölmennasti fræða- fundur sem undirrituð hefur sótt í langan tíma. Í erindi sínu fjallaði prófessor Sörensen um hvernig lög Evrópu- bandalagsins hafa haft áhrif á inn- anlandsskattalöggjöf bandalagsríkj- anna. Áhrifanna verður einna helst vart að því er varðar ákvæði um frjálst flæði vöru, fólks, fjármagns og þjónustu. Prófessorinn sagði að það væru fá ákvæði í ESB samn- ingnum sem fjölluðu um skatta og taldi að sama ætti við um EES samninginn. Ennfremur kom fram í máli hans að lög Evrópubandalags- ins hefðu einungis áhrif á beina skatta í innanlandslöggjöf hvers lands. Þó að Evrópudómstóllinn hafi kveðið upp dóma í nærri 30 málum sem fjalla um beina skatta þá hafa flest málanna snúist um grundvallarréttindi samningsins. Prófessorinn fjallaði einnig um uppbyggingu skattkerfa, þ.e.a.s. hvernig best væri að haga innan- landsskattlagningu þannig að sem minnst hætta væri á hindrunum á frjálsu flæði vöru, fólks, fyrirtækja og fjármagns. Hann taldi að þar sem meiri líkur væru á því að fólk en fyrirtæki væru um kyrrt í sama landi þá væri skynsamlegra að skattleggja frekar fólk en fyrirtæki til að hindra ekki frjálsan flutning fyrirtækja. Erindi prófessors Sörensen var vel uppbyggt, áheyrilegt og veru- lega skemmtilegt. Ein af meginá- stæðum þess að undirrituð var svo ánægð með erindið var að prófess- or Sörensen reifaði marga áhuga- verða dóma Evrópudómstólsins er varða takmarkaða skattskyldu ein- staklinga, skattlagningu útibúa, skattlagningu lífeyrisgreiðslna o.fl, s.s. Schumacher dóminn, Bach- mann dóminn, Leur-Bloem dóm- inn og Saint-Gobain dóminn. Í síðasta hluta erindis síns kom prófessorinn inn á umræðuna um skattasamræmingu og skattasam- keppni innan Evrópubandalagsins og taldi prófessor Sörensen að að- ildarríki ESB ættu að forðast skatta- samkeppni að mestu leyti þó að ljóst væri að aldrei væri hægt að út- rýma henni. Í tengslum við umfjöll- un sína um skattasamkeppni fjall- aði prófessor Sörensen um ríkis- styrki og hvað fælist í þeim, meðal annars með tilliti til þess hverjir væru styrkþegar og einnig þeirrar reglu að meintir styrkþegar gætu þurft að endurgreiða móttekna fjár- hæð ef að ljós kemur að viðkom- andi fyrirtæki hafi verið umbunað þannig að telja megi að um styrk- veitingu hafi verið að ræða. Vala Valtýsdóttir hdl. Hádegisverðarfundur um skattamál sló í gegn! Vala Valtýsdóttir hdl. Erindi prófessors Sörensen var vel uppbyggt, áheyri- legt og verulega skemmtilegt. Ásgeir Thoroddsen hrl. form. LMFÍ, setti fundinn. Karsten fór á kostum í skemmtilegu erindi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.