Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 6
Jóhannes Karl Sveinsson, hrl.og ritstjóri Lögmannablaðsins,skrifaði ágæta grein í síðasta lögmannablað, um sjálfstæði lög- manna og hlutabréf sem greiðslu fyrir lögmannsstörf. Í greinarlok gefur hann upp boltann um annað, tengt álitaefni, sem er seta lög- manna í félagsstjórnum skjólstæð- inga sinna. Boltann henti ég á lofti. Ég vil einnig tengja málið öðru álitaefni, sem mikið hefur farið fyrir í umræðu undanfarinna ára, samkeppni annarra stétta við lög- menn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjölmargir lögmenn sitja í stjórnum hlutafélaga í atvinnu- skyni. Ekkert bannar slíkt að lög- um og ég tel víst, að félögunum geti nýst afskaplega vel að hafa starfandi lögmann í stjórn. Þeir búa yfir sérþekkingu sem aðrir stjórnar- menn, tengdir rekstrinum vegna t. d. hlutafjáreignar eða starfa fyrir félagið, búa síður yfir og þekkja betur þær skyldur sem á stjórn hvíla en aðrir. Þá veit ég af eigin reynslu, að á stjórnarfundum koma oft upp lögfræðilegar spurningar, sem eiga sér tiltölulega einföld svör, alla vega fyrir þá sem kunna. Það hlýtur að vera kostur fyrir félag, að stjórnarmaður geti veitt þau svör. Spurningin er hins vegar hvort fari saman að sinna lög- mennsku fyrir félag og sitja í stjórn þess. Þar vandast málið nokkuð. Hvorki í siðareglum LMFÍ né systurfélaga þess annarstaðar á Norðurlöndum, að mér sé kunn- ugt, er að finna reglu sem tekur beinlínis á setu lögmanns í stjórn félags sem er umbjóðandi hans. Kjarni siðareglnanna er að lögmað- ur sé í störfum sínum sjálfstæður og óháður. Lögmaður má ekki láta aðra hagsmuni en skjólstæðingsins hafa áhrif á hvað hann ræður skjól- stæðingi að gera eða aðhefst fyrir hann. Innan þess ramma sem lög og siðareglur setja okkur eiga hagsmunir skjólstæðingsins alltaf að ráða för. Undanfarin misseri hafa lög- menn víða um heim barist gegn því, sem þeir telja sókn annarra stétta, helst endurskoðenda, inn á sitt svið. Okkar rök í þeirri baráttu hafa ekki síst snúist um sérstakar trúnaðarskyldur lögmanna við sína skjólstæðinga, sem taki fram því sem um endurskoðendur gildi. Þá hafa þau rök einnig verið notuð, að ótækt sé að endurskoðun, rekstrarráðgjöf og lögfræðiráðgjöf sé á einni og sömu hendi, svo sem stóru alþjóðlegu endurskoðunar- fyrirtækin stefndu ljóst og leynt að.[1] Þannig var spurt hjá hverjum hollusta lögfræðideildarinnar lægi þegar kæmi að spurningum um það, hvort ráðgjöf hafi verið veitt með viðhlítandi hætti eða mistök orðið við endurskoðun hjá um- bjóðandanum. Er hugsanlegt að lögmaður félags, sem einnig situr í stjórn þess, sé undir sömu gagn- rýni seldur? Það kann að vera, sé fyllsta aðgát ekki viðhöfð. Lög- menn mega ekki verða grjótkastar- ar í glerhúsi, eigi rök þeirra fyrir því af hverju til þeirra skuli leitað, en ekki annarra, að vera trúverðug. Lög um hlutafélög og einka- hlutafélög leggja stjórnarmönnum félaga ýmsar skyldur á herðar. Á stjórnarmönnum hvílir sérstök trúnaðarskylda gagnvart félaginu. Stjórn ber t. d. að sjá um að nægi- legt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félags (68. gr. 3. mgr. hfl.) og ársreikningur félags, sem er mynd þess út á við, er gef- inn út af stjórn félags og á ábyrgð þess. Almennt má segja, að frum- skylda stjórnarmanns sé að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna. Bregðist stjórnarmenn þeirri skyl- du sinni, þannig að félagið beri skaða af, geta þeir þurft að sæta bæði bóta- (XV kafli hfl. og ehfl.) og refsiábyrgð (XVIII kafli hfl. og ehfl.). Stjórn getur staðið frammi fyrir því, að grunsemdir kvikni um mis- ferli starfsmanna félags eða stjórn- armanna, félaginu til tjóns. Til þess að á bóta- eða refsiábyrgð reyni, þurfa almenn skilyrði til slíkrar ábyrgðar að vera fyrir hendi. Þannig verður stjórnarmaður því aðeins bótaábyrgur gagnvart félagi, að hann hafi valdið því tjóni með saknæmum hætti. Hugsanlegt er, að ríkari kröfur verði að þessu leyti gerðar til löglærðra stjórnarmanna en annarra og því líklegra að á þeirra ábyrgð reyni.[2] Eðlileg viðbrögð stjórnar, sem teldi möguleika á að eitthvað það hefði átt sér stað í rekstri félagsins sem fella kynni ábyrgð á starfs- menn eða stjórnendur, væru að kalla lögmann félagsins til ráðgjaf- ar um aðgerðir og viðbrögð. Ætla mætti að lögmaður byrjaði á því að reyna að upplýsa atvik máls. At- hugun lögmannsins hlyti, eðli málsins samkvæmt, m. a. að taka til þess hvort stjórnin hafi staðið í stykkinu. Sé lögmaður félags, sem skoðar hugsanlega ábyrgð starfs- eða stjórnarmanna, jafnframt stjórnarmaður í félaginu væri hann að skoða eigin verk og eigin ábyrgð. Það er ótækt og fæli í sér brýnt brot á þeirri meginskyldu lögmanna, að láta hagsmuni skjól- 6 Lögmannablaðið Spurningin er hins vegar hvort fari saman að sinna lögmennsku fyrir félag og sitja í stjórn þess. Þar vandast málið nokkuð. Gunnar Jónsson hrl. Lögmenn í stjórnum hlutafélaga

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.