Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 29
29Lögmannablaðið Félagsdeildin auglýsir eftir félögum Félagsdeild óskar lögmönnum gleðilegs sumars og þakkar ánægjulegan vetur. Eins og lögmönnum er kunnugt byggir félagsdeildin afkomu sína á árgjöldum félaga kr. 8.000.- á ári og fara því tekjurnar eftir fjölda lögmanna í deildinni. Í dag greiða til deildarinnar 324 lögmenn og 4 lögfræðingar en í deildinni eru 365 lögmenn en 41 greiða ekki vegna aldurs. Það þarf ekki mikla reikn- ingsheila til að sjá að endar ná varla saman þegar laun starfs- manns og kostnaður við rekstur deildarinnar er tekinn saman. Fé- lagsdeildin hefur haldið námskeið á sínum vegum og þannig fengið möguleika á tekjuaukningu. Einnig munu tekjur af skráningu þjón- ustuskrár lögmanna á heimasíðu félagsins renna til félagsdeildar. Enn það þarf meira til. Í lok mars sendi félagsdeildin bréf til allra lög- manna sem ekki voru skráðir í fé- lagsdeild og hafa nokkur viðbrögð verið og skráning tekið kipp. Ég vil hvetja alla lögmenn og lögfræð- inga til að styðja við bakið á ung- viðinu. Ekki má gleyma því að í lögum um félagsdeild segir að allir sem lokið hafa embættisprófi í lög- um geti orðið félagar í félagsdeild. Lögmenn þurfa auðvitað að gera upp við sig hvort nauðsyn sé fyrir félagið að halda uppi fræðslustarfi, bókasafni, útgáfu - og kynningar- málum, árshátíð, málþingum, fræðslufundum og annarri þjón- ustu við lögmenn almennt. Ný fræðslunefnd Eftir aðalfund LMFÍ í mars s.l. tók ný fræðslunefnd til starfa. Ársæll Hafsteinsson meðstjórandi síðustu stjórnar tók við starfi gjaldkera og lét af formennsku í fræðslunefnd og nýr meðstjórandi Helgi Jóhann- esson var skipaður formaður fræðslunefndar. Þau Sif Konráðsdóttir og Arnór Halldórs- son höfðu tilkynnt til félagsins að þau vildu hætta störfum í fræðslu- nefnd vegna anna. Eru þeim send- ar þakkir fyrir vel unnin störf. Nýir í fræðslunefnd eru: Guðrún Björk Bjarnadóttir hdl. og Hörður Felix Harðarson hdl. auk Helga Jóhann- essonar hrl. Ný nefnd hefur hafið störf og eru komin drög að nýjum og spennandi námskeiðum á haustönn 2001 sem verða kynnt síðar. Námskeið Félagsdeild stóð fyrir námskeiði fyrir starfsmenn í byrjun apríl um gerð Hæstaréttarágripa. Var þátt- taka sæmileg en vænta hefði mátt meiri þátttöku þar sem um þarfa- verk er að ræða. Voru þátttakend- ur ánægðir með námskeiðið og er fyrirhugað að halda það aftur að ári liðnu. Námskeiðin í vetur hafa gengið vel. Vil ég minna lögmenn á námskeið sem haldin verða hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands í maí en þar má sérstaklega geta námskeiðisins „Helstu nýjung- ar í réttarsálfræði með Gísla H. Guðjónssyni, prófessor og rétt- arsálfræðingi. Gísli mun fjalla um hlutverk réttarsálfræðinga almennt og sérstaklega um falskar játningar og reynslu sína af meðferð slíkra dómsmála í sex löndum. Skráning fer fram hjá Endurmenntun. Námsferð LMFÍ Eins og greint var frá í síðasta tölu- blaði Lögmannablaðsins fór félags- deild í námsferð til London ásamt lögmönnum og mökum samtals 44 manns. Um ferðina er fjallað nánar í blaðinu. Það er skemmst frá því að segja að ferðin var hin ánægju- legasta og voru móttökur ytra höfðinglegar á öllum stöðum. Fleiri námsferðir eru fyrirhugaðar á næstu árum og væri gaman að fá hugmyndir lögmanna um staði og stofnanir sem gaman væri að heim- sækja. Í þessu tölublaði Lögmanna- blaðsins er að finna grein og myndir frá ferðinni. Jóna K. Kristinsdóttir Fréttir frá félagsdeild Jóna K. Kristinsdóttir Frá ritstjóra og ritnefnd: Aðsendar greinar Félagsmenn eru hvattir til að rita í blaðið greinar, langar eða stuttar, um hugðarefni sín er tengjast störfum lögmanna. Til að auðvelda vinnslu blaðsins væri æskilegt að aðsendar greinar kæmu bæði prentuðu formi og á tölvudiskum, t.d. í Word eða Word-Perfect ritvinnsluformi. Þá þarf helst ljósmynd af greinar- höfundi að fylgja.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.