Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 25
Rúmlega 40 manna hópurlagði af stað til London ínámsferð á vegum LMFÍ að morgni 1. mars sl. Þessi ferð var skipulögð af félagsdeild LMFÍ. Far- arstjóri í ferðinni var Jóna K. Krist- insdóttir. Skipulögð dagskrá var af hálfu LMFÍ á fimmtudag og föstu- dag en laugardagur og sunnudagur voru frjálsir eins og sagði í kynn- ingu á ferðinni Komið var til London um hádeg- isbil. Hópurinn hélt á hótelið Mel- ia White House við Regent Park. Dvölin á hótelinu var stutt og hald- ið var í heimsókn í the London Court of International Arbitration. Þegar þangað kom hélt hópurinn niður á jarðhæð byggingarinnar og þar var haldið fróðlegt erindi um Gerðardóminn. Farið var yfir hel- stu reglur sem gilda um málsmeð- ferð og annað sem lýtur að fram- kvæmd mála hjá stofnuninni. Gerður var góður rómur að fyrir- lesara og færði formaðurinn hon- um gjöf frá LMFÍ að fyrirlestri lokn- um. Þegar hér var komið sögu var nokkuð farið að halla að degi og klukkan orðin rúmlega fimm. Næsta atriði sem var fyrirhugað var móttaka hjá Þorsteini Pálssyni sendiherra Íslands í London og eiginkonu hans Ingibjörgu Þ. Rafn- ar hrl. Sú heimsókn var ráðgerð kl. 18:15 en ljóst var að sú áætlun stæðist ekki þar sem áætlunarbif- reiðin yrði nokkra stund á hótelið og þaðan til bústaðar sendiherrr- ans í umferðinni eins og hún er í London um fimmleytið. Ekki var laust við að nokkurrar óþolinmæði gætti hjá farþegum í rútunni í um- ferðarteppunni. Fór svo að lokum eftir nokkrar vangaveltur að nokk- 25Lögmannablaðið Hópurinn samankomin í skrifstofubyggingu Clifford Chance. Fulltrúar Gerðardómstólsins „London Court of International Arbitration“ kynna fyrir lögmönnum dóm- stólinn. Námsferð til London á vegum L M F Í dagana 1.-4. mars 2001 Magnús Haukur Magnússon, hrl. Áhugasamir lögmenn fylgjast með kynningu í Gerðar- dómstólnum. Frá móttöku Þorsteins Pálssonar sendiherra og Ingi- bjargar Rafnar. Jakob R. Möller hrl. fylgist með.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.