Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 23
Frumvarp til laga um ábyrgð-armenn, sem nú er fyrir Al-þingi er, að mínu mati eitt af skýrari dæmum þess þegar alþing- ismenn eru að eltast við atkvæði fremur en að setja skynsama lög- gjöf sem fellur að þeim leikreglum sem gilda í samfélaginu almennt. Megingalli frumvarpsins er sá að það tekur, í veigamiklum grund- vallaratriðum, aðeins á mjög þröngum hagsmunum, sem veldur því að fjárhagsleg ábyrgð er slitin úr samhengi við önnur mikilvæg lagasjónarmið og ekki síst gildandi meginreglur í löggjöfinni sem eiga sinn sess við lagasmíð af þessu tagi, s.s. einsog aðfararlög, gjald- þrotalög, viðkiptabréfsreglur og al- mennar reglur um kröfuábyrgð, svo það helsta sé talið. Í athugasemdum með frumvarp- inu er því lýst að byggt sé að miklu leyti á sjónarmiðum um neytenda- vernd, - Markmið frumvarpsins sé að rétta hlut ábyrgðarmanna og ekki er laust við að við fyrstu sýn hafi frumvarpið yfir sér réttarbóta- blæ. Þegar frumvarpið er gaum- gæft sýnist hinsvegar að gengið sé nokkru lengra en almenn sjónar- mið um neytendavernd gera ráð fyrir. Tilgangurinn með frumvarp- inu sýnist ekki síður vera sá að hafa vit fyrir fólk með því, í fyrsta lagi, að takmarka með lögum hina venjulega fjárhagslega ábyrgð fólks á frjálsum og löglegum skuldbind- ingum sínum, og, í öðru lagi, að takmarka réttindi fólks til að stofna til fjármálasamninga. Á altari þessa markmiðs er fórnað ýmsum mikils- verðum hagsmunum til tjóns fyrir viðskiptalífið án þess, að því er virðist, að alþingismenn hafi af því áhyggjur. Frumvarpið er auk þess mein- gallað út frá lagatæknilegu sjónar- miði. Í stuttri grein er ekki unnt að gera frumvarpinu fullnægjandi skil og er því aðeins bent á nokkur at- riði sem telja má veigamest m.t.t. þeirra breytinga sem því er ætlað að hafa á viðskiptaumhverfið. Helst ber að telja 9.gr. frumvarps- ins sem bannar að gerð sé aðför í fasteign þar sem ábyrgðarmaður býr eða fjölskylda hans ef krafa á rót sína að rekja til ábyrgðarloforðs enda hafi ábyrgðarmaður ekki haft hag af lánveitingunni eða stofnun kröfunnar. Auk heldur er kveðið á um í greininni að kröfuhafi geti ekki krafist gjaldþrotaskipta á búi ábyrgðarmanns ef krafa á rót að rekja til ábyrgðarloforðs nema hann geri sennilegt að um svik- samlegt undanskot eigna ábyrgðar- manns hafi verið að ræða eða ábyrgðarmaður hafi haft ávinning af lánveitingunni eða stofnun kröf- unnar. Hvergi í löndum Evrópu er að finna sambærileg ákvæði sem takmarka rétt kröfuhafa til að ganga að þeim sem bera kröfuá- byrgð á grundvelli frjálsra samn- inga. Í frumvarpinu er vísað með yfirborðskenndum hætti til svo- nefndrar „Homestead Exemption“ reglu í bandaríkjunum sem kveður á um, með afar misjöfnum hætti eftir ríkjum, hvaða fasteignaréttindi skulu undanþegin við gjaldþrot. Þessi regla er frávikjanleg og er al- 23Lögmannablaðið Hróbjartur Jónatansson hrl. Frumvarp til laga um ábyrgðarmenn Hróbjartur Jónatansson, hrl. í ræðustól. Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður annar frummælenda. Pétur Blöndal, alþingismaður tók til máls á fundinum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.