Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 9
dómsmálaráðherra, þar sem athygli ráðherrans var vakin á mikilvægi þess að Hæstiréttur sé jafnan skip- aður dómurum með starfsreynslu af sem flestum sviðum lögfræðinn- ar, þ.m.t. lögmannsstörfum og at- hygli vakin á því, að við brotthvarf Hjartar Torfasonar úr embætti, byggi aðeins einn skipaðra dómara réttarins yfir reynslu sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Benti formað- urinn á að á síðustu 30 árum hafi verið skipaðir 24 hæstaréttardóm- arar og af þeim hefðu 6 komið úr röðum sjálfstætt starfandi lög- manna, 10 úr röðum dómara, 6 frá Háskóla Íslands og 2 úr embættis- mannageiranum. Þegar litið væri til þessa 30 ára tímabils, mætti álykta að ráðherrar hafi reynt að gæta jafnvægis. Í síðustu sex skiptin hafi hins vegar enginn lögmaður orðið fyrir valinu, þ.e. ekki síðan 1991. Væri Guðrún Erlendsdóttir ein tal- in búa að reynslu sem sjálfstætt starfandi lögmaður, en hún hafi verið skipuð 1986. Loks fjallaði formaðurinn um þóknun lögmanna fyrir nefndar- störf á vegum ríkisins og málaferli sem nú væru í gangi vegna ágrein- ings um þóknun fyrir störf lög- manna þar sem Þóknunarnefnd hafði ákveðið kr. 2.200. í stað kr. 5.300 eins og reikningur lög- mannssins hljóðaði upp á. Benti formaðurinn á að Lögmannafélagið hafi barist fyrir viðurkenningu rík- isins á hæfilegum launum til lög- manna og bent á að ríkisstarfs- menn á fullum launum fengju sér- staklega greitt fyrir nefndarstörf sem unnin væru á venjulegum vinnutíma, en lögmaður væri án launa annars staðar frá, meðan hann gegndi nefndarstörfum. Þá væri í tímagjaldi lögmanns kostn- aður af rekstri stofu, sem félli ekki niður meðan hann gegndi nefndar- störfum. Einnig hafi félagið bent á að mikils misræmis gætti í greiðsl- um ríkisins fyrir nefndarstörf og önnur störf sem ríkið greiddi fyrir. Sem dæmi þessa nefndi formaður- inn að Dómstólaráð hafi ákvarðað tímalaun réttargæslumanna kr. 6.500, Kjaranefnd greiddi kr. 5.500 til nefndarmanna samkvæmt tíma- skýrslum og Örorkunefnd kr. 6.000. Í lok ræðu sinnar þakkaði formaður fráfarandi stjórnarmönn- um samstarfið og starfsmönnum fyrir vel unnin störf og bað fundar- gesti um að minntist tveggja félags- manna er fallið höfðu frá á starfs- árinu, með því að rísa úr sætum. Ársreikningar Framkvæmdastjóri félagsins gerði grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir árið 2000, en reikningar fé- lagsins fylgdu prentaðri skýrslu stjórnarinnar. Fram kom í máli framkvæmdastjórans að þrátt fyrir auknar tekjur af árgjöldum, hafi töluvert tap verið á rekstri félagsins og gerði hann grein fyrir helstu skýringum þess. Þannig hafi laun og launatengd gjöld hækkað milli ára, m.a. vegna ógreiddra launa til fyrrverandi framkvæmdastjóra fé- lagsins, kostnaðarauka vegna reksturs skrifstofu í tengslum við endurútgáfu og dreifingu hand- bókar lögmanna og smíði nýrrar heimasíðu, en stærsti einstaki þátt- urinn í neikvæðri rekstrarniður- stöðu félagsins hafi verið kostnað- arauki upp á um 1,7 mkr. vegna reksturs úrskurðarnefndar lög- manna. Á móti kæmi að rekstrar- tekjur hafi hækkað um 22% milli ára, eða úr 17,2 mkr árið 1999 í 21 mkr. árið 2000 og töluverður hagn- aður af sölu sumarhúss félagsins. Þegar tekið hafi verið tillit til af- skrifta og fjármagnsliða, væri heild- arniðurstaðan hins vegar neikvæð um 2.1 mkr. á rekstri skyldu- bundna hlutans og 120 þkr. á rek- stri félagsdeildar, eða samtals um 2.2 mkr. á rekstri félagsins í heild, á móti tæplega 1.8 mkr. tapi árið á undan. Loks gerði framkvæmda- stjóri grein fyrir stöðu Námssjóðs og uppgjöri á Ábyrgðarsjóði lög- manna. Fjörugar umræður áttu sér stað um reikninga félagsins og reyndar aðra þætti sem snúa að starfsemi félagsins, þar sem fjölmargir félags- menn tóku til máls. Jónas Haraldsson, hdl., gerði m.a. útistandandi árgjöld að umtalsefni og taldi að með langvarandi skuldasöfnun félagsmanna sýndu þeir félaginu lítilsvirðingu og ættu í raun engan rétt til að vera í félag- inu. Skoraði hann á stjórn félagsins að sýna fulla hörku í innheimtu þessara skulda. Jakob R. Möller, hrl., tók undir þá skoðun að herða þyrfti innheimtu félagsgjalda, en 9Lögmannablaðið Ásgeir Thoroddsen, hrl. formaður LMFÍ flytur skýrslu stjórnar. Helgi Birg- isson, hrl., er til hægri á myndinni en til vinstri Björg Rúnarsdóttir, hdl. ritari fundarins og Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri LMFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.